Fótbolti

Tjáði sig í fyrsta skipti eftir slysið skelfi­lega: „Ég er mjög lán­samur“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rico hefur leikið fyrir PSG, Sevilla, Fulham og Mallorca á ferli sínum.
Rico hefur leikið fyrir PSG, Sevilla, Fulham og Mallorca á ferli sínum. EPA-EFE/David Ramos

Sergio Rico, markvörður París Saint-Germain, hefur tjáð sig í fyrsta skipti eftir að hann féll af hestbaki og stórslasaðist. Var hann í dái í allmarga daga eftir á.

Hinn 29 ára gamli Rico féll af hestbaki þann 28. maí síðastliðinn eins og Vísir hefur greint ítarlega frá. Hann er á batavegi og kominn af gjörgæslu en minnstu munaði að hann hefði látið lífið.

Markvörðurinn hefur nú tjáð sig í fyrsta skipti síðan slysið varð. Það gerði hann í gegnum Instagram-síðu sína.

„Ég vinn hart að endurhæfingu minni, finn að ég verð betri með hverjum deginum. Ég vil þakka hverju einasta ykkar sem hafið sent eða sýnt mér ástúð og væntumþykju á þessum erfiðu dögum.“

„Ég er mjög lánsamur. Þakka ykkur öllum og vonandi sjáum við sem fyrst,“ sagði Rico að endingu.

Óvíst er hvort markvörðurinn geti snúið aftur á völlinn en hann missti 20 kíló meðan hann var í dái eða 30 prósent af vöðvamassa sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×