„Hann leikur þetta bara og fær vítið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 14:01 Daníel Dejan Djuric náði í víti gegn Keflavík í gær. Vísir/Vilhelm Keflavík og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli í Bestu deildinni í knattspyrnu í gær. Fyrsta mark Víkinga kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Danijel Dejan Djuric lét sig falla í teig Keflvíkinga. Leikur Keflavíkur og Víkinga í gær var frábær skemmtun. Liðin voru á sitthvorum enda töflunnar fyrir leikinn, Víkingar efstir en Keflvíkingar neðstir en það voru þó heimamenn sem voru grátlega nálægt því að næla í stigin þrjú í gær því Víkingar jöfnuðu metin í uppbótartíma. Að leik loknum var mikið rætt um atvik sem leiddi til fyrsta marks Víkinga. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkinga, fékk þá boltann í teignum og féll með tilþrifum þegar Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, varnarmaður Keflavíkur, gerði tilraun til að verjast. Helgi Mikael Jónasson dómari dæmdi á vítapunktinn en Keflvíkingar voru afskaplega ósáttir við dóminn enda virðist það nokkuð augljóst að Danijel Djuric lætur sig falla án þess að nokkur snerting verði. Atvikið var rætt í Bestu tilþrifunum í gærkvöldi og þeir Kjartan Atli Kjartansson og Sigurbjörn Hreiðarsson voru á því að um leikaraskap væri að ræða. „Þetta er aldrei víti, Gulli fer ekki í hann þarna,“ sagði Sigurbjörn en Gunnlaugur Fannar var afskaplega ósáttur við Danijel og fékk gult spjald eftir að hafa látið hann heyra það í kjölfar dómsins. „Hann leikur þetta bara og fær vítið. Helgi fellur í þessa gryfju,“ bætti Sigurbjörn við. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla og Sigurbjörns má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu tilþrifin - Umræða um vítaspyrnudóm Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Leikur Keflavíkur og Víkinga í gær var frábær skemmtun. Liðin voru á sitthvorum enda töflunnar fyrir leikinn, Víkingar efstir en Keflvíkingar neðstir en það voru þó heimamenn sem voru grátlega nálægt því að næla í stigin þrjú í gær því Víkingar jöfnuðu metin í uppbótartíma. Að leik loknum var mikið rætt um atvik sem leiddi til fyrsta marks Víkinga. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkinga, fékk þá boltann í teignum og féll með tilþrifum þegar Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, varnarmaður Keflavíkur, gerði tilraun til að verjast. Helgi Mikael Jónasson dómari dæmdi á vítapunktinn en Keflvíkingar voru afskaplega ósáttir við dóminn enda virðist það nokkuð augljóst að Danijel Djuric lætur sig falla án þess að nokkur snerting verði. Atvikið var rætt í Bestu tilþrifunum í gærkvöldi og þeir Kjartan Atli Kjartansson og Sigurbjörn Hreiðarsson voru á því að um leikaraskap væri að ræða. „Þetta er aldrei víti, Gulli fer ekki í hann þarna,“ sagði Sigurbjörn en Gunnlaugur Fannar var afskaplega ósáttur við Danijel og fékk gult spjald eftir að hafa látið hann heyra það í kjölfar dómsins. „Hann leikur þetta bara og fær vítið. Helgi fellur í þessa gryfju,“ bætti Sigurbjörn við. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla og Sigurbjörns má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu tilþrifin - Umræða um vítaspyrnudóm
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira