Kvikan það grunnt að ekki er hægt að styðjast lengur við GPS-gögn Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2023 16:57 Kvikan hefur ekki enn leitað upp á yfirborðið. Vísir/Vilhelm Lítið sem ekkert er að frétta af stöðu kvikunnar á Reykjanesi frá því í hádeginu í dag og staðan nokkuð óbreytt. Þá hefur skjálftavirknin á svæðinu verið með mjög svipuðu móti. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Áfram sé miðað við að það geti ýmist tekið kvikuna klukkustundir eða daga að komast upp á yfirborðið. Áður var greint frá því að nýjustu GPS-gögn bendi til þess að kvikan sé á um kílómetra dýpi og jafnvel grynnra en það. Liggur hún nú það grunnt undir yfirborðinu að ekki er lengur hægt að styðjast við GPS-gögn til að átta sig á stöðunni. „Landsigið er að hægja á sér næst kvikuinnskotinu og við metum sem svo að kvikan er komin það nálægt yfirborði að GPS-stöðin, sem stendur þarna næst um einn til tvo kílómetra frá, að áhrifasvæðið nær ekki til hennar,“ bætir Lovísa við. Langt í næstu gervihnattarmyndir Sérfræðingar styðjast einnig við InSAR gervihnattarmyndir af Reykjanesskaga til að greina stöðu landsigsins en ekki er von á slíkum myndum næst fyrr en eftir tæpa viku þegar gervihnötturinn er aftur á sporbaug yfir Íslandi. Rúmir 1.100 jarðskjálftar hafa mælst í kringum kvikuinnskotið frá Fagradalsfjalli og út fyrir Keili frá því um miðnætti og mældist sá stærsti sem var 3,5 að stærð klukkan 11:30. Hægt hefur á jarðhræringum á svæðinu að undanförnu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að breytingarnar væru ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Hægt er að fylgjast með svæðinu með vefmyndavél Vísis. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50 Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
„Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Áfram sé miðað við að það geti ýmist tekið kvikuna klukkustundir eða daga að komast upp á yfirborðið. Áður var greint frá því að nýjustu GPS-gögn bendi til þess að kvikan sé á um kílómetra dýpi og jafnvel grynnra en það. Liggur hún nú það grunnt undir yfirborðinu að ekki er lengur hægt að styðjast við GPS-gögn til að átta sig á stöðunni. „Landsigið er að hægja á sér næst kvikuinnskotinu og við metum sem svo að kvikan er komin það nálægt yfirborði að GPS-stöðin, sem stendur þarna næst um einn til tvo kílómetra frá, að áhrifasvæðið nær ekki til hennar,“ bætir Lovísa við. Langt í næstu gervihnattarmyndir Sérfræðingar styðjast einnig við InSAR gervihnattarmyndir af Reykjanesskaga til að greina stöðu landsigsins en ekki er von á slíkum myndum næst fyrr en eftir tæpa viku þegar gervihnötturinn er aftur á sporbaug yfir Íslandi. Rúmir 1.100 jarðskjálftar hafa mælst í kringum kvikuinnskotið frá Fagradalsfjalli og út fyrir Keili frá því um miðnætti og mældist sá stærsti sem var 3,5 að stærð klukkan 11:30. Hægt hefur á jarðhræringum á svæðinu að undanförnu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að breytingarnar væru ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Hægt er að fylgjast með svæðinu með vefmyndavél Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50 Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50
Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37