Kvikan það grunnt að ekki er hægt að styðjast lengur við GPS-gögn Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2023 16:57 Kvikan hefur ekki enn leitað upp á yfirborðið. Vísir/Vilhelm Lítið sem ekkert er að frétta af stöðu kvikunnar á Reykjanesi frá því í hádeginu í dag og staðan nokkuð óbreytt. Þá hefur skjálftavirknin á svæðinu verið með mjög svipuðu móti. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Áfram sé miðað við að það geti ýmist tekið kvikuna klukkustundir eða daga að komast upp á yfirborðið. Áður var greint frá því að nýjustu GPS-gögn bendi til þess að kvikan sé á um kílómetra dýpi og jafnvel grynnra en það. Liggur hún nú það grunnt undir yfirborðinu að ekki er lengur hægt að styðjast við GPS-gögn til að átta sig á stöðunni. „Landsigið er að hægja á sér næst kvikuinnskotinu og við metum sem svo að kvikan er komin það nálægt yfirborði að GPS-stöðin, sem stendur þarna næst um einn til tvo kílómetra frá, að áhrifasvæðið nær ekki til hennar,“ bætir Lovísa við. Langt í næstu gervihnattarmyndir Sérfræðingar styðjast einnig við InSAR gervihnattarmyndir af Reykjanesskaga til að greina stöðu landsigsins en ekki er von á slíkum myndum næst fyrr en eftir tæpa viku þegar gervihnötturinn er aftur á sporbaug yfir Íslandi. Rúmir 1.100 jarðskjálftar hafa mælst í kringum kvikuinnskotið frá Fagradalsfjalli og út fyrir Keili frá því um miðnætti og mældist sá stærsti sem var 3,5 að stærð klukkan 11:30. Hægt hefur á jarðhræringum á svæðinu að undanförnu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að breytingarnar væru ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Hægt er að fylgjast með svæðinu með vefmyndavél Vísis. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50 Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
„Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Áfram sé miðað við að það geti ýmist tekið kvikuna klukkustundir eða daga að komast upp á yfirborðið. Áður var greint frá því að nýjustu GPS-gögn bendi til þess að kvikan sé á um kílómetra dýpi og jafnvel grynnra en það. Liggur hún nú það grunnt undir yfirborðinu að ekki er lengur hægt að styðjast við GPS-gögn til að átta sig á stöðunni. „Landsigið er að hægja á sér næst kvikuinnskotinu og við metum sem svo að kvikan er komin það nálægt yfirborði að GPS-stöðin, sem stendur þarna næst um einn til tvo kílómetra frá, að áhrifasvæðið nær ekki til hennar,“ bætir Lovísa við. Langt í næstu gervihnattarmyndir Sérfræðingar styðjast einnig við InSAR gervihnattarmyndir af Reykjanesskaga til að greina stöðu landsigsins en ekki er von á slíkum myndum næst fyrr en eftir tæpa viku þegar gervihnötturinn er aftur á sporbaug yfir Íslandi. Rúmir 1.100 jarðskjálftar hafa mælst í kringum kvikuinnskotið frá Fagradalsfjalli og út fyrir Keili frá því um miðnætti og mældist sá stærsti sem var 3,5 að stærð klukkan 11:30. Hægt hefur á jarðhræringum á svæðinu að undanförnu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að breytingarnar væru ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Hægt er að fylgjast með svæðinu með vefmyndavél Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50 Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50
Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37