Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2023 17:08 Valskonur unnu öruggan sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Þrátt fyrir nokkuð rólegar upphafsmínútur varð þó snemma ljóst í hvað stefndi. Valskonur fengu eitt færi á upphafsmínútunum þegar Haley Berg lét vaða fyrir utan teig og boltinn small í þverslánni. Haley var þó ekki mjög lengi að stilla miðið því hún kom gestunum yfir á 18. mínútu þegar boltinn datt fyrir hana inni í D-boganum, hún lét vaða og boltinn söng í nærhorninu, staðan orðin 1-0, Val í vil. Gestirnir voru svo ekki lengi að tvöfalda forystuna. Aðeins rúmum tveimur mínútum síðar gerðist Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir sek um slæm mistök í vörn Selfyssinga þegar hún ætlaði að koma boltanum upp völlinn, en hitti hann illa og setti boltann beint inn í hlaupaleið Bryndísar Örnu Níelsdóttur sem kláraði virkilega vel. Eftir það róaðist leikurinn heldur og Valskonur sigldu inn í hálfleikinn með tveggja marka forskot. Gestirnir virtust svo nokkuð sáttir með sinn hlut í upphafi síðari hálfleiks og ljóst að liðið ætlaði sér líklega bara að sigla heim þægilegum sigri. Selfyssingar reyndu að færa sig framar á völlinn til að reyna að koma inn hinu mikilvæga þriðja marki, en komust lítið áleiðis. Það var svo eftir að rétt tæplega stundarfjórðungur af síðari hálfleikur var liðinn að dró til tíðinda. Ásdís Karen Halldórsdóttir komst þá í hörkufæri, en þrumaði boltanum í þverslána. Boltinn hrökk þá út í teig þar sem Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ætlaði að hreinsa frá, en Ísabella Sara Tryggvadóttir komst fyrst í boltann og Áslaug sópaði undan henni löppunum, vítaspyrna dæmd. Bryndís Arna Níelsdóttir steig á punktinn og lúðraði boltanum upp í þaknetið. Algjörlega óverjandi og staðan orðin 3-0, Valskonum í vil. Eftir það var í raun lítið að frétta. Valskonur voru sáttar við sitt og hleyptu Selfyssingum lítið í færi. Heimakonur náðu þó að skapa sér nokkur hálffæri, en virtust aldrei líklegar til að ógna forskoti gestanna. Niðurstaðan varð því 3-0 sigur Vals sem jafnar Breiðablik að stigum á toppi deildarinnar, en Selfyssingar sitja enn á botninum með aðeins sjö stig. Af hverju vann Valur? Valskonur voru einfaldlega mun betri aðilinn í leik dagsins og áttu sigurinn skilið. Gestirnir frá Hlíðarenda sköpuðu sér nóg af marktækifærum og sáu til þess að heimakonur varla sáu gagnstætt mark. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna Níelsdóttir var að öðrum leikmönnum ólöstuðum besti leikmaður vallarins. Hún skoraði tvö og lagði líklega upp það þriðja fyrir Haley Berg. Sjálf átti Haley Berg góðan leik og Ásdís Karen Halldórsdóttir var oft og tíðum mjög hættuleg fram á við, en var í raun óheppin að koma boltanum aldrei yfir marklínuna. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk afar illa að finna leiðir fram hjá vörn gestanna og sköpuðu sér nánast engin færi í dag. Raunar gekk Selfyssingum illa að koma boltanum af sínum vallarhelmingi í dag og ógnuðu marki gestanna lítið sem ekkert. Hvað gerist næst? Nú tekur við tæplega þriggja vikna pása frá deildinni vegna landsliðsverkefna A-landsliðs og U19 ára landsliðs kvenna. Bæði lið mæta svo aftur til leiks í Bestu-deildinni þann 29. júlí næstkomandi þegar Valur sækir ÍBV heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Pétur: Það koma styrkingar í Val Pétur Pétursson var eðlilega sáttur í leikslok.Vísir/Diego „Við skorum þarna tvö góð mörk með stuttu millibili í fyrri hálfleik og lokum leiknum nánast í fyrri hálfleik. Við klárum þetta svo endanlega með marki í seinni hálfleik og mér fannst þetta bara mjög vel gert hjá okkur á erfiðum útivelli,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, að leik loknum. Hann segir að þrátt fyrir að það hafi verið mikilvægt að fá þriðja markið í dag til að endanlega klára leikinn hafi varnarleikur liðsins einnig átt stóran þátt í því. „Það var svo sem gott, en mér fannst líka varnarleikurinn í liðinu vera bara mjög góður í dag. Ég held að þær hafi ekki átt neitt tækifæri í leiknum. Þannig að varnarleikurinn var mjög góður á öllum vellinum.“ Með sigrinum jöfnuðu Valskonur Breiðablik að stigum á toppi deildarinnar og Pétur segir að pásan og leikmannaglugginn verði nýttur til að styrkja liðið fyrir komandi titilbaráttu. „Það koma styrkingar í Val. Þetta eru mikil áföll sem við erum búin að ganga í gegnum síðan í mars. Þannig að það koma ábyggilega nokkrir leikmenn.“ Áður hefur verið greint frá því að þær séu á leið til Vals, en Pétur vildi lítið gefa upp um frekari styrkingar. „Uu, nei,“ sagði Pétur léttur. „Berglind [Rós Ágústsdóttir] er komin og Anna Björk [Kristjánsdóttir] er komin. Svo sjáum við til hvort það komi fleiri.“ Þrátt fyrir þessar, og mögulega fleiri, styrkingar er Valsliðið með langmarkahæsta leikmann deildarinnar í sínum röðum. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvö marka Vals í dag og er þar með komin með 11 mörk í 12 leikjum á tímabilinu. „Bryndís er bara markaskorari af guðs náð. Ef hún fær boltann inni í teig þá skorar hún. Málið er bara ap koma boltanum á rétta staði til hennar til að hún skori og þá gerir hún það,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss Valur
Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Þrátt fyrir nokkuð rólegar upphafsmínútur varð þó snemma ljóst í hvað stefndi. Valskonur fengu eitt færi á upphafsmínútunum þegar Haley Berg lét vaða fyrir utan teig og boltinn small í þverslánni. Haley var þó ekki mjög lengi að stilla miðið því hún kom gestunum yfir á 18. mínútu þegar boltinn datt fyrir hana inni í D-boganum, hún lét vaða og boltinn söng í nærhorninu, staðan orðin 1-0, Val í vil. Gestirnir voru svo ekki lengi að tvöfalda forystuna. Aðeins rúmum tveimur mínútum síðar gerðist Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir sek um slæm mistök í vörn Selfyssinga þegar hún ætlaði að koma boltanum upp völlinn, en hitti hann illa og setti boltann beint inn í hlaupaleið Bryndísar Örnu Níelsdóttur sem kláraði virkilega vel. Eftir það róaðist leikurinn heldur og Valskonur sigldu inn í hálfleikinn með tveggja marka forskot. Gestirnir virtust svo nokkuð sáttir með sinn hlut í upphafi síðari hálfleiks og ljóst að liðið ætlaði sér líklega bara að sigla heim þægilegum sigri. Selfyssingar reyndu að færa sig framar á völlinn til að reyna að koma inn hinu mikilvæga þriðja marki, en komust lítið áleiðis. Það var svo eftir að rétt tæplega stundarfjórðungur af síðari hálfleikur var liðinn að dró til tíðinda. Ásdís Karen Halldórsdóttir komst þá í hörkufæri, en þrumaði boltanum í þverslána. Boltinn hrökk þá út í teig þar sem Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ætlaði að hreinsa frá, en Ísabella Sara Tryggvadóttir komst fyrst í boltann og Áslaug sópaði undan henni löppunum, vítaspyrna dæmd. Bryndís Arna Níelsdóttir steig á punktinn og lúðraði boltanum upp í þaknetið. Algjörlega óverjandi og staðan orðin 3-0, Valskonum í vil. Eftir það var í raun lítið að frétta. Valskonur voru sáttar við sitt og hleyptu Selfyssingum lítið í færi. Heimakonur náðu þó að skapa sér nokkur hálffæri, en virtust aldrei líklegar til að ógna forskoti gestanna. Niðurstaðan varð því 3-0 sigur Vals sem jafnar Breiðablik að stigum á toppi deildarinnar, en Selfyssingar sitja enn á botninum með aðeins sjö stig. Af hverju vann Valur? Valskonur voru einfaldlega mun betri aðilinn í leik dagsins og áttu sigurinn skilið. Gestirnir frá Hlíðarenda sköpuðu sér nóg af marktækifærum og sáu til þess að heimakonur varla sáu gagnstætt mark. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna Níelsdóttir var að öðrum leikmönnum ólöstuðum besti leikmaður vallarins. Hún skoraði tvö og lagði líklega upp það þriðja fyrir Haley Berg. Sjálf átti Haley Berg góðan leik og Ásdís Karen Halldórsdóttir var oft og tíðum mjög hættuleg fram á við, en var í raun óheppin að koma boltanum aldrei yfir marklínuna. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk afar illa að finna leiðir fram hjá vörn gestanna og sköpuðu sér nánast engin færi í dag. Raunar gekk Selfyssingum illa að koma boltanum af sínum vallarhelmingi í dag og ógnuðu marki gestanna lítið sem ekkert. Hvað gerist næst? Nú tekur við tæplega þriggja vikna pása frá deildinni vegna landsliðsverkefna A-landsliðs og U19 ára landsliðs kvenna. Bæði lið mæta svo aftur til leiks í Bestu-deildinni þann 29. júlí næstkomandi þegar Valur sækir ÍBV heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Pétur: Það koma styrkingar í Val Pétur Pétursson var eðlilega sáttur í leikslok.Vísir/Diego „Við skorum þarna tvö góð mörk með stuttu millibili í fyrri hálfleik og lokum leiknum nánast í fyrri hálfleik. Við klárum þetta svo endanlega með marki í seinni hálfleik og mér fannst þetta bara mjög vel gert hjá okkur á erfiðum útivelli,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, að leik loknum. Hann segir að þrátt fyrir að það hafi verið mikilvægt að fá þriðja markið í dag til að endanlega klára leikinn hafi varnarleikur liðsins einnig átt stóran þátt í því. „Það var svo sem gott, en mér fannst líka varnarleikurinn í liðinu vera bara mjög góður í dag. Ég held að þær hafi ekki átt neitt tækifæri í leiknum. Þannig að varnarleikurinn var mjög góður á öllum vellinum.“ Með sigrinum jöfnuðu Valskonur Breiðablik að stigum á toppi deildarinnar og Pétur segir að pásan og leikmannaglugginn verði nýttur til að styrkja liðið fyrir komandi titilbaráttu. „Það koma styrkingar í Val. Þetta eru mikil áföll sem við erum búin að ganga í gegnum síðan í mars. Þannig að það koma ábyggilega nokkrir leikmenn.“ Áður hefur verið greint frá því að þær séu á leið til Vals, en Pétur vildi lítið gefa upp um frekari styrkingar. „Uu, nei,“ sagði Pétur léttur. „Berglind [Rós Ágústsdóttir] er komin og Anna Björk [Kristjánsdóttir] er komin. Svo sjáum við til hvort það komi fleiri.“ Þrátt fyrir þessar, og mögulega fleiri, styrkingar er Valsliðið með langmarkahæsta leikmann deildarinnar í sínum röðum. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvö marka Vals í dag og er þar með komin með 11 mörk í 12 leikjum á tímabilinu. „Bryndís er bara markaskorari af guðs náð. Ef hún fær boltann inni í teig þá skorar hún. Málið er bara ap koma boltanum á rétta staði til hennar til að hún skori og þá gerir hún það,“ sagði Pétur að lokum.