Golf

Dæmd úr leik fyrir að nota fjarlægðarmæli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Natthakritta Vongtaveelap frá Taílandi náði aðeins að spila fimm holur á sínu fyrsta Opna bandaríska meistaramóti.
Natthakritta Vongtaveelap frá Taílandi náði aðeins að spila fimm holur á sínu fyrsta Opna bandaríska meistaramóti. getty/Harry How

Kylfingur var dæmdur úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi af ansi sérstakri ástæðu.

Natthakritta Vongtaveelap, tvítugur nýliði á LPGA-mótaröðinni, var aðeins búin að spila fimm holur á Opna bandaríska þegar hún var dæmd úr leik.

Ástæðan fyrir útilokuninni var að kylfusveinn Vongtaveelaps notaði fjarlægðarmæli. Fyrst fékk Vongtaveelap viðvörun og svo var hún dæmd úr leik.

Frá 2021 hefur mátt nota fjarlægðarmæla á LPGA-mótaröðinni en það er bannað á Opna bandaríska. Því var Vongtaveelap dæmd úr leik í frumraun sinni á Opna bandaríska.

Vongtaveelap lék fyrstu fimm holurnar á Opna bandaríska á pari áður en hún var dæmd úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×