Innlent

Hopp komið í Mosó

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopps Reykjavíkur, er skiljanlega spennt fyrir komu rafskútanna í Mosfellsbæ. Nú er aðeins Kjalarnesið undanskilið Hopp-svæðinu en það er líka nokkuð fámennt.
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopps Reykjavíkur, er skiljanlega spennt fyrir komu rafskútanna í Mosfellsbæ. Nú er aðeins Kjalarnesið undanskilið Hopp-svæðinu en það er líka nokkuð fámennt. Vilhelm

Rafskútuleigan Hopp og Mosfellsbær undirrituðu í gær samkomulag um að Hopp hefji leigu á skútum í bænum. Þar með geta Mosfellingar loksins nýtt sér þjónustu leigunnar.

Rúv greindi fyrst frá komu Hopps í Mosfellsbæ. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar fór fyrstu ferðina.

Regína Ástvaldsdóttir fór fyrstu Hopp-ferðina í Mosfellsbæ.Hopp

Um er að ræða tveggja mánaða tilraunaverkefni yfir sumartímann, til að kanna umgengni og notkun, sem verður endurskoðað í haust.

Sömuleiðis er hægt að komast um á Hopphjóli um nánast allt höfuðborgarsvæðið en aðeins Kjalarnesið er nú undanskilið yfirráðasvæði Hoppsins.

„Við opnuðum í gær, þegar við teygðum þjónustusvæðið okkar og fórum með skútur,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopps Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu Rúv. 

Þá sagði hún að nú væri hægt að taka rafskútu alla leið úr miðborginni til Mosfellsbæjar.


Tengdar fréttir

Hopp leitar eftir fjár­mögnun til að stækka úr 50 mörkuðum í 500

Hopp stefnir á að afla átta milljóna Bandaríkjadala í fjármögnun, jafnvirði ríflega milljarðs króna. Fundir með fjárfestum munu hefjast eftir um mánuð. Nýta á fjármunina til að stækka fyrirtækið sem nú starfar á um það bil 50 mörkuðum og á að sækja fram á 500 markaði. Fjármögnuninni verður því að mestu varið í sölu- og markaðsstarf en einnig í vöruþróun, að sögn framkvæmdastjóra Hopps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×