Ísland í riðli með Frökkum og spilað í Stavanger Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 13:30 Íslenska landsliðið er á leið á HM í annað sinn, í lok þessa árs. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í handbolta dróst í riðil með Frakklandi, Slóveníu og Angóla, þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið í dag. HM fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Frakkar eru langsterkasta liðið í riðli Íslands en liðið er ríkjandi ólympíumeistari, silfurlið síðasta HM og varð í 4. sæti á EM í fyrra. Slóvenar urðu í 8. sæti á EM í fyrra og í 17. sæti á HM fyrir tveimur árum. Angóla er margfaldur Afríkumeistari og hefur átt fast sæti á HM en varð í 25. sæti á mótinu fyrir tveimur árum. Dregið var í Gautaborg í dag. Ísland er á meðal þeirra 32 þjóða sem spila á HM eftir að IHF tilkynnti á mánudag að Ísland og Austurríki hefðu fengið boðssætin tvö sem sambandið sér um að úthluta. Spila á sama stað og meistarar Þóris og gætu mætt þeim Riðill Íslands verður spilaður í Stavanger í Noregi. Ef Ísland verður í hópi þeirra þriggja liða sem komast upp úr D-riðli fer liðið í milliriðil með þremur liðum úr C-riðli, og verður milliriðillinn spilaður í Þrándheimi. Þar bíða ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sem spila á heimavelli í Stavanger í C-riðli með Suður-Kóreu, Grænlandi og Austurríki. A-riðill í Gautaborg Svíþjóð Króatía Kína Senegal B-riðill í Helsingborg Svartfjallaland Ungverjaland Kamerún Paragvæ C-riðill í Stavanger Noregur Suður-Kórea Grænland Austurríki D-riðill í Stavanger Frakkland Slóvenía Angóla Ísland E-riðill í Herning Danmörk Rúmenía Serbía Síle F-riðill í Herning Þýskaland Pólland Japan Íran G-riðill í Fredrikshavn Brasilía Spánn Úkraína Kasakstan H-riðill í Fredrikshavn Holland Tékkland Argentína Kongó Þetta verður í annað sinn sem Ísland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu árið 2011. Leikstaðirnir á HM eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger og Þrándheimur í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Eins og fyrr segir taka 32 þjóðir þátt á HM og verður spilað í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman, og verða milliriðlarnir því fjórir með samtals sex liðum í hverjum riðli. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Liðin sem komast í 8-liða úrslit eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári, því liðið sem verður heimsmeistari kemst beint þangað og liðin í 2.-7. sæti fá öruggt sæti í ólympíuumspilinu. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Frakkar eru langsterkasta liðið í riðli Íslands en liðið er ríkjandi ólympíumeistari, silfurlið síðasta HM og varð í 4. sæti á EM í fyrra. Slóvenar urðu í 8. sæti á EM í fyrra og í 17. sæti á HM fyrir tveimur árum. Angóla er margfaldur Afríkumeistari og hefur átt fast sæti á HM en varð í 25. sæti á mótinu fyrir tveimur árum. Dregið var í Gautaborg í dag. Ísland er á meðal þeirra 32 þjóða sem spila á HM eftir að IHF tilkynnti á mánudag að Ísland og Austurríki hefðu fengið boðssætin tvö sem sambandið sér um að úthluta. Spila á sama stað og meistarar Þóris og gætu mætt þeim Riðill Íslands verður spilaður í Stavanger í Noregi. Ef Ísland verður í hópi þeirra þriggja liða sem komast upp úr D-riðli fer liðið í milliriðil með þremur liðum úr C-riðli, og verður milliriðillinn spilaður í Þrándheimi. Þar bíða ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sem spila á heimavelli í Stavanger í C-riðli með Suður-Kóreu, Grænlandi og Austurríki. A-riðill í Gautaborg Svíþjóð Króatía Kína Senegal B-riðill í Helsingborg Svartfjallaland Ungverjaland Kamerún Paragvæ C-riðill í Stavanger Noregur Suður-Kórea Grænland Austurríki D-riðill í Stavanger Frakkland Slóvenía Angóla Ísland E-riðill í Herning Danmörk Rúmenía Serbía Síle F-riðill í Herning Þýskaland Pólland Japan Íran G-riðill í Fredrikshavn Brasilía Spánn Úkraína Kasakstan H-riðill í Fredrikshavn Holland Tékkland Argentína Kongó Þetta verður í annað sinn sem Ísland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu árið 2011. Leikstaðirnir á HM eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger og Þrándheimur í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Eins og fyrr segir taka 32 þjóðir þátt á HM og verður spilað í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman, og verða milliriðlarnir því fjórir með samtals sex liðum í hverjum riðli. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Liðin sem komast í 8-liða úrslit eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári, því liðið sem verður heimsmeistari kemst beint þangað og liðin í 2.-7. sæti fá öruggt sæti í ólympíuumspilinu.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira