Erlent

Níu bornir til grafar í Jenin eftir inn­rás Ísraels­manna

Heimir Már Pétursson skrifar
Ísraelsmenn segjast hafa handtekið yfir hundrað hryðjuverkamenn og haldlagt búnað þeirra.
Ísraelsmenn segjast hafa handtekið yfir hundrað hryðjuverkamenn og haldlagt búnað þeirra. AP

Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag.

Tólf Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður féllu í átökunum, en átta manns voru bornir til grafar í einni útförinni og sautján ára unglingur í annarri.

Ísraelar drógu á bilinu eitt til tvö þúsund hermenn til baka frá svæðinu í dag, en innrásin í flóttamannabúðirnar hófst aðfararnótt mánudags. Rúmlega hundrað manns særðust og um þrjú þúsund manns flúðu en fólk er nú byrjað að snúa til baka.

Ísraelsmenn segjast hafa handtekið yfir hundrað hryðjuverkamenn og haldlagt búnað þeirra.

Yoav Galanti dómsmálaráðherra Ísraels segir þá sem ráðist á Ísrael fá að finna fyrir þunga Ísraelshers.

„Við höfðum til allra um að halda friðinn og hlúa að samvinnu. Á hinn bóginn munu þeir sem reyna að skaða börn og borgara Ísraels mæta járnhnefa og styrk Ísraelshers og öryggiskerfis landsins. Þeir sömu munu sæta ábyrgð fyrir gerðir sínar,“ sagði dómsmálaráðherra.

Tólf Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður féllu í átökunum, en átta manns voru bornir til grafar í einni útförinni og sautján ára unglingur í annarri.AP

Tengdar fréttir

Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv

Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir.

Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár

Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×