Veiðitímabilið óhreyft þrátt fyrir tilmæli fagráðs Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júlí 2023 21:02 Tilmælum fagráðs um velferð dýra frá árinu 2019 hefur ekki verið fylgt undanfarin ár og verður ekki fylgt í ár. Vísir/Vilhelm Hreindýraveiðitímabilið verður óbreytt í ár að sögn Bjarna Jónassonar teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun. Fagráð um velferð dýra vill seinka tímabilinu vegna velferðar hreindýrskálfa. Tarfaveiðar hreindýra hefjast 15. júlí og kúaveiðar 1. ágúst eins og undanfarin ár. Tarfaveiðum lýkur 15. september og kúaveiðum 20. september. Fagráð um velferð dýra beindi þeim tilmælum til Umhverfisstofnunar að seinka veiðunum með tilliti til velferðar hreindýrskálfa árið 2019. Vegna mannlegra mistaka bárust tilmælin ekki fyrr en of seint það árið. Engu að síður hefur veiðinni ekkert verið breytt á árunum eftir það. Ekki heldur í ár. Áhyggjur Fagráðsins beindust einkum af afdrifum hreindýrskálfa felldra kúa, það er hvernig þeim reiddi af um veturinn. Var bent á að veiðitímabilið í Noregi hæfist seinna á árinu. Skýrsla NA ekki talin nóg „Samanburður á meðalvetrar dánartíðini kálfa fyrir og eftir friðun kálfa bendir ekki til að hærra hlutfall móðurlausra kálfa auki vetrardánartíðni kálfa almennt. Með styttingu veiðitíma og þá samþjöppun á veiðunum gæti veiðiálag á hjarðir aukist sem gæti haft slæm áhrif á dýrin,“ segir Bjarni. Vísar hann í skýrslu Náttúrustofu Austurlands, það er frumathugun á vetrarafkomu íslenskra hreinkálfa. Þar segir meðal annars: „Ekkert bendir enn til þess að munaðarlausir kálfar (vegna veiða) geti ekki bjargað sér og lifað flesta vetur. Hætt er þó við að þeir falli frekar en kálfar sem fylgja mæðrum sínum í hörðum árum. Slíkt hefur þó líklega ekki gerst síðustu áratugina að neinu ráði nema mjög staðbundið einu sinni og óþekkt er ef einhverjir, og þá hversu stór hluti, þeirra kálfa sem féllu voru móðurlausir.“ Fagráðið hafði hins vegar vitneskju um þessa skýrslu þegar tilmælin voru gefin út og taldi hana engu breyta um tilmælin eins og sagt var í grein mbl.is á sínum tíma. Það er að í skýrslunni væri dregin sú ályktun að ef stofninn væri ekki að minnka hlyti velferðin að vera nægjanleg. Frekari rannsókna væri þörf. Segir tilmælin virka Umhverfisstofnun hefur hvatt veiðimenn til þess að veiða einungis geldar kýr fyrstu vikur veiðitímabilsins. Aðspurður um hvernig veiðimenn eigi að þekkja geldar kýr frá ógeldum segir Bjarni að öllum sem fari til hreindýraveiða sé skylt að hafa með sér reyndan og sérhæfðan leiðsögumann með gilt leyfi frá Umhverfisstofnun. Hann leiðbeinir veiðimanni með val á dýri eftir að hafa fylgst með hjörðinni og þannig geti menn séð hvort kálfur fylgi kúnni eða ekki. „Tilmælin til veiðimanna um að fella aðeins geldar kýr fyrstu tvær vikurnar hefur skilað árangri þar sem það kemur fram í veiðiskýrslum að hlutfall geldra kúa af þeim sem felldar eru fyrst á veiðitímabilinu hefur aukist,“ segir Bjarni. Dýr Dýraheilbrigði Skotveiði Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Tarfaveiðar hreindýra hefjast 15. júlí og kúaveiðar 1. ágúst eins og undanfarin ár. Tarfaveiðum lýkur 15. september og kúaveiðum 20. september. Fagráð um velferð dýra beindi þeim tilmælum til Umhverfisstofnunar að seinka veiðunum með tilliti til velferðar hreindýrskálfa árið 2019. Vegna mannlegra mistaka bárust tilmælin ekki fyrr en of seint það árið. Engu að síður hefur veiðinni ekkert verið breytt á árunum eftir það. Ekki heldur í ár. Áhyggjur Fagráðsins beindust einkum af afdrifum hreindýrskálfa felldra kúa, það er hvernig þeim reiddi af um veturinn. Var bent á að veiðitímabilið í Noregi hæfist seinna á árinu. Skýrsla NA ekki talin nóg „Samanburður á meðalvetrar dánartíðini kálfa fyrir og eftir friðun kálfa bendir ekki til að hærra hlutfall móðurlausra kálfa auki vetrardánartíðni kálfa almennt. Með styttingu veiðitíma og þá samþjöppun á veiðunum gæti veiðiálag á hjarðir aukist sem gæti haft slæm áhrif á dýrin,“ segir Bjarni. Vísar hann í skýrslu Náttúrustofu Austurlands, það er frumathugun á vetrarafkomu íslenskra hreinkálfa. Þar segir meðal annars: „Ekkert bendir enn til þess að munaðarlausir kálfar (vegna veiða) geti ekki bjargað sér og lifað flesta vetur. Hætt er þó við að þeir falli frekar en kálfar sem fylgja mæðrum sínum í hörðum árum. Slíkt hefur þó líklega ekki gerst síðustu áratugina að neinu ráði nema mjög staðbundið einu sinni og óþekkt er ef einhverjir, og þá hversu stór hluti, þeirra kálfa sem féllu voru móðurlausir.“ Fagráðið hafði hins vegar vitneskju um þessa skýrslu þegar tilmælin voru gefin út og taldi hana engu breyta um tilmælin eins og sagt var í grein mbl.is á sínum tíma. Það er að í skýrslunni væri dregin sú ályktun að ef stofninn væri ekki að minnka hlyti velferðin að vera nægjanleg. Frekari rannsókna væri þörf. Segir tilmælin virka Umhverfisstofnun hefur hvatt veiðimenn til þess að veiða einungis geldar kýr fyrstu vikur veiðitímabilsins. Aðspurður um hvernig veiðimenn eigi að þekkja geldar kýr frá ógeldum segir Bjarni að öllum sem fari til hreindýraveiða sé skylt að hafa með sér reyndan og sérhæfðan leiðsögumann með gilt leyfi frá Umhverfisstofnun. Hann leiðbeinir veiðimanni með val á dýri eftir að hafa fylgst með hjörðinni og þannig geti menn séð hvort kálfur fylgi kúnni eða ekki. „Tilmælin til veiðimanna um að fella aðeins geldar kýr fyrstu tvær vikurnar hefur skilað árangri þar sem það kemur fram í veiðiskýrslum að hlutfall geldra kúa af þeim sem felldar eru fyrst á veiðitímabilinu hefur aukist,“ segir Bjarni.
Dýr Dýraheilbrigði Skotveiði Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira