„Lítil mistök sem drepa okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 17:01 Logi Hrafn Róbertsson og félagar stóðu í ströngu gegn ógnarsterku liði Spánar í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Logi Hrafn Róbertsson segir Ísland enn eiga góða möguleika á að komast upp úr sínum riðli á EM U19-landsliða í fótbolta, eftir 2-1 tap gegn Spáni í fyrsta leiknum á Möltu í gærkvöld. Íslenska liðið mætir næst Noregi á föstudagskvöld en Norðmenn unnu Grikki 5-4 í ótrúlegum leik í gær. Lokaleikurinn í riðlinum er svo við Grikkland næsta mánudag en tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit. „Það er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu. Bara heiður. Við eigum fyllilega skilið að vera mættir hingað og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Logi Hrafn eftir leikinn við Spánverja í gær. „Mér fannst við spila þéttan varnarleik og þegar leið á leikinn fórum við að halda boltanum meira, og skapa fleiri færi. Það eru lítil mistök sem drepa okkur í þessum leik, sem auðvelt er að koma í veg fyrir,“ sagði Logi Hrafn og bætti við: „Við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði. Við þurfum að skerpa eitthvað á því. Fækka litlu mistökunum og nýta færin okkar.“ Ísland var 1-0 undir í hálfleik eftir mark Yarek Gasiorowski á 16. mínútu, og Victor Barberá kom Spáni í 2-0 strax í byrjun seinni hálfleiks. Ágúst Orri Þorsteinsson náði að laga stöðuna með laglegu marki í lokin. Þrátt fyrir tapið er Logi Hrafn bjartsýnn. „Ég met möguleika okkar mjög góða. Það eru tveir erfiðir leikir eftir en ég tel okkur eiga góðan séns á að fara upp úr riðlinum.“ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Íslenska liðið mætir næst Noregi á föstudagskvöld en Norðmenn unnu Grikki 5-4 í ótrúlegum leik í gær. Lokaleikurinn í riðlinum er svo við Grikkland næsta mánudag en tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit. „Það er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu. Bara heiður. Við eigum fyllilega skilið að vera mættir hingað og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Logi Hrafn eftir leikinn við Spánverja í gær. „Mér fannst við spila þéttan varnarleik og þegar leið á leikinn fórum við að halda boltanum meira, og skapa fleiri færi. Það eru lítil mistök sem drepa okkur í þessum leik, sem auðvelt er að koma í veg fyrir,“ sagði Logi Hrafn og bætti við: „Við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði. Við þurfum að skerpa eitthvað á því. Fækka litlu mistökunum og nýta færin okkar.“ Ísland var 1-0 undir í hálfleik eftir mark Yarek Gasiorowski á 16. mínútu, og Victor Barberá kom Spáni í 2-0 strax í byrjun seinni hálfleiks. Ágúst Orri Þorsteinsson náði að laga stöðuna með laglegu marki í lokin. Þrátt fyrir tapið er Logi Hrafn bjartsýnn. „Ég met möguleika okkar mjög góða. Það eru tveir erfiðir leikir eftir en ég tel okkur eiga góðan séns á að fara upp úr riðlinum.“
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira