Anna Björk í landsliðið eftir tveggja ára bið Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 14:46 Anna Björk Kristjánsdóttir hefur beðið lengi eftir sæti í íslenska landsliðinu á nýjan leik. Getty/Mattia Pistoia Anna Björk Kristjánsdóttir, nýjasti liðsmaður Vals, hefur fengið sæti í íslenska landsliðshópnum í fótbolta en hún kemur inn vegna meiðsla Ástu Eirar Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Ísland tekur á móti Finnlandi á Laugardalsvelli 14. júlí klukkan 18 og heldur svo til Austurríkis þar sem liðið spilar við heimakonur 18. júlí. Ásta sleppir þessum leikjum til að vinna úr hnémeiðslum sem hafa plagað hana, að því er Ásmundur Arnarsson þjálfari Blika segir við Fótbolta.net. Anna Björk hefur ekki átt sæti í íslenska landsliðinu í rúm tvö ár, eða frá því í mars 2021 í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Breyting hefur verið gerð á hópi A landsliðs kvenna sem spilar vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki í júlí! Inn: Anna Björk Kristjánsdóttir Út: Ásta Eir Árnadóttir#dottir— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 5, 2023 „Auðvitað hefur það verið svekkjandi. Maður vill alltaf vera í landsliðinu, það er mikið stolt sem fylgir því," sagði Anna Björk við Fótbolta.net í janúar síðastliðnum, þegar hún ræddi um landsliðið. Hún sagði þá ljóst að mikil samkeppni væri varðandi stöðu miðvarða í hópnum: „Ég ræð ekki hvernig hópurinn er þannig að ég geri bara mitt og Steini gerir sitt. Það er mikil samkeppni í minni stöðu og þetta er hausverkur Steina. Maður verður að gera sitt besta þannig að þetta verði að enn meiri hausverk. Ef maður er valin þá er það alltaf mikil viðurkenning. Maður heldur áfram með sitt.“ Anna Björk, sem er 33 ára, var á þessum tíma leikmaður Inter á Ítalíu en hún gekk í raðir Vals á dögunum eftir tveggja ára dvöl á Ítalíu. Áður lék hún einnig í Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð, og með Selfossi hér á landi sumarið 2020, en hún hóf meistaraflokksferilinn með Stjörnunni. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Ísland tekur á móti Finnlandi á Laugardalsvelli 14. júlí klukkan 18 og heldur svo til Austurríkis þar sem liðið spilar við heimakonur 18. júlí. Ásta sleppir þessum leikjum til að vinna úr hnémeiðslum sem hafa plagað hana, að því er Ásmundur Arnarsson þjálfari Blika segir við Fótbolta.net. Anna Björk hefur ekki átt sæti í íslenska landsliðinu í rúm tvö ár, eða frá því í mars 2021 í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Breyting hefur verið gerð á hópi A landsliðs kvenna sem spilar vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki í júlí! Inn: Anna Björk Kristjánsdóttir Út: Ásta Eir Árnadóttir#dottir— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 5, 2023 „Auðvitað hefur það verið svekkjandi. Maður vill alltaf vera í landsliðinu, það er mikið stolt sem fylgir því," sagði Anna Björk við Fótbolta.net í janúar síðastliðnum, þegar hún ræddi um landsliðið. Hún sagði þá ljóst að mikil samkeppni væri varðandi stöðu miðvarða í hópnum: „Ég ræð ekki hvernig hópurinn er þannig að ég geri bara mitt og Steini gerir sitt. Það er mikil samkeppni í minni stöðu og þetta er hausverkur Steina. Maður verður að gera sitt besta þannig að þetta verði að enn meiri hausverk. Ef maður er valin þá er það alltaf mikil viðurkenning. Maður heldur áfram með sitt.“ Anna Björk, sem er 33 ára, var á þessum tíma leikmaður Inter á Ítalíu en hún gekk í raðir Vals á dögunum eftir tveggja ára dvöl á Ítalíu. Áður lék hún einnig í Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð, og með Selfossi hér á landi sumarið 2020, en hún hóf meistaraflokksferilinn með Stjörnunni.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira