Umfjöllun og myndir: Ísland - Spánn 1-2 | Tap í fyrsta leik á EM Andri Már Eggertsson skrifar 4. júlí 2023 21:22 Eggert Aron Guðmundsson í baráttunni við Ilias Akhomach Vísir/Hulda Margrét Íslensku strákarnir í U19 töpuðu gegn Spánverjum 1-2. Spánverjar komust yfir með marki úr hornspyrnu í fyrri hálfleik. Þeir bættu síðan við öðru marki þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik eftir afar klaufalegan varnarleik hjá Íslandi. Ágúst Orri Þorsteinsson minnkaði muninn í uppbótartíma með laglegu skoti. Byrjunarlið Íslands gegn Spáni.Vísir/Hulda Margrét Spánverjarnir byrjuðu leikinn af krafti. Spánverjar settu tóninn strax á upphafsmínútunum og það sást strax að þeir myndu stjórna ferðinni á meðan íslensku strákarnir spiluðu þéttan varnarleik. Fyrsta dauðafærið kom eftir tíu mínútur þar sem Victor Barberá skallaði fyrirgjöf Gonzalo Garcia framhjá. Gonzalo García með skalla Vísir/Hulda Margrét Annað eins af hornspyrnum hefur maður ekki séð í einum og sama hálfleik. Spánverjar fengu níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og það var við hæfi að eina mark fyrri hálfleiks hafi komið upp úr hornspyrnu. Fyrsta mark Spánar kom á 16. mínútu. Ilias Akomach tók hornspyrnuna og fyrirgjöf hans rataði beint á Yarek Gasiorowski sem skallaði boltann í markið. Spánverjar fögnuðu markiVísir/Hulda Margrét Það var ekki fyrr en eftir tæplega tuttugu og þrjár mínútur sem Ísland ógnaði marki Spánar. Eggert Aron Guðmundsson bjó þá til færi upp á sitt eins dæmi. Eggert komst í góða stöðu rétt fyrir utan teig en skot hans í varnarmann. Eggert var síðan aftur á ferðinni þegar boltinn rataði til hans fyrir utan teig eftir hornspyrnu en skot Eggerts yfir markið. Arnar Númi Gíslason í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Miðað við gang leiksins fóru íslensku strákarnir nokkuð sáttir inn í hálfleikinn aðeins einu marki undir. Þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik bættu Spánverjar við öðru marki. Varnarleikur Íslands var afar klaufalegur þar sem Arnar Daníel Aðalsteinsson sem var nýkominn inn á sem varamaður tapaði boltanum í öftustu línu sem varð til þess að Victor Barberá komst einn í gegn en Logi Hrafn reyndi að bjarga en gerði Barberá aðeins auðveldara fyrir og hann endaði á að renna boltanum í markið. Spánverjarnir voru ánægðir með mörkinVísir/Hulda Margrét Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Íslands, hristi upp í hlutunum á 58. mínútu þar sem hann gerði þrefalda breytingu. Skiptingarnar hleyptu lífi í íslenska liðið sem færði sig ofar á völlinn og hélt betur í boltann. Þrefalda breyting Ólafs Inga heppnaðist vel Vísir/Hulda Margrét Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði fyrsta mark Íslands í sögunni í lokakeppni EM U19. Markið kom í uppbótartíma þar sem sending Róberts Frosta Þorkelssonar fór í varnarmann og beint á Ágúst sem lét vaða á markið og Bruno Iribarne, markmaður Spánar, kom engum vörnum við. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Spánn vann 1-2 sigur. Fyrirliðinn, Ilias Akhomach, var líflegur í kvöldVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Spánn? Spánn er eitt besta liðið á mótinu og Spánverjarnir sýndu mikil gæði í kvöld. Spánn stýrði leiknum og leikurinn fór mikið fram á vallarhelmingi Íslands. Mörk Spánar komu eftir hornspyrnu og klaufagang í varnarleik Íslands. Tvö mörk sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Eggert Aron Guðmundsson var líflegasti maður Íslands. Þau fáu færi sem Ísland fékk komu í gegnum Eggert. Ilias Akhomach, fyrirliði Spánar, var besti maður vallarins. Akhomach var allt í öllu og skapaði þó nokkur færi. Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu frá honum. Akhomach tók flest föst leikatriði Spánar og það var því nóg að gera hjá honum. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að Spánverjar héldu töluvert betur í boltann og sköpuðu fleiri færi þá var ansi svekkjandi að sjá mörkin sem þeir skoruðu. Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu og það síðara eftir að Arnar Daníel missti boltann klaufalega úr öftustu línu. Undri lokin fékk Bjarni Guðjón Brynjólfsson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Bjarni Guðjón verður því í leikbanni þegar Ísland mætir Noregi á föstudaginn. Hvað gerist næst? Næsti leikur Íslands er á föstudaginn gegn Noregi klukkan 19:00. Landslið karla í fótbolta
Íslensku strákarnir í U19 töpuðu gegn Spánverjum 1-2. Spánverjar komust yfir með marki úr hornspyrnu í fyrri hálfleik. Þeir bættu síðan við öðru marki þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik eftir afar klaufalegan varnarleik hjá Íslandi. Ágúst Orri Þorsteinsson minnkaði muninn í uppbótartíma með laglegu skoti. Byrjunarlið Íslands gegn Spáni.Vísir/Hulda Margrét Spánverjarnir byrjuðu leikinn af krafti. Spánverjar settu tóninn strax á upphafsmínútunum og það sást strax að þeir myndu stjórna ferðinni á meðan íslensku strákarnir spiluðu þéttan varnarleik. Fyrsta dauðafærið kom eftir tíu mínútur þar sem Victor Barberá skallaði fyrirgjöf Gonzalo Garcia framhjá. Gonzalo García með skalla Vísir/Hulda Margrét Annað eins af hornspyrnum hefur maður ekki séð í einum og sama hálfleik. Spánverjar fengu níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og það var við hæfi að eina mark fyrri hálfleiks hafi komið upp úr hornspyrnu. Fyrsta mark Spánar kom á 16. mínútu. Ilias Akomach tók hornspyrnuna og fyrirgjöf hans rataði beint á Yarek Gasiorowski sem skallaði boltann í markið. Spánverjar fögnuðu markiVísir/Hulda Margrét Það var ekki fyrr en eftir tæplega tuttugu og þrjár mínútur sem Ísland ógnaði marki Spánar. Eggert Aron Guðmundsson bjó þá til færi upp á sitt eins dæmi. Eggert komst í góða stöðu rétt fyrir utan teig en skot hans í varnarmann. Eggert var síðan aftur á ferðinni þegar boltinn rataði til hans fyrir utan teig eftir hornspyrnu en skot Eggerts yfir markið. Arnar Númi Gíslason í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Miðað við gang leiksins fóru íslensku strákarnir nokkuð sáttir inn í hálfleikinn aðeins einu marki undir. Þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik bættu Spánverjar við öðru marki. Varnarleikur Íslands var afar klaufalegur þar sem Arnar Daníel Aðalsteinsson sem var nýkominn inn á sem varamaður tapaði boltanum í öftustu línu sem varð til þess að Victor Barberá komst einn í gegn en Logi Hrafn reyndi að bjarga en gerði Barberá aðeins auðveldara fyrir og hann endaði á að renna boltanum í markið. Spánverjarnir voru ánægðir með mörkinVísir/Hulda Margrét Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Íslands, hristi upp í hlutunum á 58. mínútu þar sem hann gerði þrefalda breytingu. Skiptingarnar hleyptu lífi í íslenska liðið sem færði sig ofar á völlinn og hélt betur í boltann. Þrefalda breyting Ólafs Inga heppnaðist vel Vísir/Hulda Margrét Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði fyrsta mark Íslands í sögunni í lokakeppni EM U19. Markið kom í uppbótartíma þar sem sending Róberts Frosta Þorkelssonar fór í varnarmann og beint á Ágúst sem lét vaða á markið og Bruno Iribarne, markmaður Spánar, kom engum vörnum við. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Spánn vann 1-2 sigur. Fyrirliðinn, Ilias Akhomach, var líflegur í kvöldVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Spánn? Spánn er eitt besta liðið á mótinu og Spánverjarnir sýndu mikil gæði í kvöld. Spánn stýrði leiknum og leikurinn fór mikið fram á vallarhelmingi Íslands. Mörk Spánar komu eftir hornspyrnu og klaufagang í varnarleik Íslands. Tvö mörk sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Eggert Aron Guðmundsson var líflegasti maður Íslands. Þau fáu færi sem Ísland fékk komu í gegnum Eggert. Ilias Akhomach, fyrirliði Spánar, var besti maður vallarins. Akhomach var allt í öllu og skapaði þó nokkur færi. Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu frá honum. Akhomach tók flest föst leikatriði Spánar og það var því nóg að gera hjá honum. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að Spánverjar héldu töluvert betur í boltann og sköpuðu fleiri færi þá var ansi svekkjandi að sjá mörkin sem þeir skoruðu. Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu og það síðara eftir að Arnar Daníel missti boltann klaufalega úr öftustu línu. Undri lokin fékk Bjarni Guðjón Brynjólfsson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Bjarni Guðjón verður því í leikbanni þegar Ísland mætir Noregi á föstudaginn. Hvað gerist næst? Næsti leikur Íslands er á föstudaginn gegn Noregi klukkan 19:00.