Erlent

Svipt starfs­leyfinu eftir ástar­fund með sjúk­lingi sem lést

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hegðun hjúkrunarfræðingsins var sögð í ósamræmi við það sem ætlast má til.
Hegðun hjúkrunarfræðingsins var sögð í ósamræmi við það sem ætlast má til. Getty

Hjúkrunafræðingur í Wrexham í Wales hefur verið svipt starfsleyfinu eftir að sjúklingur hennar sem hún átti í ástarsambandi við lést í bifreið sinni, á meðan ástarfundi þeirra stóð.

Atvikið átti sér stað í janúar í fyrra en samstarfsmaður hjúkrunarfræðingsins, Penelope Williams, bar þess vitni að hún hefði komið í heimsókn til sín og farið þaðan að hitta sjúklinginn. 

Skömmu fyrir miðnætti hefði Williams hring grátandi í kollegann og sagt að einhver hefði dáið.

Kolleginn ráðlagði Williams að hringja á sjúkrabíl og hraðaði sér síðan á vettvang, þar sem hann kom að sjúklingnum meðvitundarlausum og hálfklæddum. Hann hringdi í neyðarlínuna, sem Williams hafði ekki gert.

Sjúklingurinn var úrskurðaður látinn skömmu síðar.

Williams sagðist upphaflega hafa farið og hitt sjúklinginn eftir að hann hefði haft samband vegna vanlíðunar. Þau hefðu rætt saman í 30 til 45 mínútur en hann síðan stunið og dáið skyndilega.

Hún viðurkenndi síðar að hafa átt í kynferðislegu sambandi við sjúklinginn.

Dánarorsök hans var hjarta- og nýrnabilun tengd öðrum atburði.

Williams var sagt upp störfum og þá hefur hún verið svipt starfsleyfinu fyrir að hegða sér ekki eins og vænta má af hjúkrunarfræðingi. Var hún sögð hafa komið óorði á stéttina.

Umfjöllun Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×