Innlent

Minnist föður síns sem lést af slys­­förum í Vest­manna­eyjum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
„Þetta var harmleikur og engum að kenna,“ segir í færslu Guðjóns.
„Þetta var harmleikur og engum að kenna,“ segir í færslu Guðjóns. Guðjón Ólafsson

Maðurinn sem lést í gær eftir að hafa fallið úr Ystakletti í Vestmannaeyjum hét Ólafur Friðrik Guðjónsson. Sonur hans, Guðjón Ólafsson, minnist hans í hjartnæmri færslu á Facebook í dag.

Slysið átti sér stað í gær þegar Ólafur var ásamt fleirum við smölun í klettinum. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Vísi í gær að tildrög slyssins væru til rannsóknar.

Guðjón fer fögrum orðum um föður sinn í samtali við Vísi. „Hann var góður maður, fjölskyldumaður. Mikill Vestmannaeyingur sem vildi hvergi annars staðar búa.“ Hann segir Ólaf hafa verið vel liðinn og þægilegan í nærveru. 

Ólafur lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn. 

Guðjón minntist föður síns í Facebook færslu í dag. Þar segir hann frá aðdraganda slyssins og síðustu orðum föður síns við hann. „Þetta var harmleikur og engum að kenna,“ segir Guðjón í færslunni. 

„Pabbi elskaði sjóinn og úteyjalífið og hann fékk að kveðja þar. En það er sárt að kveðja svo skyndilega. Blessuð sé minning pabba.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×