Kríuvarp á Snæfellsnesi minnkað stórlega Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 17:38 Kríurnar á Snæfellsnesi eiga undir högg að sækja ef marka má úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Náttúrustofa Vesturlands Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum. Þetta segir í færslu Náttúrustofu Vesturlands á Facebook. Þar segir að Náttúrustofan hafi nú lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi. Metinn hafi verið heildarfjöldi kríuhreiðra í stóra kríuvarpinu við Rif og Hellissand, en það var einnig gert í fyrra í fyrsta sinn. Önnur kríuvörp á Snæfellsnesi hafi einnig verið heimsótt og stærð þeirra metin gróflega. Útbreiðsla varpsins var kortlögð og þéttleiki hreiðra mældur á fjölmörgum stöðum í varpinu, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Úrvinnsla standi nú yfir og niðurstöðurnar verði birtar í haust. Náttúrustofa Vesturlands hefur lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi og er niðurstaða að vænta í haust.Náttúrustofa Vesturlands Krían átti undir högg að sækja í langan tíma Litlar birtar upplýsingar eru til um stærð einstakra kríuvarpa fyrr á árum, ef frá er talið gróft mat Freydísar Vigfúsdóttur á stærð varpanna á árunum 2008-2011 en þegar hún framkvæmdi sínar mælingar hafði krían þegar átt í erfiðleikum í einhver ár. Af samanburði við eldri mælingar hennar sé ljóst, ef frá er talið varpið við Rif, að kríuvörpin á Snæfellsnesi hafi minnkað stórlega á rúmum áratug. Nokkrir þættir geti, samkvæmt Náttúrustofu, átt þátt í þessari miklu fækkun. Engan starfsmann Náttúrustofnunar Vesturlands sakaði við úttektina.Náttúrustofa Vesturlands Þar spili fæðuskortur við varpstöðvarnar á tímabilinu 2004 til 2017 stórt hlutverk en einnig er þekkt að allra síðustu ár hafi sumir sjófuglar víða um heim orðið mjög illa fyrir barðinu á fuglaflensu. Það eigi við um kríur og aðrar þernur. Þriðja mögulega ástæðan sé rysjótt tíðarfar og stórviðri á fyrri hluta varptímans í ár. Í færslunni segir sömuleiðis að hver svo sem ástæðan sé „þá er þetta einstaklega dapurleg þróun og full ástæða til að gefa stöðu kríunnar og verndun hennar sérstakan gaum!“ Þá er tekið sérstaklega fram í ljósi neikvæðrar umfjöllunar um verndaratferli kríunnar við kríuvörp að enginn starfsmaður Náttúrustofunnar hafi orðið fyrir meiðslum við mælingarnar. Fuglar Snæfellsbær Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Þetta segir í færslu Náttúrustofu Vesturlands á Facebook. Þar segir að Náttúrustofan hafi nú lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi. Metinn hafi verið heildarfjöldi kríuhreiðra í stóra kríuvarpinu við Rif og Hellissand, en það var einnig gert í fyrra í fyrsta sinn. Önnur kríuvörp á Snæfellsnesi hafi einnig verið heimsótt og stærð þeirra metin gróflega. Útbreiðsla varpsins var kortlögð og þéttleiki hreiðra mældur á fjölmörgum stöðum í varpinu, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Úrvinnsla standi nú yfir og niðurstöðurnar verði birtar í haust. Náttúrustofa Vesturlands hefur lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi og er niðurstaða að vænta í haust.Náttúrustofa Vesturlands Krían átti undir högg að sækja í langan tíma Litlar birtar upplýsingar eru til um stærð einstakra kríuvarpa fyrr á árum, ef frá er talið gróft mat Freydísar Vigfúsdóttur á stærð varpanna á árunum 2008-2011 en þegar hún framkvæmdi sínar mælingar hafði krían þegar átt í erfiðleikum í einhver ár. Af samanburði við eldri mælingar hennar sé ljóst, ef frá er talið varpið við Rif, að kríuvörpin á Snæfellsnesi hafi minnkað stórlega á rúmum áratug. Nokkrir þættir geti, samkvæmt Náttúrustofu, átt þátt í þessari miklu fækkun. Engan starfsmann Náttúrustofnunar Vesturlands sakaði við úttektina.Náttúrustofa Vesturlands Þar spili fæðuskortur við varpstöðvarnar á tímabilinu 2004 til 2017 stórt hlutverk en einnig er þekkt að allra síðustu ár hafi sumir sjófuglar víða um heim orðið mjög illa fyrir barðinu á fuglaflensu. Það eigi við um kríur og aðrar þernur. Þriðja mögulega ástæðan sé rysjótt tíðarfar og stórviðri á fyrri hluta varptímans í ár. Í færslunni segir sömuleiðis að hver svo sem ástæðan sé „þá er þetta einstaklega dapurleg þróun og full ástæða til að gefa stöðu kríunnar og verndun hennar sérstakan gaum!“ Þá er tekið sérstaklega fram í ljósi neikvæðrar umfjöllunar um verndaratferli kríunnar við kríuvörp að enginn starfsmaður Náttúrustofunnar hafi orðið fyrir meiðslum við mælingarnar.
Fuglar Snæfellsbær Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira