Erlent

Dæmdur í ó­tíma­bundið fangelsi fyrir morðið á Miu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mia Skadhauge Stevn hvarf í febrúar á síðasta ári. Thomas Thomsen hefur verið fundinn sekur um morðið á henni.
Mia Skadhauge Stevn hvarf í febrúar á síðasta ári. Thomas Thomsen hefur verið fundinn sekur um morðið á henni.

Hinn 38 ára gamli Thomas Thom­sen sem fundinn var sekur í gær um morðið á Miu Skadhauge Stevn í Ála­borg í Dan­mörku á síðasta ári og fyrir til­raun til nauðgunar og ó­sæmi­lega með­ferð á líki hennar var í dag dæmdur í ó­tíma­bundið fangelsi. Um er að ræða dóm sem kveðinn er upp yfir föngum sem taldir eru sér­stak­lega hættu­legir.

Í um­fjöllun danska miðilsins Jylland­s­posten kemur fram að í hópi dómara og kvið­dóm­enda hafi fjórir kosið að Thomas fengi lífs­tíðar­fangelsi, sex hafi kosið ó­tíma­bundið fangelsi og tveir að hann hlyti 16 ára fangelsis­dóm. Ó­tíma­bundin fangelsis­vist (d. for­varing) er refsing sem beitt er gegn föngum sem þykja sér­stak­lega hættu­legir og felur ekki í sér fyrir­fram á­kveðna lengd af­plánunar. Slíkir fangar fá frekar að­stoð geð­lækna.

Danski sak­sóknarinn Mia Bendix hafði farið fram á að Thomas fengi lífs­tíðar­fangelsi. Sjálfur hefur Thomas í­trekað haldið fram sak­leysi sínu en rétturinn taldi skýringar hans á frá­falli Miu ekki halda vatni og með­ferð hans á líki hennar, sem hann bútaði í sundur í 231 búta sýna fram á að honum hafi ekki gengið gott til.

Þrengdi að öndunar­vegi Miu

Áður hefur komið fram að dómarar og kvið­dómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Á­la­­borg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunar­vegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða.

Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og tösku­band setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í ein­hverju á jörðinni. Hann hafi komið henni með­vitundar­lausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af á­­verkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur.

Eins og áður segir telur rétturinn sannað að Thomas hafi myrt Miu. Hann hafi keyrt með hana á af­vikinn stað í skóg­­lendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Hann hafi gert til­raun til þess og svo þrengt að öndunar­vegi hennar með þeim af­leiðingum að hún lést.

Þá var Thomas fundinn sekur um ó­­­sæmi­­lega með­­ferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvö­­hundruð búta. Lík hennar fannst í skóg­­lendi þar sem Thomas hafði gert til­­raun til að dreifa líkams­­­leifum hennar í skóg­­lendi og jafn­­framt reynt að leysa þær upp með leysi­efni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×