Skora á kaupandann að hætta við kaupin Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júní 2023 11:40 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Sigurjón Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. „Þetta getur bara ekki verið löglegt, að hús sem er metið á 57 milljónir sé selt á þrjár milljónir. Við erum ekki að endurtaka hrunið er það? Þegar selt var undan fólki fyrir einhverjum smáaurum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í samtali við fréttastofu um málið. Þuríður segir Öryrkjabandalagið telja að þarna hljóti að hafa orðið einhver stórkostleg mistök. „Það hlýtur að hafa mátt leysa þetta mál á annan veg,“ segir hún. „Það er alveg ljóst að bæði sýslumaður og sveitarfélag hljóta þarna að hafa brugðist upplýsingaskyldu og leiðbeiningarskyldu gagnvart þessum fatlaða einstaklingi. Lögin hljóta að eiga sérstaklega að verja einstaklinga í hans stöðu. Ef það er ekki þannig þá þarf bara að fara í það að breyta og bæta lagaumhverfið.“ Skora á sýslumann, sveitarfélag og kaupendur Fram kemur í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu að þau vilji leiðréttingu á umræddri ákvörðun. Þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn í áður en húsið var selt á nauðungaruppboði. Einungis eitt tilboð barst í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Var því tilboði tekið þrátt fyrir að um sé að ræða einungis um fimm prósent af markaðsvirði hússins. Öryrkjabandalagið vekur athygli á því að í lögum um nauðungarsölu segir að sýslumaður geti ákveðið að halda uppboð upp á nýtt telji hann þau tilboð sem koma til álita vera „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Réttindasamtökin skora bæði á sýslumannsembættið og sveitarfélagið að „tryggja velferð mannsins og húsnæðisöryggi í hans eigin eign.“ Sömuleiðis sé nauðsynlegt að fara yfir alla verkferla í málinu til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki. Þá hvetur Öryrkjabandalagið þá sem keyptu húsið til að hætta við kaupin þar sem nú er ljóst hvernig í málinu liggur. „Mér finnst bara eðlilegt, ef maður vísar til eðlilegra samskipta siðferðisfólks þá hljóti það að vera borðleggjandi að viðkomandi bara skili eigninni þegar búið er að upplýst hefur verið um hvernig að málunum var staðið,“ segir Þuríður. Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Þetta getur bara ekki verið löglegt, að hús sem er metið á 57 milljónir sé selt á þrjár milljónir. Við erum ekki að endurtaka hrunið er það? Þegar selt var undan fólki fyrir einhverjum smáaurum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í samtali við fréttastofu um málið. Þuríður segir Öryrkjabandalagið telja að þarna hljóti að hafa orðið einhver stórkostleg mistök. „Það hlýtur að hafa mátt leysa þetta mál á annan veg,“ segir hún. „Það er alveg ljóst að bæði sýslumaður og sveitarfélag hljóta þarna að hafa brugðist upplýsingaskyldu og leiðbeiningarskyldu gagnvart þessum fatlaða einstaklingi. Lögin hljóta að eiga sérstaklega að verja einstaklinga í hans stöðu. Ef það er ekki þannig þá þarf bara að fara í það að breyta og bæta lagaumhverfið.“ Skora á sýslumann, sveitarfélag og kaupendur Fram kemur í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu að þau vilji leiðréttingu á umræddri ákvörðun. Þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn í áður en húsið var selt á nauðungaruppboði. Einungis eitt tilboð barst í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Var því tilboði tekið þrátt fyrir að um sé að ræða einungis um fimm prósent af markaðsvirði hússins. Öryrkjabandalagið vekur athygli á því að í lögum um nauðungarsölu segir að sýslumaður geti ákveðið að halda uppboð upp á nýtt telji hann þau tilboð sem koma til álita vera „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Réttindasamtökin skora bæði á sýslumannsembættið og sveitarfélagið að „tryggja velferð mannsins og húsnæðisöryggi í hans eigin eign.“ Sömuleiðis sé nauðsynlegt að fara yfir alla verkferla í málinu til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki. Þá hvetur Öryrkjabandalagið þá sem keyptu húsið til að hætta við kaupin þar sem nú er ljóst hvernig í málinu liggur. „Mér finnst bara eðlilegt, ef maður vísar til eðlilegra samskipta siðferðisfólks þá hljóti það að vera borðleggjandi að viðkomandi bara skili eigninni þegar búið er að upplýst hefur verið um hvernig að málunum var staðið,“ segir Þuríður.
Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05