Innlent

Tæknideild rannsakar vettvang í dag

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Vettvangur brunans í dag.
Vettvangur brunans í dag. vísir/vilhelm

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði mun í dag rannsaka vettvang bruna sem varð í Blesugróf í Fossvogi í gærkvöldi. Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex og lauk aðgerðum laust eftir miðnætti.

Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að búast megi við því að skýrari mynd fáist á upptök brunans, síðdegis í dag.

Þak hússins var rifið að lokum.vísir/vilhelm

Aðgerðir slökkviliðs stóðu yfir í um sex tíma í gær og var eldurinn erfiður viðureignar. Að lokum var þak hússins rifið. Fjórir voru innanhúss þegar eldur kviknaði en allir komust út af sjálfsdáðum. 

Um er að ræða tveggja hæða timburhús en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði í gær átti einhvers konar sprenging sér stað innanhúss.

Lögregla hindrar að vegfarendur komist að húsinu. vísir/vilhelm

Eigandi hússins sagðist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoðanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×