Kane hafi náð samkomulagi við Bayern sem mun leggja fram annað tilboð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júní 2023 11:01 Harry Kane skorar úr vítaspyrnu gegn Bayern München árið 2019. Vísir/Getty Þýska stórveldið Bayern München hefur ekki gefist upp á því að reyna að fá enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane í sínar raðir frá Tottenham þrátt fyrir að tilboði þeirra í gær hafi verið hafnað. Greint var frá því hér á Vísi í gær að Bayern hafi boðið 60 milljónir punda í framherjann, en sú tala er þó eitthvað á reiki. Sumir miðlar greina frá því að um óformlegt boð hafi verið að ræða og að tilboðið hafi hljóðað upp á 60-70 milljónir punda. Samkvæmt heimildarmönnum BBC barst tilboðið þó aldrei. Hinn rétt tæplega þrítugi Harry Kane hefur verið afar eftirsóttur biti undanfarin ár og hvert stórliðið á fætur öðru hefur reynt að lokka hann yfir til sín. Hingað til hefur hann haldið tryggð við Tottenham, en nú þegar aðeins ár er eftir af samningi hans og fertugsaldurinn er farinn að nálgast virðist Kane vera að hugsa sér til hreyfings. Ef marka má grein þýska miðilsins Bild um málið er Kane búinn að ná samkomulagi við Bayern og því snýst þetta nú aðeins um það að samkomulag náist á milli félagana tveggja. Búist er við því að Bayern leggi fram nýtt og betrumbætt tilboð í enska landsliðsfyrirliðan í dag eða á morgun. Liðið hefur verið í framherjaleit síðan Robert Lewandowski yfirgaf félagið fyrir síðasta tímabil og Harry Kane gæti fyllt það skarð sem Pólverjinn skyldi eftir sig. Will Bayern Munich get their man? 👀The Bundesliga champions are now expected to launch a further bid for Harry Kane and believe they can complete the transfer 🤝#BBCFootball pic.twitter.com/KRdAv8Wh6s— BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2023 Kane er markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi með 280 mörk í öllum keppnum og næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 deildarmörk. Þá er hann einnig markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi með 58 mörk fyrir þjóð sína. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Greint var frá því hér á Vísi í gær að Bayern hafi boðið 60 milljónir punda í framherjann, en sú tala er þó eitthvað á reiki. Sumir miðlar greina frá því að um óformlegt boð hafi verið að ræða og að tilboðið hafi hljóðað upp á 60-70 milljónir punda. Samkvæmt heimildarmönnum BBC barst tilboðið þó aldrei. Hinn rétt tæplega þrítugi Harry Kane hefur verið afar eftirsóttur biti undanfarin ár og hvert stórliðið á fætur öðru hefur reynt að lokka hann yfir til sín. Hingað til hefur hann haldið tryggð við Tottenham, en nú þegar aðeins ár er eftir af samningi hans og fertugsaldurinn er farinn að nálgast virðist Kane vera að hugsa sér til hreyfings. Ef marka má grein þýska miðilsins Bild um málið er Kane búinn að ná samkomulagi við Bayern og því snýst þetta nú aðeins um það að samkomulag náist á milli félagana tveggja. Búist er við því að Bayern leggi fram nýtt og betrumbætt tilboð í enska landsliðsfyrirliðan í dag eða á morgun. Liðið hefur verið í framherjaleit síðan Robert Lewandowski yfirgaf félagið fyrir síðasta tímabil og Harry Kane gæti fyllt það skarð sem Pólverjinn skyldi eftir sig. Will Bayern Munich get their man? 👀The Bundesliga champions are now expected to launch a further bid for Harry Kane and believe they can complete the transfer 🤝#BBCFootball pic.twitter.com/KRdAv8Wh6s— BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2023 Kane er markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi með 280 mörk í öllum keppnum og næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 deildarmörk. Þá er hann einnig markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi með 58 mörk fyrir þjóð sína.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira