Bjarni segir erfitt að spá fyrir um framtíð stjórnarsamstarfsins Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2023 20:01 Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja báðir að ákvörðun um hvalveiðibann hefði þurft að taka fyrir á Alþingi. Vísir/Vilhelm Nú ásama tíma og fylgi stjórnarflokkanna hefur aldrei mælst minna ríkir mikil óvissa um framtíð stjórnarsamstarfsins vegna deilna um tímabundið hvalveiðibann ofan á mjög ólíkar áherslur í málefnum útlendinga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að honum hafi brugðið við ákvörðun Svandísar Svarsdóttur matvælaráðherra og hann væri ekki sáttur við hana. Bjarni Benediktsson segir það ekki hafa verið tekið upp í stjórnarsáttmála að Íslendingar hættu hvalveiðum.Vísir/Vilhelm „Ég hef á tilfinningunni að þetta snúist ekki bara um aðferðafræðina við veiðarnar. Þetta snýst í mínum huga að verulegu leyti um að fólk er á móti því að veiða hvali. Það ræddum við þegar við mynduðum ríkisstjórnina. Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um að stöðva hvalveiðar og ég var á móti því. Ég hafnaði því að það yrði upplegg þessarar ríkisstjórnar,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna minnti á að sett hefðu verið lög um velferð dýra. Katrín Jakobsdóttir segir matvælaráðherra hafa orðið að bregðast við skýrslu fagráðs um velferð villtra dýra.Vísir/Vilhelm „Það er ráðist í eftirlit samkvæmt reglugerð sem sýnir ákveðna þætti. Það er fjallað um það í fagráði. Það tekur þennan tíma. Þetta álit skilar sér ekki fyrr en tiltölulega seint. Það hafa verið einhverjar vangaveltur um hvers vegna það kom svo seint og hvaða ástæður eru fyrir því. Þannig er staðan og þá segi ég hvað á ráðherrann að gera annað en að bregðast við því áliti,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefði kosið að álit fagráðs hefði verið sent til frekari skoðunar. Ákvörðun matvælaráðherra snúist í raun um að hætta hvalveiðum þar sem ekki væri hægt að bæta aðferðina við veiðarnar. Sigurður Ingi Jóhannsson segir að taka hefði tillögu um hvalveiðibann á Alþingi, því í raun snúist málið um hvort Íslendingar ætli að veiða hval eða ekki.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að áhrifin eru auðvitað umtalsverð á stóran hóp fólks. En þetta hefur líka áhrif á þá stefnu sem við höfum haft í nýtingu á auðlindum hafsins óbeint og þessi ákvörðun er ekki grundvölluð á því. Þannig að það hefði verið eðlilegra að taka þá umræðu inni í þinginu,“ sagði Sigurði Ingi. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur og við erum ósátt við niðurstöðuna,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurðir Ingi var á svipuðum nótum. Formenn stjórnarflokkanna mættu í beina útsendingu í Pallborðinu snemma í morgun áður en reglulegur ríkisstjórnarfundur hófst.Vísir/Vilhelm „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrir fram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinnum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. 27. júní 2023 13:23 „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að honum hafi brugðið við ákvörðun Svandísar Svarsdóttur matvælaráðherra og hann væri ekki sáttur við hana. Bjarni Benediktsson segir það ekki hafa verið tekið upp í stjórnarsáttmála að Íslendingar hættu hvalveiðum.Vísir/Vilhelm „Ég hef á tilfinningunni að þetta snúist ekki bara um aðferðafræðina við veiðarnar. Þetta snýst í mínum huga að verulegu leyti um að fólk er á móti því að veiða hvali. Það ræddum við þegar við mynduðum ríkisstjórnina. Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um að stöðva hvalveiðar og ég var á móti því. Ég hafnaði því að það yrði upplegg þessarar ríkisstjórnar,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna minnti á að sett hefðu verið lög um velferð dýra. Katrín Jakobsdóttir segir matvælaráðherra hafa orðið að bregðast við skýrslu fagráðs um velferð villtra dýra.Vísir/Vilhelm „Það er ráðist í eftirlit samkvæmt reglugerð sem sýnir ákveðna þætti. Það er fjallað um það í fagráði. Það tekur þennan tíma. Þetta álit skilar sér ekki fyrr en tiltölulega seint. Það hafa verið einhverjar vangaveltur um hvers vegna það kom svo seint og hvaða ástæður eru fyrir því. Þannig er staðan og þá segi ég hvað á ráðherrann að gera annað en að bregðast við því áliti,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefði kosið að álit fagráðs hefði verið sent til frekari skoðunar. Ákvörðun matvælaráðherra snúist í raun um að hætta hvalveiðum þar sem ekki væri hægt að bæta aðferðina við veiðarnar. Sigurður Ingi Jóhannsson segir að taka hefði tillögu um hvalveiðibann á Alþingi, því í raun snúist málið um hvort Íslendingar ætli að veiða hval eða ekki.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að áhrifin eru auðvitað umtalsverð á stóran hóp fólks. En þetta hefur líka áhrif á þá stefnu sem við höfum haft í nýtingu á auðlindum hafsins óbeint og þessi ákvörðun er ekki grundvölluð á því. Þannig að það hefði verið eðlilegra að taka þá umræðu inni í þinginu,“ sagði Sigurði Ingi. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur og við erum ósátt við niðurstöðuna,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurðir Ingi var á svipuðum nótum. Formenn stjórnarflokkanna mættu í beina útsendingu í Pallborðinu snemma í morgun áður en reglulegur ríkisstjórnarfundur hófst.Vísir/Vilhelm „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrir fram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinnum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. 27. júní 2023 13:23 „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. 27. júní 2023 13:23
„Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15