Fótbolti

Anna Björk frá Inter í Val

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Anna Björk Kristjánsdóttir er gengin í raðir Vals frá Inter.
Anna Björk Kristjánsdóttir er gengin í raðir Vals frá Inter. Vísir/Getty

Landsliðskonana Anna Björk Kristjánsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals frá ítalska félaginu Inter.

Það er Valur sem greinir frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum. Anna björk er alin upp í KR, en lék lengst af með Stjörnunni hér á landi. Þá hefur hún einnig leikið með Selfyssingum hér heima, ásamt því að hafa leikið með sænsku liðunum Örebro og Limhamn Bunkeflo, hollenska liðinu PSV og franska liðinu Le Havre.

Anna er 33 ára gamall miðvörður sem hafði verið orðuð við Val fyrr í sumar. Pétur Pétursson, þjálfari liðsins staðfesti í viðtali að áhugi væri til staðar og nú er það komið í ljós að Anna mun leika með liðinu og aðstoða Valskonur í titilbaráttu Bestu-deildar kvenna.

Valur situr í öðru sæti deildarinnar með 20 stig eftir tíu leiki, jafn mörg og topplið Breiðabliks, en með lakari markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×