Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2023 08:34 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar getur brosað út að eyrum eins og hún gerði í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlárskvöld. Vísir/Hulda Margrét Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,2 prósent fylgi eða á pari við könnunina í maí. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum 2021 en hefur nú tæplega þrefaldað fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næst mest fylgi eða 19 prósent. Flokkurinn fékk mset fylgi í kosningum 2021 eða 24,4 prósent. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með sjö prósenta fylgi eða á pari við Flokk fólksins sem mælist með 6,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningnum og stendur nú í 34,2 prósentum. Ýmislegt áhugavert má sjá í könnun Maskínu. Til að mynda er forvitnilegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, sækir mest fylgi sitt til tekjuhæsta hópsins, sem er um leið fjölmennasti hópurinn. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata svo til á pari í öllum tekjuflokkum nema þeim hæsta. Hjá fólki með heimilistekjur (heildartekjur heimilis, einstaklingur plús maki) yfir 1200 þúsund krónur er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjátíu prósenta fylgi en næst kemur Samfylkingin með 25,1 prósenta fylgi í þeim tekjuhópi. Í næsthæsta tekjuhópnum, milljón til 1200 þúsund, er fylgi Samfylkingarinnar 37,5 prósent en Sjálfstæðisflokksins 10,4 prósent. Hér má sjá fylgi flokkanna miðað við kyn, aldur, búsetu, menntun og tekjur.Maskína Hjá tekjulægsta hópnum sækir Samfylkingin mest fylgi eða 19,9 prósent en þar á eftir kemur Flokkur fólksins með 17,5 prósenta fylgi. Þá má sjá að Píratar keppa helst við Samfylkinguna í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, en í þeim elsta hefur Samfylkingin mest fylgi eða 32,6 prósent. Könnunina í heild má sjá í PDF-skjali hér að neðan. Tengd skjöl Fylgi_flokkaPDF604KBSækja skjal Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,2 prósent fylgi eða á pari við könnunina í maí. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum 2021 en hefur nú tæplega þrefaldað fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næst mest fylgi eða 19 prósent. Flokkurinn fékk mset fylgi í kosningum 2021 eða 24,4 prósent. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með sjö prósenta fylgi eða á pari við Flokk fólksins sem mælist með 6,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningnum og stendur nú í 34,2 prósentum. Ýmislegt áhugavert má sjá í könnun Maskínu. Til að mynda er forvitnilegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, sækir mest fylgi sitt til tekjuhæsta hópsins, sem er um leið fjölmennasti hópurinn. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata svo til á pari í öllum tekjuflokkum nema þeim hæsta. Hjá fólki með heimilistekjur (heildartekjur heimilis, einstaklingur plús maki) yfir 1200 þúsund krónur er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjátíu prósenta fylgi en næst kemur Samfylkingin með 25,1 prósenta fylgi í þeim tekjuhópi. Í næsthæsta tekjuhópnum, milljón til 1200 þúsund, er fylgi Samfylkingarinnar 37,5 prósent en Sjálfstæðisflokksins 10,4 prósent. Hér má sjá fylgi flokkanna miðað við kyn, aldur, búsetu, menntun og tekjur.Maskína Hjá tekjulægsta hópnum sækir Samfylkingin mest fylgi eða 19,9 prósent en þar á eftir kemur Flokkur fólksins með 17,5 prósenta fylgi. Þá má sjá að Píratar keppa helst við Samfylkinguna í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, en í þeim elsta hefur Samfylkingin mest fylgi eða 32,6 prósent. Könnunina í heild má sjá í PDF-skjali hér að neðan. Tengd skjöl Fylgi_flokkaPDF604KBSækja skjal
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira