Íslenska liðinu tókst ekki að bjarga sér frá falli Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 18:06 Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki. Facebooksíða Frjálsíþróttasambands Íslands Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum féll í dag úr 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur fór fram í Póllandi í dag. Ísland var í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan var mikil fyrir síðasta keppnisdaginn. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn var Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar féllu. Ísland hafnaði einmitt í 14.sætinu með 246,5 stig og var 37 stigum frá því að bjarga sæti sínu. Fyrir lokagreinina var íslenska liðið 32 stigum á eftir Lettlandi en tókst ekki að brúa þann mun í lokagreininni, Ísland fellur því niður í þriðju deild ásamt Lúxemborg og Moldóvu en Ungverjaland, Úkraína og Litháen, sem lauk keppni hálfu stigi á undan Slóveníu, fara upp í 1. deild. Andrea stórbætti Íslandsmet Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hún kom í mark á tímanum 10:08,85 mínútur og varð í 7. sæti. Gamla metið, 10:21,26, átti hún sjálf en það setti hún árið 2018. Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem jafnaði Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á þriðjudag, varð fimmti í 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 20,98 og var rúmum fjórum tíundu úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Jan Volko frá Slóvakíu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lenti í 14. sæti í 200 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 24,13 sekúndur. Þá varð Guðni Valur Guðnason í 8. sæti í kúluvarpi en hann kastaði lengst 18,21 metra. Andrea Kolbeinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.Vísir/Hulda Margrét Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki og hafnaði í 9. sæti. Hún stökk lengst 6,03 metra en á best 6,40 síðan á Selfossvelli fyrr í sumar. Eva María Baldursdóttir varð í 4.-5. sæti í hástökki en hún stökk hæst 1,73 metra. Hún hefur hæst stokkið 1,81 metra en það gerði hún árið 2020. Hlynur Andrésson varð ellefti í 5000 metra hlaupi og náði besta tíma sínum á árinu. Hann kom í mark á tímanum 14:27,80. Persónulegt met í spjótkasti Arndís Diljá Óskarsdóttir setti persónulegt met í spjótkasti þegar hún kastaði 48,57 metra. Hún hafnaði í 9. sæti en Lina Muze frá Lettlandi kastaði lengst eða 62,38 metra. Elías Óli Hilmarsson lenti í 12. sæti í hástökki en hann stökk hæst 2,02 metra. Hann á best 2,06 en því stökki náði hann á móti í Malmö í júlí í fyrra. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir varð í 15. sæti í 1500 metra hlaupi. Hún setti persónulegt met og kom í mark á tímanum 4:38,43 mínútur. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 10. sæti í spjótkasti og komst ekki í úrslit. Hann kastaði lengst 72 metra slétta en á best tæpa 80 metra. Boðhlaupssveit Íslands varð í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaupi. Liðið, sem samanstendur af þeim Birnu Kristínu Kristjánsdóttur, Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur, Eir Hlésdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadótur, kom í mark á tímanum 46,69 mínútur. Þá kepptu þeir Kolbeinn Höður, Eir, Sæmundur Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir í blönduðu boðhlaupi í vegalengdinni 4x400. Sveitin varð í síðasta sæti í sínum riðli og kom í mark á tímanum 3:29,99 mínútur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Ísland var í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan var mikil fyrir síðasta keppnisdaginn. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn var Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar féllu. Ísland hafnaði einmitt í 14.sætinu með 246,5 stig og var 37 stigum frá því að bjarga sæti sínu. Fyrir lokagreinina var íslenska liðið 32 stigum á eftir Lettlandi en tókst ekki að brúa þann mun í lokagreininni, Ísland fellur því niður í þriðju deild ásamt Lúxemborg og Moldóvu en Ungverjaland, Úkraína og Litháen, sem lauk keppni hálfu stigi á undan Slóveníu, fara upp í 1. deild. Andrea stórbætti Íslandsmet Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hún kom í mark á tímanum 10:08,85 mínútur og varð í 7. sæti. Gamla metið, 10:21,26, átti hún sjálf en það setti hún árið 2018. Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem jafnaði Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á þriðjudag, varð fimmti í 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 20,98 og var rúmum fjórum tíundu úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Jan Volko frá Slóvakíu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lenti í 14. sæti í 200 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 24,13 sekúndur. Þá varð Guðni Valur Guðnason í 8. sæti í kúluvarpi en hann kastaði lengst 18,21 metra. Andrea Kolbeinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.Vísir/Hulda Margrét Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki og hafnaði í 9. sæti. Hún stökk lengst 6,03 metra en á best 6,40 síðan á Selfossvelli fyrr í sumar. Eva María Baldursdóttir varð í 4.-5. sæti í hástökki en hún stökk hæst 1,73 metra. Hún hefur hæst stokkið 1,81 metra en það gerði hún árið 2020. Hlynur Andrésson varð ellefti í 5000 metra hlaupi og náði besta tíma sínum á árinu. Hann kom í mark á tímanum 14:27,80. Persónulegt met í spjótkasti Arndís Diljá Óskarsdóttir setti persónulegt met í spjótkasti þegar hún kastaði 48,57 metra. Hún hafnaði í 9. sæti en Lina Muze frá Lettlandi kastaði lengst eða 62,38 metra. Elías Óli Hilmarsson lenti í 12. sæti í hástökki en hann stökk hæst 2,02 metra. Hann á best 2,06 en því stökki náði hann á móti í Malmö í júlí í fyrra. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir varð í 15. sæti í 1500 metra hlaupi. Hún setti persónulegt met og kom í mark á tímanum 4:38,43 mínútur. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 10. sæti í spjótkasti og komst ekki í úrslit. Hann kastaði lengst 72 metra slétta en á best tæpa 80 metra. Boðhlaupssveit Íslands varð í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaupi. Liðið, sem samanstendur af þeim Birnu Kristínu Kristjánsdóttur, Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur, Eir Hlésdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadótur, kom í mark á tímanum 46,69 mínútur. Þá kepptu þeir Kolbeinn Höður, Eir, Sæmundur Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir í blönduðu boðhlaupi í vegalengdinni 4x400. Sveitin varð í síðasta sæti í sínum riðli og kom í mark á tímanum 3:29,99 mínútur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira