Erlent

„Til fjandans með þá“

Samúel Karl Ólason skrifar
In this handout photo provided by Photo host Agency RIA Novosti, Russian President Vladimir Putin attends a plenary session of the St. Petersburg International Economic Forum in St. Petersburg, Russia, Friday, June 16, 2023. (/Photo host Agency RIA Novosti via AP)
In this handout photo provided by Photo host Agency RIA Novosti, Russian President Vladimir Putin attends a plenary session of the St. Petersburg International Economic Forum in St. Petersburg, Russia, Friday, June 16, 2023. (/Photo host Agency RIA Novosti via AP) AP/RIA/Alexei Danichev

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland.

„Við erum með fleiri slík vopn en ríki NATO. Þeir vita um það og eru alltaf að reyna að hefja viðræður um fækkun. Til fjandans með þá, eins og fólk okkar segir,“ sagði Pútín, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar.

Þá hélt Pútín því fram Vesturlönd væru sífellt að reyna að ögra Rússum til að „byrja að ýta á takka“. Hins vegar væri engin þörf fyrir það, því „óvininum“ gengi svo illa á víglínunum.

Sjá einnig: „Maraþon en ekki spretthlaup“

Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. Þar áður hafði hann talað um að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki raunverulega gyðingur heldur væri hann skömm fyrir gyðinga.

Pútín sagði einnig að fyrstu kjarnorkuvopnin væru komin til Belarús, en þangað eru Rússar að senda svokölluð taktísk kjarnorkuvopn. Þar er um að ræða smærri kjarnorkuvopn sem hönnuð voru á tímum Sovétríkjanna til að gera gat á varnir Atlantshafsbandalagins.

Sjá einnig: Kjarnorkuvopn fyrir öll ríki sem gangi til liðs við ríkjasambandið

Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×