Það er komið símabann Sigurður Sigurðsson og Eyrún Eva Haraldsdóttir skrifa 16. júní 2023 14:00 Á síðustu árum hefur reglulega sprottið upp umræða um snjallsímabönn í skólum. Skólar segjast vera komnir með snjallsímabann, bannið gangi einstaklega vel og að allir séu svoleiðis himinlifandi með framtakið. Það sem ratar hins vegar ekki í fréttirnar er að margir skólar gefast upp á slíkum bönnum, jafnvel sömu skólar og lofaðir hafa verið í fjölmiðlum fyrir að taka skrefið. Við getum þó verið sammála um að snjallsímar í skólum eru áskorun. Þeir geta haft truflandi áhrif, gert samskipti erfiðari, verið vopn þegar kemur að einelti og stuðlað að stéttaskiptingu sem er á skjön við það sem skóli á að vera. Með öðrum orðum erum við sammála því að ná þurfi utan um þetta flókna verkefni en við þurfum að leita betri lausna á vandamálinu frekar en að setja á blátt bann. Ef umræðan er þannig að við erum annað hvort með eða á móti snjallsímabönnum í skólum, þá festumst við í sömu hjólförunum og lifum í endalausri togstreitu starfsfólks, nemenda og foreldra um símanotkunina. Við þurfum því að skoða bönnin betur og huga að því hvort ekki sé til betri langtímalausn sem stuðlar að velferð og jöfnuði allra nemenda, lausn sem bæti samfélagið okkar til lengri tíma. Að skella á snjallsímabanni hugsanalaust, eða án undirbúnings, er skyndilausn og ákveðin forðun á samtali. Hættum að tala niður til barna og förum að tala við þau Í allri umræðunni um símabönn hafa börn sagt okkur að þau séu orðin leið á að fullorðnir tali niður til þeirra þegar kemur að símanotkun. Að við fullorðna fólkið fordæmum þau í sífellu fyrir það sem við erum engu skárri í: Að hanga í símanum. Þau upplifa vantraust og að við séum alltaf að tala um hvað sé hræðilegt að vera unglingur í dag, allt sé að fara til fjandans og að þau séu unglingar á versta tíma. Á meðan sjáum við unglingsár okkar með glimmeraugum og segjum stolt í bragði „mikið er ég feginn að vera ekki unglingur í dag“. Við gleymum stundum að börn eru manneskjur eins og fullorðnir og eiga skilið að þeim sé sýnd virðing. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur er á Íslandi, er tekið fram í 12. og 13. grein að börn eigi rétt á að deila hugmyndum sínum og skoðunum og að á þau sé hlustað. En erum við að hlusta? Erum við kannski bara að segja þeim hvað þau eiga að gera og hvernig þeim eigi að líða? Af hverju eigum við það til að gleyma að tala við börnin þegar umræðan snýst um þau? Við viljum hvetja alla sem eiga börn, starfa með börnum og þekkja börn að næst þegar við ætlum að nöldra yfir símanotkun þeirra að taka frekar samtalið. Spyrja þau: Af hverju eruð þið í símanum? Hvað eruð þið að gera? Af hverju viltu frekar vera í símanum en að tala við bekkjarfélaga þína? Hvernig er ykkar samfélag á netinu? Hvað mynduð þið vilja bæta? Þegar við tökum umræðuna kemur nefnilega oft ýmislegt í ljós, jafnvel vandamál sem við höfðum ekki hugmynd um en getum auðveldlega leyst ef okkur er bent á það. Oft á tíðum er of mikil símanotkun afleiðing af einhverju en ekki orsök. Við þekkjum dæmi þess að nemendur í skóla höfðu í raun og veru ekkert svæði út af fyrir sig til að eiga í samskiptum sem byggðust ekki upp á netinu. Þau kvörtuðu yfir úthlutuðu svæði þar sem voru mikil læti og ekki var hægt að eiga samtal við vini sína nema ef aðrir væru í kring að fylgjast með. Augljóst var af hverju samskipti sumra færðust yfir á netið. Aðstæðurnar buðu ekki upp á annað. Við hjá SAFT höfum ferðast víðsvegar um landið til að fræða börn, foreldra og skólastarfsfólk um stafræna borgaravitund og þar af leiðandi fengið að kynnast fjölda útfærslna á snjallsímareglum í skólum. Við þurfum ekki að staldra lengi við inni í skóla til að sjá hvort að símabönn eða reglur virka. Dæmi um eftirminnilega skólaheimsókn var þegar við mættum í skóla þar sem á öllum veggjum héngu blöð sem á stóð að skólinn væri símalaus. Í þessum skóla voru börn og kennarar í símanum á meðan á fræðslu SAFT stóð. Klassískt dæmi um að bönn séu bara í orði en ekki á borði. Fimm atriði sem hjálpa skólum eða öðrum samfélögum barna og ungmenna að setja skýr mörk og reglur varðandi snjallsímanotkun Hér eru nokkur atriði sem við teljum virka vel þegar að skólar eða önnur samfélög barna og ungmenna vilja taka að alvöru á áskorunum sem fylgja snjallsímum í dag: 1. Símareglur, ekki bönn -Þegar við viljum hjálpa börnum að fóta sig í heimi tækninnar, þá erum við á talsverðum villigötum ef við viljum bara skella einni setningu upp á vegg sem á að leysa allan vanda innanhúss á milli kl. 8:10 – 14:40. Það er nefnilega mikilvægt að vanda orðaval þegar við ræðum við börn og ungmenni og við fullorðna fólkið þekkjum það líka. Við sem mannfólk í eðli okkar viljum frekar reglur en bönn. Reglur er hægt að ræða og það er líklegra til árangurs þegar við getum rætt saman um það kerfi sem við viljum hafa í okkar samfélagi. Bara það að skrifa „Þetta svæði er símalaust“ eða „í þessu anddyri má hringja úr símanum“ í stað „Hér má EKKI vera í símanum“ getur haft heilmikil áhrif á upplifun nemenda og hvernig er farið eftir reglunum. 2. Reglurnar eru settar á í samtali við hagaðila -Þá erum við sérstaklega að tala um börnin og unglingana. Það er mikilvægt að hafa samráð um reglurnar með börnum, foreldrum og starfsfólki. Til dæmis hefur heppnast vel að setja á sameiginlegan fund í skólasamfélaginu, þar sem börn, foreldrar og starfsfólk skóla hittist með það að markmiði að ræða saman og komast að niðurstöðu um góðar símareglur sem flestir sætta sig við. Hlusta þarf á skoðanir allra og leita lausna við þeim áskorunum sem komið geta upp við innleiðinguna á reglunum og hvernig á að takast á við þær. 3. Reglurnar eru skýrar, einfaldar og allir þekkja þær -Börnum og ungmennum finnst gott að hafa reglur og ramma og nemendur eru langflestir sammála um að það þurfi skýrar reglur um símana í skólanum. Helsta umkvörtunarefnið er að oft eru símareglurnar mjög óskýrar og að það fari í raun eftir starfsmanni eða kennara hvaða reglur gildi hverju sinni. Þegar þetta atriði er rætt við börnin, þá verða þau bersýnilega pirruð. Börn vilja gera sitt besta en þegar reglurnar eru óskýrar og fara eftir hentisemi starfsmanna, þá er skiljanlegt að þau gefist upp á að framfylgja þeim. 4. Reglurnar ná yfir alla -Símareglurnar þurfa að ná yfir alla í skólanum. Líka starfsfólk og foreldra sem koma inn í skólann. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið séum góðar fyrirmyndir fyrir börnin og sýnum þeim að við getum farið eftir reglum og viðmiðum. Hægt er að koma sér saman um mismunandi reglur eftir aldri, bæði nemenda og fullorðinna og þær séu settar á í samræmi við vellíðan nemenda. 5. Eftirfylgni og endurskoðun -Eftir að símareglum er komið á er málið hins vegar ekki leyst. Það verður að fylgjast með hvernig gengur. Ef gengur illa þurfum við að sýna hugrekki, setjast aftur niður og endurskoða reglurnar í samráði við alla hagaðila. Það er nefnilega ekki hægt að koma með skipanir að ofan án samráðs við þá sem reglurnar snúast um. Það er mikilvægt að ferlið sé valdeflandi en ekki niðurlægjandi fyrir börn og ungmenni. Við þurfum því að vera tilbúin að ræða við börnin, útskýra fyrir þeim hvers vegna er gott að setja reglur um símanotkun og vinna með þeim í átt að því að þau umgangist tæknina á uppbyggilegan og ábyrgan hátt. Það er svo aldrei að vita nema að við fullorðna fólkið lærum það í leiðinni. Höfundar eru sérfræðingar í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur reglulega sprottið upp umræða um snjallsímabönn í skólum. Skólar segjast vera komnir með snjallsímabann, bannið gangi einstaklega vel og að allir séu svoleiðis himinlifandi með framtakið. Það sem ratar hins vegar ekki í fréttirnar er að margir skólar gefast upp á slíkum bönnum, jafnvel sömu skólar og lofaðir hafa verið í fjölmiðlum fyrir að taka skrefið. Við getum þó verið sammála um að snjallsímar í skólum eru áskorun. Þeir geta haft truflandi áhrif, gert samskipti erfiðari, verið vopn þegar kemur að einelti og stuðlað að stéttaskiptingu sem er á skjön við það sem skóli á að vera. Með öðrum orðum erum við sammála því að ná þurfi utan um þetta flókna verkefni en við þurfum að leita betri lausna á vandamálinu frekar en að setja á blátt bann. Ef umræðan er þannig að við erum annað hvort með eða á móti snjallsímabönnum í skólum, þá festumst við í sömu hjólförunum og lifum í endalausri togstreitu starfsfólks, nemenda og foreldra um símanotkunina. Við þurfum því að skoða bönnin betur og huga að því hvort ekki sé til betri langtímalausn sem stuðlar að velferð og jöfnuði allra nemenda, lausn sem bæti samfélagið okkar til lengri tíma. Að skella á snjallsímabanni hugsanalaust, eða án undirbúnings, er skyndilausn og ákveðin forðun á samtali. Hættum að tala niður til barna og förum að tala við þau Í allri umræðunni um símabönn hafa börn sagt okkur að þau séu orðin leið á að fullorðnir tali niður til þeirra þegar kemur að símanotkun. Að við fullorðna fólkið fordæmum þau í sífellu fyrir það sem við erum engu skárri í: Að hanga í símanum. Þau upplifa vantraust og að við séum alltaf að tala um hvað sé hræðilegt að vera unglingur í dag, allt sé að fara til fjandans og að þau séu unglingar á versta tíma. Á meðan sjáum við unglingsár okkar með glimmeraugum og segjum stolt í bragði „mikið er ég feginn að vera ekki unglingur í dag“. Við gleymum stundum að börn eru manneskjur eins og fullorðnir og eiga skilið að þeim sé sýnd virðing. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur er á Íslandi, er tekið fram í 12. og 13. grein að börn eigi rétt á að deila hugmyndum sínum og skoðunum og að á þau sé hlustað. En erum við að hlusta? Erum við kannski bara að segja þeim hvað þau eiga að gera og hvernig þeim eigi að líða? Af hverju eigum við það til að gleyma að tala við börnin þegar umræðan snýst um þau? Við viljum hvetja alla sem eiga börn, starfa með börnum og þekkja börn að næst þegar við ætlum að nöldra yfir símanotkun þeirra að taka frekar samtalið. Spyrja þau: Af hverju eruð þið í símanum? Hvað eruð þið að gera? Af hverju viltu frekar vera í símanum en að tala við bekkjarfélaga þína? Hvernig er ykkar samfélag á netinu? Hvað mynduð þið vilja bæta? Þegar við tökum umræðuna kemur nefnilega oft ýmislegt í ljós, jafnvel vandamál sem við höfðum ekki hugmynd um en getum auðveldlega leyst ef okkur er bent á það. Oft á tíðum er of mikil símanotkun afleiðing af einhverju en ekki orsök. Við þekkjum dæmi þess að nemendur í skóla höfðu í raun og veru ekkert svæði út af fyrir sig til að eiga í samskiptum sem byggðust ekki upp á netinu. Þau kvörtuðu yfir úthlutuðu svæði þar sem voru mikil læti og ekki var hægt að eiga samtal við vini sína nema ef aðrir væru í kring að fylgjast með. Augljóst var af hverju samskipti sumra færðust yfir á netið. Aðstæðurnar buðu ekki upp á annað. Við hjá SAFT höfum ferðast víðsvegar um landið til að fræða börn, foreldra og skólastarfsfólk um stafræna borgaravitund og þar af leiðandi fengið að kynnast fjölda útfærslna á snjallsímareglum í skólum. Við þurfum ekki að staldra lengi við inni í skóla til að sjá hvort að símabönn eða reglur virka. Dæmi um eftirminnilega skólaheimsókn var þegar við mættum í skóla þar sem á öllum veggjum héngu blöð sem á stóð að skólinn væri símalaus. Í þessum skóla voru börn og kennarar í símanum á meðan á fræðslu SAFT stóð. Klassískt dæmi um að bönn séu bara í orði en ekki á borði. Fimm atriði sem hjálpa skólum eða öðrum samfélögum barna og ungmenna að setja skýr mörk og reglur varðandi snjallsímanotkun Hér eru nokkur atriði sem við teljum virka vel þegar að skólar eða önnur samfélög barna og ungmenna vilja taka að alvöru á áskorunum sem fylgja snjallsímum í dag: 1. Símareglur, ekki bönn -Þegar við viljum hjálpa börnum að fóta sig í heimi tækninnar, þá erum við á talsverðum villigötum ef við viljum bara skella einni setningu upp á vegg sem á að leysa allan vanda innanhúss á milli kl. 8:10 – 14:40. Það er nefnilega mikilvægt að vanda orðaval þegar við ræðum við börn og ungmenni og við fullorðna fólkið þekkjum það líka. Við sem mannfólk í eðli okkar viljum frekar reglur en bönn. Reglur er hægt að ræða og það er líklegra til árangurs þegar við getum rætt saman um það kerfi sem við viljum hafa í okkar samfélagi. Bara það að skrifa „Þetta svæði er símalaust“ eða „í þessu anddyri má hringja úr símanum“ í stað „Hér má EKKI vera í símanum“ getur haft heilmikil áhrif á upplifun nemenda og hvernig er farið eftir reglunum. 2. Reglurnar eru settar á í samtali við hagaðila -Þá erum við sérstaklega að tala um börnin og unglingana. Það er mikilvægt að hafa samráð um reglurnar með börnum, foreldrum og starfsfólki. Til dæmis hefur heppnast vel að setja á sameiginlegan fund í skólasamfélaginu, þar sem börn, foreldrar og starfsfólk skóla hittist með það að markmiði að ræða saman og komast að niðurstöðu um góðar símareglur sem flestir sætta sig við. Hlusta þarf á skoðanir allra og leita lausna við þeim áskorunum sem komið geta upp við innleiðinguna á reglunum og hvernig á að takast á við þær. 3. Reglurnar eru skýrar, einfaldar og allir þekkja þær -Börnum og ungmennum finnst gott að hafa reglur og ramma og nemendur eru langflestir sammála um að það þurfi skýrar reglur um símana í skólanum. Helsta umkvörtunarefnið er að oft eru símareglurnar mjög óskýrar og að það fari í raun eftir starfsmanni eða kennara hvaða reglur gildi hverju sinni. Þegar þetta atriði er rætt við börnin, þá verða þau bersýnilega pirruð. Börn vilja gera sitt besta en þegar reglurnar eru óskýrar og fara eftir hentisemi starfsmanna, þá er skiljanlegt að þau gefist upp á að framfylgja þeim. 4. Reglurnar ná yfir alla -Símareglurnar þurfa að ná yfir alla í skólanum. Líka starfsfólk og foreldra sem koma inn í skólann. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið séum góðar fyrirmyndir fyrir börnin og sýnum þeim að við getum farið eftir reglum og viðmiðum. Hægt er að koma sér saman um mismunandi reglur eftir aldri, bæði nemenda og fullorðinna og þær séu settar á í samræmi við vellíðan nemenda. 5. Eftirfylgni og endurskoðun -Eftir að símareglum er komið á er málið hins vegar ekki leyst. Það verður að fylgjast með hvernig gengur. Ef gengur illa þurfum við að sýna hugrekki, setjast aftur niður og endurskoða reglurnar í samráði við alla hagaðila. Það er nefnilega ekki hægt að koma með skipanir að ofan án samráðs við þá sem reglurnar snúast um. Það er mikilvægt að ferlið sé valdeflandi en ekki niðurlægjandi fyrir börn og ungmenni. Við þurfum því að vera tilbúin að ræða við börnin, útskýra fyrir þeim hvers vegna er gott að setja reglur um símanotkun og vinna með þeim í átt að því að þau umgangist tæknina á uppbyggilegan og ábyrgan hátt. Það er svo aldrei að vita nema að við fullorðna fólkið lærum það í leiðinni. Höfundar eru sérfræðingar í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun