Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. júní 2023 13:00 Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. Tillagan kveður á um að dagforeldrar sem hefja starfsemi í Reykjavík fái stofnstyrk upp á eina milljón króna. Greiddar verða 250 þúsund krónur viðundirritun þjónustusamnings en 750 þúsund krónur ári síðar. Þá verður settur á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Reykjavík upp á 150 þúsund krónur, sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi auk þess sem Reykjavíkurborg mun skipuleggja og greiða fyrir slysavarnanámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur og verðandi borgarstjóri segir stóru breytinguna felast í að þegar barn nær 18 mánaða aldri greiða foreldrar til dagforeldris sama gjald og í leikskóla. Áður hafði verið lofað að börn frá tólf mánaða aldri kæmust inn á leikskóla. „Reglur borgarinnar kveða á um það að börn eigi að vera komin inn um átján mánaða aldur,“ segir Einar. „Mér finnst mikilvægt að skapa jafnræði milli þeirra foreldra hvort þau eru hjá dagforeldrum eða inni í leikskólakerfinu, að þau greiði sama gjald. Við erum að mæta þeim fjölskyldum sem hafa beðið lengst eftir leikskólaplássi og eru hjá dagforeldrum með því að jafna þennan kostnað.“ Einar segir jafnframt að með þessu sé verið að lækka greiðslur foreldra um tugi þúsunda á mánuði. „Þetta er tilboð sem við erum að leggja fram samhliða því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum, bæði jarðhæðir sem gætu hentað, færanlegar einingar á gæsluvöllum, verslunarrými sem eru ekki í notkun og aðstæður sem hæfa rekstri fyrir dagforeldra en hentar ekki sem leikskólapláss.“ Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. „Þessar tillögur miða að því að fjölga dagforeldrum, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Skóla- og frístundasvið átti góðan fund með báðum félögum dagforeldra og tillögurnar taka mið af þeirra sjónarmiðum um hvernig hægt er að gera það. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fæðingarorlof Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Tillagan kveður á um að dagforeldrar sem hefja starfsemi í Reykjavík fái stofnstyrk upp á eina milljón króna. Greiddar verða 250 þúsund krónur viðundirritun þjónustusamnings en 750 þúsund krónur ári síðar. Þá verður settur á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Reykjavík upp á 150 þúsund krónur, sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi auk þess sem Reykjavíkurborg mun skipuleggja og greiða fyrir slysavarnanámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur og verðandi borgarstjóri segir stóru breytinguna felast í að þegar barn nær 18 mánaða aldri greiða foreldrar til dagforeldris sama gjald og í leikskóla. Áður hafði verið lofað að börn frá tólf mánaða aldri kæmust inn á leikskóla. „Reglur borgarinnar kveða á um það að börn eigi að vera komin inn um átján mánaða aldur,“ segir Einar. „Mér finnst mikilvægt að skapa jafnræði milli þeirra foreldra hvort þau eru hjá dagforeldrum eða inni í leikskólakerfinu, að þau greiði sama gjald. Við erum að mæta þeim fjölskyldum sem hafa beðið lengst eftir leikskólaplássi og eru hjá dagforeldrum með því að jafna þennan kostnað.“ Einar segir jafnframt að með þessu sé verið að lækka greiðslur foreldra um tugi þúsunda á mánuði. „Þetta er tilboð sem við erum að leggja fram samhliða því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum, bæði jarðhæðir sem gætu hentað, færanlegar einingar á gæsluvöllum, verslunarrými sem eru ekki í notkun og aðstæður sem hæfa rekstri fyrir dagforeldra en hentar ekki sem leikskólapláss.“ Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. „Þessar tillögur miða að því að fjölga dagforeldrum, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Skóla- og frístundasvið átti góðan fund með báðum félögum dagforeldra og tillögurnar taka mið af þeirra sjónarmiðum um hvernig hægt er að gera það.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fæðingarorlof Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira