Golf

Yfirmaður PGA stígur tímabundið til hliðar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jay Monahan hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að tilkynnt var um samruna PGA og LIV.
Jay Monahan hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að tilkynnt var um samruna PGA og LIV. Michael Reaves/Getty Images

Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar í golfi, hefur látið daglegan rekstur mótaraðarinnar tímabundið í hendur sinna næstu undirmanna á meðan hann jafnar sig á veikindum.

Monahan hefur verið harðlega gagnrýndur af golfaðdáendum sem og kylfingum eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna. Á fundi sem haldinn var með kylfingum PGA-mótaraðarinnar kölluðu margir eftir að Monahan myndi segja af sér.

Þá hafa stór nöfn í golfheiminum á borð við Rory McIlroy og Jon Rahm gagnrýnt samrunan opinberlega.

Monahan hefur hins vegar ekki í hyggju að segja af sér, en hann mun þó stíga tímabundið til hliðar til að jafna sig á veikindum að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu hans og PGA-mótaraðarinnar. Þeir Tyler Dennis og Ron Price munu stýra daglegum rekstri PGA á meðan.

„Stjórnin styður Jay heilshugar og vonast til að allir munu virða einkalíf hans,“ segir í tilkynningunni.

„Við munum veita frekari upplýsingar þegar það á við.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×