Innlent

For­setinn leitar eig­anda lykla­kippu í hverfis­grúbbu á Face­book

Bjarki Sigurðsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson á Bessastöðum þar sem lyklakippuna er nú að finna.
Guðni Th. Jóhannesson á Bessastöðum þar sem lyklakippuna er nú að finna. Vísir/Vilhelm/Facebook

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fann lykla er hann var úti að skokka í morgun og leitar nú eigenda þeirra. Lyklana geymir hann á Bessastöðum og auglýsti hann eftir eiganda þeirra í hverfishóp Álftnesinga á Facebook. 

„Góðan dag. Fann þessa lyklakippu í morgun á göngustígnum meðfram Álftanesvegi. Hægt er að vitja hennar á Bessastöðum.“ 

Svona hefst færsla sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, birti í Facebook-hópnum „Íbúar Álftaness“ snemma í morgun. Með færslunni setti hann tvö símanúmer sem hægt er að hringja í til að vitja kippuna og svo mynd af henni hangandi á gaddavír. 

Skjáskot af færslu forsetans.

Þónokkrir hafa dreift skjáskoti af færslunni á samfélagsmiðlum í dag, þar á meðal Sigurður Már Davíðsson tökumaður. Hann bendir á, sem verður að teljast ansi líklegt, að Ísland sé eina landið þar sem forsetinn myndi birta mynd af lyklum sem hann fann inn í hverfishóp á Facebook. 

Í samtali við fréttastofu segir Helga Kr. Einarsdóttir, ráðsmaður á Bessastöðum, að lyklarnir séu enn þar og eigandi þeirra hafi ekki haft samband hingað til. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×