„Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júní 2023 11:10 Þrír létust í árásinni; 47 ára karlmaður og 17 ára piltur og stúlka. epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Þrettán ára drengur sem var staddur í Field's verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn þegar árásarmaður lét til skarar skríða síðasta sumar og skaut þrjá til bana, segir hann hafa verið reiðilegan á svip og litið út eins og hann væri andlega veikur. Réttarhöld standa nú yfir gegn manninum, sem er 23 ára. Hann var viðstaddur fyrirtöku í gær en kaus að tjá sig ekki. „Ég heyrði hvell. Hann var mjög hár. Það suðaði fyrir eyrunum á mér. Ég hljóp niður rúllustigann. Ég sá árásarmanninn. Ég stökk yfir kantinn. Það voru læti fyrir ofan. Ég hringdi í mömmu og sagði; það er skotárás í gangi í Field's,“ sagði drengurinn þegar hann bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt,“ heyrði hann árásarmanninn segja. Minnisblað frá kennara drengsins var lagt fyrir dóminn. Þar sagði að hann hefði ekki verið samur eftir að hafa upplifað árásina. Annað vitni, afgreiðslustúlka frá Svíþjóð, heyrði hávaða fyrir utan verslunina þar sem hún var að vinna. Skyndilega hrópaði samstarfsmaður hennar: Hlauptu, hlauptu! Hún hljóp út, enn með herðatré í höndunum, og sá vopnaðan árásarmanninn. Hún segir hann hafa virst yfirvegaðan og verið að njóta þess sem gekk á. Hún heyrði tvo skothvelli áður en hún komst út úr verslanamiðstöðinni. Mikil skelfing greip um sig þegar skotárásin hófst.epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Velti því fyrir sér að myrða leikskólabörn Eins og fyrr segir var árásarmaðurinn viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í gærmorgun en baðst undan því að mæta þegar haldið var áfram eftir hádegismat. Hann hefur kosið að tjá sig ekki og ber við minnisleysi en lögmenn hans segja hann ekki sakhæfan sökum andlegra veikinda þegar árásin átti sér stað. Ef hann verður dæmdur sekur, verður hann vistaður á öryggisdeild í Slagelse, þar sem hættulegustu glæpamenn Danmerkur eru vistaðir. Þar sem maðurinn mun ekki bera vitni las saksóknarinn í málinu upp úr yfirheyrslum lögreglu í dómsal í gær. Lögregla spurði meðal annars hvers vegna hann hefði farið vopnaður í Field's. „Til að bjarga þeim. Þau vildu deyja,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki hafa haft sérstakt skotmark í huga og að hann hefði deilt myndskeiðum á YouTube í aðdraganda árásarinnar þar sem hann sést vopnaður í þeirri von um að einhver myndi stöðva hann. Hann hefði þjáðst af áráttukenndum hugsunum og tjáð geðlækni viku fyrir árásina að hann samsamaði sig við þekkta fjöldamorðingja. Aðspurður sagðist hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegan glæp hann hefði framið. Gögn sem fundust á heimili mannsins bentu til þess að hann hefði á einhverjum tímapunkti haft í hyggju að láta til skarar skríða á leikskóla á Amager. Hafði hann kynnt sér húsnæðið og hvenær börnin væru inni og úti. „Þetta er bara tölvuleikur og ég er aðalkarakterinn. Ekkert skiptir máli,“ skrifaði hann. Réttarhöldin halda áfram í dag og næstu daga. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Réttarhöld standa nú yfir gegn manninum, sem er 23 ára. Hann var viðstaddur fyrirtöku í gær en kaus að tjá sig ekki. „Ég heyrði hvell. Hann var mjög hár. Það suðaði fyrir eyrunum á mér. Ég hljóp niður rúllustigann. Ég sá árásarmanninn. Ég stökk yfir kantinn. Það voru læti fyrir ofan. Ég hringdi í mömmu og sagði; það er skotárás í gangi í Field's,“ sagði drengurinn þegar hann bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt,“ heyrði hann árásarmanninn segja. Minnisblað frá kennara drengsins var lagt fyrir dóminn. Þar sagði að hann hefði ekki verið samur eftir að hafa upplifað árásina. Annað vitni, afgreiðslustúlka frá Svíþjóð, heyrði hávaða fyrir utan verslunina þar sem hún var að vinna. Skyndilega hrópaði samstarfsmaður hennar: Hlauptu, hlauptu! Hún hljóp út, enn með herðatré í höndunum, og sá vopnaðan árásarmanninn. Hún segir hann hafa virst yfirvegaðan og verið að njóta þess sem gekk á. Hún heyrði tvo skothvelli áður en hún komst út úr verslanamiðstöðinni. Mikil skelfing greip um sig þegar skotárásin hófst.epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Velti því fyrir sér að myrða leikskólabörn Eins og fyrr segir var árásarmaðurinn viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í gærmorgun en baðst undan því að mæta þegar haldið var áfram eftir hádegismat. Hann hefur kosið að tjá sig ekki og ber við minnisleysi en lögmenn hans segja hann ekki sakhæfan sökum andlegra veikinda þegar árásin átti sér stað. Ef hann verður dæmdur sekur, verður hann vistaður á öryggisdeild í Slagelse, þar sem hættulegustu glæpamenn Danmerkur eru vistaðir. Þar sem maðurinn mun ekki bera vitni las saksóknarinn í málinu upp úr yfirheyrslum lögreglu í dómsal í gær. Lögregla spurði meðal annars hvers vegna hann hefði farið vopnaður í Field's. „Til að bjarga þeim. Þau vildu deyja,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki hafa haft sérstakt skotmark í huga og að hann hefði deilt myndskeiðum á YouTube í aðdraganda árásarinnar þar sem hann sést vopnaður í þeirri von um að einhver myndi stöðva hann. Hann hefði þjáðst af áráttukenndum hugsunum og tjáð geðlækni viku fyrir árásina að hann samsamaði sig við þekkta fjöldamorðingja. Aðspurður sagðist hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegan glæp hann hefði framið. Gögn sem fundust á heimili mannsins bentu til þess að hann hefði á einhverjum tímapunkti haft í hyggju að láta til skarar skríða á leikskóla á Amager. Hafði hann kynnt sér húsnæðið og hvenær börnin væru inni og úti. „Þetta er bara tölvuleikur og ég er aðalkarakterinn. Ekkert skiptir máli,“ skrifaði hann. Réttarhöldin halda áfram í dag og næstu daga.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira