Kosning ógilt af því bæjarstjórinn fór í bíltúr með kjörkassann Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. júní 2023 15:30 Nákvæmlega svona leit kjörkassinn út sem bæjarstjórinn í Puerto Seguro fór með í bíltúr á kjördag. Joaquin Gomez Sastre/Getty Images Bæjarstjóri á Spáni fór í bíltúr með kjörkassann þegar sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Hann segist bara hafa verið að aðstoða farlama konu að nýta sér kosningarétt sinn. Endurtaka þarf kosningarnar í bænum. Ætlaði bara að vera liðlegur við farlama konu Bæjarstjórinn í Puerto Seguro í nágrenni við Salamanca á mið-Spáni ætlaði bara að vera liðlegur við gamla konu sem ekki var fótafær þegar sveitastjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Enda þekkjast allir í þessu 60 manna þorpi. Hún hringdi og spurði hann hvort hann gæti ekki gert henni mögulegt að kjósa. Hann hélt það nú, vippaði kjörkassanum út í bíl, skottaðist heim til gömlu konunnar og sagði henni að vera snögg. Hún var svo snögg að honum gafst ekki einu sinni tími til að reykja hálfa sígarettu. Þá fór hann og skilaði kjörkassanum aftur. Þetta voru ekki nema einhverjar fimm mínútur, segir Evaristo Montero, bæjarstjóri. Sósíalistar kærðu kosningarnar Oddviti Sósíalistaflokksins var í göngutúr við kirkjuna þegar hann sá kjörkassann skjótast framhjá sér í aftursæti bæjarstjórans. Honum fannst eitthvað bogið við þetta og hringdi á lögregluna. Kjörstjórn hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé svo alvarlegt brot á kosningalögum að kjósa verði aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður gert. Bæjarstjórinn, sem hefur gegnt embættinu í 12 ár, segist vera miður sín og að auðvitað hefði hann ekki átt að gera þetta. Kjörstjórnin í Borgarnesi hefði nú líka getað sagt honum að svona gera menn ekki. Breytir ekki miklu... en lög eru lög Heldur ólíklegt verður að teljast að nýjar kosningar breyti miklu til eða frá, því Lýðflokkurinn burstaði kosningarnar um daginn, hlaut 32 atkvæði á móti 13 atkvæðum sósíalista. En það er alveg sama, lög eru lög… segja sumir. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Ætlaði bara að vera liðlegur við farlama konu Bæjarstjórinn í Puerto Seguro í nágrenni við Salamanca á mið-Spáni ætlaði bara að vera liðlegur við gamla konu sem ekki var fótafær þegar sveitastjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Enda þekkjast allir í þessu 60 manna þorpi. Hún hringdi og spurði hann hvort hann gæti ekki gert henni mögulegt að kjósa. Hann hélt það nú, vippaði kjörkassanum út í bíl, skottaðist heim til gömlu konunnar og sagði henni að vera snögg. Hún var svo snögg að honum gafst ekki einu sinni tími til að reykja hálfa sígarettu. Þá fór hann og skilaði kjörkassanum aftur. Þetta voru ekki nema einhverjar fimm mínútur, segir Evaristo Montero, bæjarstjóri. Sósíalistar kærðu kosningarnar Oddviti Sósíalistaflokksins var í göngutúr við kirkjuna þegar hann sá kjörkassann skjótast framhjá sér í aftursæti bæjarstjórans. Honum fannst eitthvað bogið við þetta og hringdi á lögregluna. Kjörstjórn hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé svo alvarlegt brot á kosningalögum að kjósa verði aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður gert. Bæjarstjórinn, sem hefur gegnt embættinu í 12 ár, segist vera miður sín og að auðvitað hefði hann ekki átt að gera þetta. Kjörstjórnin í Borgarnesi hefði nú líka getað sagt honum að svona gera menn ekki. Breytir ekki miklu... en lög eru lög Heldur ólíklegt verður að teljast að nýjar kosningar breyti miklu til eða frá, því Lýðflokkurinn burstaði kosningarnar um daginn, hlaut 32 atkvæði á móti 13 atkvæðum sósíalista. En það er alveg sama, lög eru lög… segja sumir.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira