Sekt Arion banka vegna innherjaupplýsinga stendur Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 22:02 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banki. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar. Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði kvöldið 22. september 2019 birt frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat eftirlitið sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti. Arion banki vildi ekki una sektarákvörðuninni og höfðaði mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur til þess að fá henni hnekkt. Með dómi í apríl síðastliðnum voru Seðlabankinn og ríkið sýknuð af öllum kröfum Arion banka. Ekki fallist á að fréttin væri nægilega ónákvæm Á báðum dómstigum bar Arion banki fyrir sig að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Í dómi Landsréttar var ekki fallist á að megininntak fréttar vefmiðilsins hefði verið í samræmi við upplýsingar sem þegar hefðu verið opinberar og áður hefði verið fjallað um í fjölmiðlum. Lagt var til grundvallar að fréttin hefði verið nægilega nákvæm til að gefa Arion banka til kynna að ekki hefði tekist að varðveita trúnað um þær innherjaupplýsingar sem hann hafði nýtt sér heimild þágildandi laga um innherjaupplýsingar til að fresta birtingu á. Fréttin hefði í megindráttum verið í samræmi við þær innherjaupplýsingar sem um ræddi og ekki skipti máli þó að umfjöllunin hefði ekki verið í öllum atriðum rétt. Mestu skipti að inntak fréttarinnar hefði gefið til kynna að leki innherjaupplýsinga hefði átt sér stað og hefði Arion banki því ástæðu til að ætla að trúnaður um þær væri ekki lengur tryggður. Við þessar aðstæður hefði hvílt á bankanum afdráttarlaus skylda til að bregðast við með tafarlausri birtingu upplýsinganna. Með vísan til þess var talið að Arion banki hefði gerst sekur um brot á þágildandi lögum og því væru skilyrði til að gera honum stjórnvaldssekt. Dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Seðlabankinn Arion banki Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði kvöldið 22. september 2019 birt frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat eftirlitið sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti. Arion banki vildi ekki una sektarákvörðuninni og höfðaði mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur til þess að fá henni hnekkt. Með dómi í apríl síðastliðnum voru Seðlabankinn og ríkið sýknuð af öllum kröfum Arion banka. Ekki fallist á að fréttin væri nægilega ónákvæm Á báðum dómstigum bar Arion banki fyrir sig að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Í dómi Landsréttar var ekki fallist á að megininntak fréttar vefmiðilsins hefði verið í samræmi við upplýsingar sem þegar hefðu verið opinberar og áður hefði verið fjallað um í fjölmiðlum. Lagt var til grundvallar að fréttin hefði verið nægilega nákvæm til að gefa Arion banka til kynna að ekki hefði tekist að varðveita trúnað um þær innherjaupplýsingar sem hann hafði nýtt sér heimild þágildandi laga um innherjaupplýsingar til að fresta birtingu á. Fréttin hefði í megindráttum verið í samræmi við þær innherjaupplýsingar sem um ræddi og ekki skipti máli þó að umfjöllunin hefði ekki verið í öllum atriðum rétt. Mestu skipti að inntak fréttarinnar hefði gefið til kynna að leki innherjaupplýsinga hefði átt sér stað og hefði Arion banki því ástæðu til að ætla að trúnaður um þær væri ekki lengur tryggður. Við þessar aðstæður hefði hvílt á bankanum afdráttarlaus skylda til að bregðast við með tafarlausri birtingu upplýsinganna. Með vísan til þess var talið að Arion banki hefði gerst sekur um brot á þágildandi lögum og því væru skilyrði til að gera honum stjórnvaldssekt. Dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Seðlabankinn Arion banki Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira