Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fram 3-1 | Toppliðið aftur á sigurbraut Dagur Lárusson skrifar 11. júní 2023 22:00 Víkingar unnu öruggan sigur í dag. Vísir/Diego Víkingar höfðu ekki unnið tvo leiki í röð í Bestu deild karla í fótbolta fyrir leik dagsins gegn Fram en komust á sigurbraut eftir þægilegan sigur í Reykjavíkurslag dagsins. Leikurinn byrjaði heldur rólega en þegar um tuttugu mínútur voru liðnar voru bæði lið aðeins búin að eiga eina tilraun að marki. Það þurfti þó lítið til þess að topplið Víkings hrökk í gang því á 21.mínútu vann Pablo Punyed boltann á miðjunni og sá Erling Arnarson í flottu hlaupi í gegnum vörn Fram og gaf hárnákvæma sendingu á hann og kláraði hann meistaralega vel framhjá Ólafi Íshólm í markinu. Í raun kom þetta eins og þruma úr heiðskýru lofti en þetta kveikti á Víkingum. Sjö mínútum seinna eða á 28.mínútu kom fyrirgjöf inn á teig sem Ólafur, markvörður, Fram átti að grípa auðveldlega en hann rakst í varnarmann sinn sem gerði það að verkum að hann missti boltann fyrir fætur Danijel sem þakkaði fyrir sig og kom Víking í 2-0. Það var síðan Birnir Snær Ingason sem kom Víking í 3-0 forystu fimm mínútum síðar eftir flotta skyndisókn Víkinga. Hann fékk boltann í erfiðri stöðu með varnarmann í bakingu en lék á hann, kom sér í góða stöðu og kláraði í fjarhornið, virkilega vel gert hjá Birni. Liðsmenn Fram voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og þeir náðu að minnka muninn fyrir hálfleikinn. Aron Jóhannsson fékk boltann inn á vítateig Víkings eftir varnarmistök og braut Halldór Smári á honum og því dæmd vítaspyrna. Frederico Saraiva fór á punktinn og skoraði örugglega og staðan 3-1 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum var lítið sem ekkert sem gerðist, Víkingar vörðust virkilega vel og Fram fékk í raun og veru ekki eitt einasta alvöru marktækifæri. Lokatölur voru því 3-1 og Víkingur með 31 stig í efsta sætinu en Fram ennþá með ellefu stig. Af hverju vann Víkingur? Liðsmenn Víkings fengu ekki endilega mörk færi en þeir einfaldlega skoruðu úr þeim færum sem þeir fengu og vörnin stóð enn og aftur virkilega vel. Hverjir stóðu uppúr? Pablo Punyed var frábær á miðjunni hjá Víking og hann kom þeim á bragðið með frábærri sendingu inn á Erling sem skoraði fyrsta markið. Hvað fór illa? Við í blaðamannastúkunni vorum að búast við alvöru aðsókn að marki Víkings í seinni hálfleik en það kom aldrei þar sem Víkingur gaf einfaldlega engin færi á sér og það var mögulega vegna þess að liðsmenn Fram voru ekki að spila nógu hraðan og öflugan sóknarleik. Eigum mikið inni Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Það er auðvitað svekkjandi að tapa þessum leik og sérstaklega þar sem mér fannst við vera inn í honum allan tímann,“ byrjaði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. ,,Víkingarnir refsuðu okkur fyrir mistök í fyrri hálfleik og þeir komust 3-0 yfir og það var erfið brekka," hélt Jón áfram að segja. Jón var sammála því að varnir beggja liða voru þéttar og því ekki mikið um færi. „Já ég er sammála því, það var ekki mikið um færi í þessum leik en það var hart tekist á og mínir menn lögðu sig alla fram og ég get ekkert tekið af þeim varðandi það. En við vissulega hefðum getað skapað okkur fleiri færi.“ Jón talaði síðan aðeins um tímabilið hingað til þegar um þriðjungur er liðinn. „Já ég er svo tiltölulega sáttur með gang mála en ég væri auðvitað til í að vera með fleiri stig og mér finnst við eiga stig inni svona miðað við frammistöðu okkar í flestum leikjum,“ endaði Jón Sveinsson á að segja. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Fótbolti Íslenski boltinn
Víkingar höfðu ekki unnið tvo leiki í röð í Bestu deild karla í fótbolta fyrir leik dagsins gegn Fram en komust á sigurbraut eftir þægilegan sigur í Reykjavíkurslag dagsins. Leikurinn byrjaði heldur rólega en þegar um tuttugu mínútur voru liðnar voru bæði lið aðeins búin að eiga eina tilraun að marki. Það þurfti þó lítið til þess að topplið Víkings hrökk í gang því á 21.mínútu vann Pablo Punyed boltann á miðjunni og sá Erling Arnarson í flottu hlaupi í gegnum vörn Fram og gaf hárnákvæma sendingu á hann og kláraði hann meistaralega vel framhjá Ólafi Íshólm í markinu. Í raun kom þetta eins og þruma úr heiðskýru lofti en þetta kveikti á Víkingum. Sjö mínútum seinna eða á 28.mínútu kom fyrirgjöf inn á teig sem Ólafur, markvörður, Fram átti að grípa auðveldlega en hann rakst í varnarmann sinn sem gerði það að verkum að hann missti boltann fyrir fætur Danijel sem þakkaði fyrir sig og kom Víking í 2-0. Það var síðan Birnir Snær Ingason sem kom Víking í 3-0 forystu fimm mínútum síðar eftir flotta skyndisókn Víkinga. Hann fékk boltann í erfiðri stöðu með varnarmann í bakingu en lék á hann, kom sér í góða stöðu og kláraði í fjarhornið, virkilega vel gert hjá Birni. Liðsmenn Fram voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og þeir náðu að minnka muninn fyrir hálfleikinn. Aron Jóhannsson fékk boltann inn á vítateig Víkings eftir varnarmistök og braut Halldór Smári á honum og því dæmd vítaspyrna. Frederico Saraiva fór á punktinn og skoraði örugglega og staðan 3-1 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum var lítið sem ekkert sem gerðist, Víkingar vörðust virkilega vel og Fram fékk í raun og veru ekki eitt einasta alvöru marktækifæri. Lokatölur voru því 3-1 og Víkingur með 31 stig í efsta sætinu en Fram ennþá með ellefu stig. Af hverju vann Víkingur? Liðsmenn Víkings fengu ekki endilega mörk færi en þeir einfaldlega skoruðu úr þeim færum sem þeir fengu og vörnin stóð enn og aftur virkilega vel. Hverjir stóðu uppúr? Pablo Punyed var frábær á miðjunni hjá Víking og hann kom þeim á bragðið með frábærri sendingu inn á Erling sem skoraði fyrsta markið. Hvað fór illa? Við í blaðamannastúkunni vorum að búast við alvöru aðsókn að marki Víkings í seinni hálfleik en það kom aldrei þar sem Víkingur gaf einfaldlega engin færi á sér og það var mögulega vegna þess að liðsmenn Fram voru ekki að spila nógu hraðan og öflugan sóknarleik. Eigum mikið inni Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Það er auðvitað svekkjandi að tapa þessum leik og sérstaklega þar sem mér fannst við vera inn í honum allan tímann,“ byrjaði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. ,,Víkingarnir refsuðu okkur fyrir mistök í fyrri hálfleik og þeir komust 3-0 yfir og það var erfið brekka," hélt Jón áfram að segja. Jón var sammála því að varnir beggja liða voru þéttar og því ekki mikið um færi. „Já ég er sammála því, það var ekki mikið um færi í þessum leik en það var hart tekist á og mínir menn lögðu sig alla fram og ég get ekkert tekið af þeim varðandi það. En við vissulega hefðum getað skapað okkur fleiri færi.“ Jón talaði síðan aðeins um tímabilið hingað til þegar um þriðjungur er liðinn. „Já ég er svo tiltölulega sáttur með gang mála en ég væri auðvitað til í að vera með fleiri stig og mér finnst við eiga stig inni svona miðað við frammistöðu okkar í flestum leikjum,“ endaði Jón Sveinsson á að segja.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti