Erlent

600 fer­kíló­metrar undir vatni og jarð­sprengjur á víð og dreif

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín sem eru nú að mestu undir vatni.
Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín sem eru nú að mestu undir vatni. AP/Evgeniy Maloletka

Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á.

Héraðsstjórinn, Oleksandr Prokudin, segir á samfélagsmiðlum í morgun að meðal vatnshæðin á flóðasvæðinu sé nú rúmur fimm og hálfur metri. 

Hjálparstarf er enn í fullum gangi en hjálparsamtök vara við hættunni af jarðsprengjum. Miklu magni slíkra sprengja hafði verið komið fyrir meðfram árbökkunum fyrir neðan stífluna og þegar hún brast hefur flóðvatnið hrifið margar þeirra með sér sem geta svo sprungið hvenær sem er. 

Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakaði í gær hjálparstofnanir um slæleg viðbrögð í málinu og kallaði sérstaklega eftir því að fólkinu á austurbakkanum, sem er í höndum Rússa, yrði hjálpað. 

Úkraínuher hefur meðal annars notast við dróna til að senda fólki sem er fast inni í húsum sínum vatn og aðrar nauðsynjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×