Forstjóri CNN rekinn eftir ár í brúnni Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 14:15 Chris Licht, var forstjóri CNN í rúmt ár. AP/Evan Agostini Chris Licht, forstjóri CNN, hefur verið rekinn. Hann hefur stýrt sjónvarpsstöðinni í rúmt ár en nýverið birtist ítarleg grein um að hann hefði valdið miklum usla innan CNN. Stjórnartíð hans hefur beðið hnekki vegna óreiðu og lítils áhorfs. Á því ári sem hann hefur stýrt CNN hefur starfsmannavelta verið mikil, áhorf lítið og andrúmsloftið á fréttastofunni þrungið. David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery, móðurfélags CNN, tilkynnti starfsmönnum fréttastofunnar fyrir ritstjórnarfund í morgun að Licht væri hættur. Zaslav hefur skipað fjögurra manna teymi til að leiða fyrirtækið þar til nýr forstjóri finnst. Í frétt CNN um að Licht hefði verið rekinn er vísað til ítarlegrar greinar Atlantic, sem birtist á föstudaginn og fjallaði um stjórnartíð Licht. Titill greinarinnar var gæti verið þýddur sem „Innsýn í óreiðuna hjá CNN“ en blaðamaður Atlantic fékk að fylgja Licht eftir um nokkuð skeið og ræða við starfsmenn. I spent stretches of the past year shadowing Chris Licht, the new boss at CNN, who harbored ambitions of rehabilitating the journalism industry. This is an account -- based on interviews with nearly 100 of his own reporters -- of what went wrong.https://t.co/Um1YNzXaLF— Tim Alberta (@TimAlberta) June 2, 2023 Líklegt þykir að grein Atlantic hafi leitt til endaloka stjórnartíðar Licht, samkvæmt AP fréttaveitunni, en hún sýndi mikla óreiðu hjá CNN og gífurlega óánægju meðal starfsfólks. Licht fundaði með starfsmönnum CNN á mánudaginn og bað þá afsökunar. Hann sagðist ekki hafa þekkt sjálfan sig í grein Atlantic og hét því að berjast fyrir trausti starfsmanna. Þegar Licht tók við stjórn CNN, af Jeff Zucker, sem hafði verið sagt upp vegna ástarsambands hans við samstarfsaðila, hafði hann það verkefni að færa fréttastofuna nær hinni pólitískri miðju í Bandaríkjunum. Borgarafundur CNN með Donald Trump, sem haldinn var í síðasta mánuði, hlaut þó gífurlega gagnrýni bæði innan veggja CNN og utan. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Á því ári sem hann hefur stýrt CNN hefur starfsmannavelta verið mikil, áhorf lítið og andrúmsloftið á fréttastofunni þrungið. David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery, móðurfélags CNN, tilkynnti starfsmönnum fréttastofunnar fyrir ritstjórnarfund í morgun að Licht væri hættur. Zaslav hefur skipað fjögurra manna teymi til að leiða fyrirtækið þar til nýr forstjóri finnst. Í frétt CNN um að Licht hefði verið rekinn er vísað til ítarlegrar greinar Atlantic, sem birtist á föstudaginn og fjallaði um stjórnartíð Licht. Titill greinarinnar var gæti verið þýddur sem „Innsýn í óreiðuna hjá CNN“ en blaðamaður Atlantic fékk að fylgja Licht eftir um nokkuð skeið og ræða við starfsmenn. I spent stretches of the past year shadowing Chris Licht, the new boss at CNN, who harbored ambitions of rehabilitating the journalism industry. This is an account -- based on interviews with nearly 100 of his own reporters -- of what went wrong.https://t.co/Um1YNzXaLF— Tim Alberta (@TimAlberta) June 2, 2023 Líklegt þykir að grein Atlantic hafi leitt til endaloka stjórnartíðar Licht, samkvæmt AP fréttaveitunni, en hún sýndi mikla óreiðu hjá CNN og gífurlega óánægju meðal starfsfólks. Licht fundaði með starfsmönnum CNN á mánudaginn og bað þá afsökunar. Hann sagðist ekki hafa þekkt sjálfan sig í grein Atlantic og hét því að berjast fyrir trausti starfsmanna. Þegar Licht tók við stjórn CNN, af Jeff Zucker, sem hafði verið sagt upp vegna ástarsambands hans við samstarfsaðila, hafði hann það verkefni að færa fréttastofuna nær hinni pólitískri miðju í Bandaríkjunum. Borgarafundur CNN með Donald Trump, sem haldinn var í síðasta mánuði, hlaut þó gífurlega gagnrýni bæði innan veggja CNN og utan.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira