Önnur rafmyntamiðlun í sigti bandarískra yfirvalda Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 15:40 Coinbase er stærsti miðlari rafmynta sem er skráður í Bandaríkjunum. AP/Richard Drew Coinbase, stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna, er sakað um ólöglega starfsemi í kæru bandarískrar verðbréfaeftirlitsstofnunar. Sama stofnun stefndi Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, fyrir aragrúa brota og blekkinga í gær. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) sakar Coinbase um að starfa sem miðlari með rafmyntir án tilskilinna leyfa frá árinu 2019 í síðasta lagi. Þetta hafi gert fyrirtækinu kleift að komast undan eftirliti sem sé ætlað að vernda fjárfesta, þar á meðal fyrir fjársvikum og blekkingum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hlutabréf í Coinbase féllu um 15,9 prósent eftir að SEC lagði stefnuna fram í morgun. Fyrirtækið sakaði SEC um ógegnsæi í eftirliti sínu með rafmyntum, að sögn AP-fréttastofunnar. SEC hafði þó varað Coinbaise við því í mars að fyrirtækið gæti sætt kæru vegna þess að það teldi sig ekki þurfa að beygja sig undir bandarísk lög um verðbréf. Viðskiptavinir Binance, sem SEC kærði fyrir að ýkja magn viðskipta, misferli með fjármuni viðskiptavina og fleira í gær, hafa brugðist við með því að taka út innistæður sínar. Reuters segir að úttektir á rafmyntinni ethereum hafi verið 790 milljónir dollara umfram innrennsli hjá Binance og bandarísku dótturfélagi þess síðasta sólarhringinn. Það er jafnvirði meira en 112 milljarða íslenskra króna. Í stefnu SEC gegn Binance er fyrirtækið sakað um „blekkingavef“ sem var ætlað að koma fyrirtækinu í kringum bandarísk lög. Binance er skráð á Cayman-eyjum og bandarískir notendur áttu aðeins að geta notað þjónustu dótturfélagsins Binance US. Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) sakar Coinbase um að starfa sem miðlari með rafmyntir án tilskilinna leyfa frá árinu 2019 í síðasta lagi. Þetta hafi gert fyrirtækinu kleift að komast undan eftirliti sem sé ætlað að vernda fjárfesta, þar á meðal fyrir fjársvikum og blekkingum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hlutabréf í Coinbase féllu um 15,9 prósent eftir að SEC lagði stefnuna fram í morgun. Fyrirtækið sakaði SEC um ógegnsæi í eftirliti sínu með rafmyntum, að sögn AP-fréttastofunnar. SEC hafði þó varað Coinbaise við því í mars að fyrirtækið gæti sætt kæru vegna þess að það teldi sig ekki þurfa að beygja sig undir bandarísk lög um verðbréf. Viðskiptavinir Binance, sem SEC kærði fyrir að ýkja magn viðskipta, misferli með fjármuni viðskiptavina og fleira í gær, hafa brugðist við með því að taka út innistæður sínar. Reuters segir að úttektir á rafmyntinni ethereum hafi verið 790 milljónir dollara umfram innrennsli hjá Binance og bandarísku dótturfélagi þess síðasta sólarhringinn. Það er jafnvirði meira en 112 milljarða íslenskra króna. Í stefnu SEC gegn Binance er fyrirtækið sakað um „blekkingavef“ sem var ætlað að koma fyrirtækinu í kringum bandarísk lög. Binance er skráð á Cayman-eyjum og bandarískir notendur áttu aðeins að geta notað þjónustu dótturfélagsins Binance US.
Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58