Nýir skólastjórar úr ólíkum áttum hjá Kópavogsbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2023 16:44 Guðný, Margrét og Brynjar verða í aðalhlutverkum í þremur grunnskólum í Kópavogi á næsta ári. Kópavogsbær Brynjar Marinó Ólafsson, Guðný Sigurjónsdóttir og Margrét Ármann eru nýir skólastjórar í Kópavogi. Brynjar er nýr skólastjóri Snælandsskóla, Guðný í Kópavogsskóla og Margrét í Lindaskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Prófaði lögguna Brynjar Marinó, nýr skólastjóri Snæalndsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari með kjörsvið í stærðfræði og eðlisfræði árið 1999. Þá lauk hann M.Ed. gráðu í faggreinakennslu með kjörsvið í kennslu náttúrugreina og upplýsingatækni árið 2021. Brynjar hefur starfað við grunnskóla frá árinu 1999, að undanskildum þremur árum, 2001-2004, þar sem hann starfaði sem lögreglumaður í fullu starfi en því starfi sinnti hann einnig á sumrin og í hlutastarfi samhliða kennslu allt til ársins 2016. Brynjar starfaði sem faggreinakennari í eðlisfræði í Hagaskóla 1999-2001. Árið 2004, þegar hann snéri aftur til kennslu, gerðist hann umsjónarkennari og faggreinakennari í stærðfræði við Álftamýrarskóla og Háaleitisskóla og sinnti því starfi til ársins 2019. Jafnframt var hann umsjónarmaður félagsstarfs unglinga á árunum 2010-2017. Árið 2019 tók Brynjar við starfi aðstoðarskólastjóra Snælandsskóla til dagsins í dag. „Brynjar hefur innleitt breytingar og stuðlað að nýsköpun í skólastarfi. Hann hefur öðlast góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum í stjórnun, rekstri og skipulagi skólastarfs. Brynjar hefur jafnframt átt frumkvæði að og verið leiðandi í ýmiss konar þróunar- og faglegu starfi innan skólans, í samstarfi við kennara og annað starfsfólk, sem hefur haft jákvæð áhrif á skólastarf í Snælandsskóla,“ segir í tilkynningu. Kann sína stærðfræði Guðný, nýr skólastjóri Kópavogsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 2007. Þá lauk hún M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræðum með áherslu á stærðfræði árið 2015. Hún hefur starfað við grunnskóla frá árinu 2002 og allan tímann við Kópavogsskóla. Fyrstu tvö árin starfaði hún sem stuðningsfulltrúi við skólann og eftir útskrift úr kennaranámi árið 2007 starfaði hún sem umsjónarkennari við skólann. Á árunum 2014–2016 var hún deildarstjóri 6.–10. bekkjar. Frá árinu 2016 hefur hún verið aðstoðarskólastjóri við skólann eða þar til haustið 2022 þegar hún tók að sér að gegna stöðu skólastjóra Kópavogsskóla tímabundið vegna afleysinga. Guðný hefur góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum er lúta að stjórnun grunnskóla, bæði tengt samskiptum við nemendur og foreldra auk stjórnunar starfsmannamála. Hún hefur stýrt ýmsum verkefnum og þróunarstarfi innan Kópavogsskóla í samstarfi við kennara og stjórnendur, meðal annars í tengslum við samþættingu námsgreina og einstaklingsmiðaða kennslu. Guðný hefur jafnframt leitt vinnu við stefnumótun skólans með öllum aðilum skólasamfélagsins, nemendum, foreldrum og starfsfólki. Staðan auglýst að ári Margrét færir sig úr hlutverki aðstoðarskólastjóra í skólastjóra Lindaskóla næsta skólaár, tímabundið til eins árs þar til staðan verður auglýst að nýju. Margrét lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 1989 og lagði stund á sálfræðinám í Bandaríkjunum eftir það. Þá lauk hún mastersgráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2018. Frá árinu 2002 hefur Margrét starfað við Lindaskóla, fyrst sem enskukennari á elsta stigi, frá árinu 2007 sem deildarstjóri unglingastigs og frá árinu 2020 sem aðstoðarskólastjóri ásamt því að gegna áfram stöðu deildarstjóra elsta stigs. Margrét hefur starfað í stjórnunarteymi Lindaskóla í 16 ár. „Hún hefur leitt faglegt starf og skipulag kennslustarfs á unglingastigi Lindaskóla í nánu samstarfi við kennara og stjórnendateymi skólans og átt farsælt samstarf og samskipti við samstarfsfólk, nemendur og foreldra,“ segir í tilkynningu. Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Prófaði lögguna Brynjar Marinó, nýr skólastjóri Snæalndsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari með kjörsvið í stærðfræði og eðlisfræði árið 1999. Þá lauk hann M.Ed. gráðu í faggreinakennslu með kjörsvið í kennslu náttúrugreina og upplýsingatækni árið 2021. Brynjar hefur starfað við grunnskóla frá árinu 1999, að undanskildum þremur árum, 2001-2004, þar sem hann starfaði sem lögreglumaður í fullu starfi en því starfi sinnti hann einnig á sumrin og í hlutastarfi samhliða kennslu allt til ársins 2016. Brynjar starfaði sem faggreinakennari í eðlisfræði í Hagaskóla 1999-2001. Árið 2004, þegar hann snéri aftur til kennslu, gerðist hann umsjónarkennari og faggreinakennari í stærðfræði við Álftamýrarskóla og Háaleitisskóla og sinnti því starfi til ársins 2019. Jafnframt var hann umsjónarmaður félagsstarfs unglinga á árunum 2010-2017. Árið 2019 tók Brynjar við starfi aðstoðarskólastjóra Snælandsskóla til dagsins í dag. „Brynjar hefur innleitt breytingar og stuðlað að nýsköpun í skólastarfi. Hann hefur öðlast góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum í stjórnun, rekstri og skipulagi skólastarfs. Brynjar hefur jafnframt átt frumkvæði að og verið leiðandi í ýmiss konar þróunar- og faglegu starfi innan skólans, í samstarfi við kennara og annað starfsfólk, sem hefur haft jákvæð áhrif á skólastarf í Snælandsskóla,“ segir í tilkynningu. Kann sína stærðfræði Guðný, nýr skólastjóri Kópavogsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 2007. Þá lauk hún M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræðum með áherslu á stærðfræði árið 2015. Hún hefur starfað við grunnskóla frá árinu 2002 og allan tímann við Kópavogsskóla. Fyrstu tvö árin starfaði hún sem stuðningsfulltrúi við skólann og eftir útskrift úr kennaranámi árið 2007 starfaði hún sem umsjónarkennari við skólann. Á árunum 2014–2016 var hún deildarstjóri 6.–10. bekkjar. Frá árinu 2016 hefur hún verið aðstoðarskólastjóri við skólann eða þar til haustið 2022 þegar hún tók að sér að gegna stöðu skólastjóra Kópavogsskóla tímabundið vegna afleysinga. Guðný hefur góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum er lúta að stjórnun grunnskóla, bæði tengt samskiptum við nemendur og foreldra auk stjórnunar starfsmannamála. Hún hefur stýrt ýmsum verkefnum og þróunarstarfi innan Kópavogsskóla í samstarfi við kennara og stjórnendur, meðal annars í tengslum við samþættingu námsgreina og einstaklingsmiðaða kennslu. Guðný hefur jafnframt leitt vinnu við stefnumótun skólans með öllum aðilum skólasamfélagsins, nemendum, foreldrum og starfsfólki. Staðan auglýst að ári Margrét færir sig úr hlutverki aðstoðarskólastjóra í skólastjóra Lindaskóla næsta skólaár, tímabundið til eins árs þar til staðan verður auglýst að nýju. Margrét lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 1989 og lagði stund á sálfræðinám í Bandaríkjunum eftir það. Þá lauk hún mastersgráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2018. Frá árinu 2002 hefur Margrét starfað við Lindaskóla, fyrst sem enskukennari á elsta stigi, frá árinu 2007 sem deildarstjóri unglingastigs og frá árinu 2020 sem aðstoðarskólastjóri ásamt því að gegna áfram stöðu deildarstjóra elsta stigs. Margrét hefur starfað í stjórnunarteymi Lindaskóla í 16 ár. „Hún hefur leitt faglegt starf og skipulag kennslustarfs á unglingastigi Lindaskóla í nánu samstarfi við kennara og stjórnendateymi skólans og átt farsælt samstarf og samskipti við samstarfsfólk, nemendur og foreldra,“ segir í tilkynningu.
Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira