Innlent

Skjálfti í Bárðarbungu í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bárðarbunga sést í fjarska.
Bárðarbunga sést í fjarska. Vísir/Vilhelm

Skjálfti sem mældist 3,4 stig reið yfir í austanverðri öskju Bárðarbungu rétt eftir miðnætti í nótt.

Í gærkvöldi kom annar, upp á 2,8 stig á sama stað og nokkrir minni hafa einnig mælst. Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar segir að skjálftar af þessari stærð og jafnvel stærri séu ekki óalgengir í Bárðarbungu. Í febrúar síðastliðnum mældist þar skjálfti upp á 4,8 stig svo dæmi sé tekið.


Tengdar fréttir

Skjálfti af stærð 4,8 í Bárðar­bungu

Jarðskjálfti af stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu klukkan 8:41 í morgun. Nokkrir eftirskjálfatar hafa mælst síðan þá. Undanfarin ár hafa mælst nokkrir skjálftar af svipaðri stærðargráðu á svæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×