Tekjuöflun ríkisins réði för við gjaldtöku með stuttum fyrirvara Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júní 2023 17:12 Jóhannes Þór segir sjónarmið um tekjuöflun hafa ráðið för við ákvörðun um gjaldtöku í Jökulsárlóni. Vegna stutts fyrirvara sé um að ræða skatt á ferðaþjónustufyrirtæki. Samsett/Vilhelm Gjaldtaka sem átti að hefjast í Jökulsárlóni í gær frestast fram í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lýsir yfir vonbrigðum með stuttan fyrirvara fyrir gjaldtökuna og segir hana ekki fela í sér álagsstýringu heldur sé um að ræða tekjuöflun fyrir hið opinbera. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs, sagði í viðtali við Vísi að gjaldtakan frestist fram í næstu viku vegna „örlítilla tafa á aðföngum í verkefnið og af því það tekur smá tíma að finna iðnaðarmenn“. Stefnt sé að því að hefja gjaldtökuna fyrir næstu helgi. Hvað á þá eftir að gera fyrir gjaldtökuna? „Myndavélar og gjaldvélar verða settar upp á miðvikudaginn þannig að vonandi á fimmtudag eða föstudag er hægt að keyra þetta af stað,“ sagði Steinunn um upphaf gjaldtökunnar í næstu viku. Gjald verður innheimt með sama hætti og í Skaftafelli þar sem myndavélar mynda bílnúmer þeirra bíla sem koma inn á bílastæðin. Svo verður hægt að greiða þúsund króna gjaldið í greiðsluskýlum á aðalbílastæðinu við lónið eða með appi. Bílastæðið við Jökulsárlón er yfirleitt troðfullt af bílum enda einn vinsælasti áfangastaður landsins.Vísir/Vilhelm Stuttur fyrirvari vegna anna ráðuneytisins Aðspurð út í gagnrýni fulltrúa ferðaþjónustunnar á stuttum fyrirvari fyrir gjaldtökuna sagði Steinunn að gjaldtaka hafi legið fyrir lengi og það væri helst önnum í ráðuneytinu að kenna að ferðaþjónustan vissi ekki af henni fyrr. „Við erum búin að vera í góðu samtali við Samtök ferðaþjónustunnar síðustu mánuði. Vissulega fengu þau tilkynninguna með þriggja mánaða fyrirvara en þetta var búið að vera inni á borði Þjóðgarðsins síðan í nóvember og var sent inn til ráðuneytisins sem tillaga að breytingu í gjaldskrá í október í fyrra.“ „Þannig að þetta er nú kannski að hluta til vegna anna í ráðuneytinu,“ segir Steinunn um umhverfis- og loftslagsráðuneytið. „Engu að síður hefur þetta staðið til í langan tíma þó ekki sé farið í þessar framkvæmdir fyrr en núna og við erum í samtali við ferðaþjónustuna núna um þessi mál. Auðvitað má fyrirvarinn alltaf vera lengri en svona er þetta bara stundum,“ segir hún. „Þetta er gríðarlega dýrt í rekstri, þetta svæði, svo það er löngu tímabært að ráðast í framkvæmdir.“ Liggur fyrir hvernig peningurinn eigi að nýtast? „Þessar tekjur mega bara fara í viðhald á þeirri þjónustu sem veitt er. Þessi gjöld fara í bílastæðin, salernin, viðveru landvarða og fræðslu og ýmislegt sem við kemur rekstri á svæðinu. Það er kominn tími á endurnýjun salernisaðstöðu og við erum stöðugt að vinna í því.“ Falleg mynd frá Vestri Fellsfjöru við Jökulsárlón.Vísir/Vilhelm Stuttur fyrirvari og röng aðferðarfræði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi aðferðafræði yfirvalda við gjaldtökuna í færslu á Facebook í dag. Þar sagði hann að þegar opinber gjaldtaka er sett á við ferðamannastaði séu tvenns konar sjónarmið sem ráði för, annars vegar álagsstýring og hins vegar tekjuöflun opinberra aðila. Þessu tvennu væri oft ruglað saman í umræðunni en gjaldtaka sé hvorki ávísun á stýringu, né öfugt. Jóhannes sagði einnig að það væri í góðu lagi að ferðamenn greiði gjald fyrir þjónustu sem þeir njóta á ferðamannastöðum. Hins vegar væru tvö lykilprinsipp brotin varðandi „skynsamlega gjaldtöku af ferðamönnum“. Annars vegar væri verið að rukka ferðamenn fyrir þjónustu sem væri ekki enn komin. Hins vegar væri fyrirvarinn alltof stuttur, aðeins þrír mánuðir. Peningar hafi náð yfirhöndinni í stað skynsemi Í samtali við Vísi sagði Jóhannes að þetta væri mál sem „stjórnvöld þurfa að horfa til í heild sinni og er hluti af því hvernig er ætlað að horfa til þess að skipuleggja og stýra ferðaþjónustu sem atvinnugrein inn í framtíðina.“ Ferðaþjónustan væri mjög sammála því að uppbygging við Jökulsárslón sé nauðsynleg en þá þurfi þeir sem komi á staðinn að vera að greiða fyrir þjónustu sem sé þegar á staðnum en ekki fyrir framtíðarþjónustu. Jóhannes Þór segir ríkið brjóta tvö lykilprinsipp við skynsama gjaldtöku af ferðamönnum.Vísir/Arnar „Þegar einkaaðilar byggja upp ferðajónustu þá leggja þeir í fjárfestingu. Þeir byggja upp það sem þeir ætla að selja ferðamanninum og svo selja þeir það. Við teljum að ríkið eigi að hegða sér á sama hátt,“ sagði Jóhannes. Jóhannes segir að þegar fyrirvarinn sé svo stuttur þá beinist gjaldið að röngum aðilum. Í stað þess að verða gjald fyrir ferðamenn sem koma til landsins verði þetta að skatti fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Ætli ríkið að ráðast í gjaldtöku verði að gera það með lengri fyrirvara og leggur hann til að minnsta kosti átján mánaða fyrirvara. „Það er ráðherrans að sjá til þess að fyrirvarinn sé í lagi. Ég held einfaldlega að sjónarmið um að það vantaði peninga náð yfirhöndinni yfir það sem fólkið veit í Umhverfis- og loftslagsráðuneytinu, að það sé ekki skynsamleg að gera þetta með stuttum fyrirvara.“ Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. 20. mars 2023 10:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs, sagði í viðtali við Vísi að gjaldtakan frestist fram í næstu viku vegna „örlítilla tafa á aðföngum í verkefnið og af því það tekur smá tíma að finna iðnaðarmenn“. Stefnt sé að því að hefja gjaldtökuna fyrir næstu helgi. Hvað á þá eftir að gera fyrir gjaldtökuna? „Myndavélar og gjaldvélar verða settar upp á miðvikudaginn þannig að vonandi á fimmtudag eða föstudag er hægt að keyra þetta af stað,“ sagði Steinunn um upphaf gjaldtökunnar í næstu viku. Gjald verður innheimt með sama hætti og í Skaftafelli þar sem myndavélar mynda bílnúmer þeirra bíla sem koma inn á bílastæðin. Svo verður hægt að greiða þúsund króna gjaldið í greiðsluskýlum á aðalbílastæðinu við lónið eða með appi. Bílastæðið við Jökulsárlón er yfirleitt troðfullt af bílum enda einn vinsælasti áfangastaður landsins.Vísir/Vilhelm Stuttur fyrirvari vegna anna ráðuneytisins Aðspurð út í gagnrýni fulltrúa ferðaþjónustunnar á stuttum fyrirvari fyrir gjaldtökuna sagði Steinunn að gjaldtaka hafi legið fyrir lengi og það væri helst önnum í ráðuneytinu að kenna að ferðaþjónustan vissi ekki af henni fyrr. „Við erum búin að vera í góðu samtali við Samtök ferðaþjónustunnar síðustu mánuði. Vissulega fengu þau tilkynninguna með þriggja mánaða fyrirvara en þetta var búið að vera inni á borði Þjóðgarðsins síðan í nóvember og var sent inn til ráðuneytisins sem tillaga að breytingu í gjaldskrá í október í fyrra.“ „Þannig að þetta er nú kannski að hluta til vegna anna í ráðuneytinu,“ segir Steinunn um umhverfis- og loftslagsráðuneytið. „Engu að síður hefur þetta staðið til í langan tíma þó ekki sé farið í þessar framkvæmdir fyrr en núna og við erum í samtali við ferðaþjónustuna núna um þessi mál. Auðvitað má fyrirvarinn alltaf vera lengri en svona er þetta bara stundum,“ segir hún. „Þetta er gríðarlega dýrt í rekstri, þetta svæði, svo það er löngu tímabært að ráðast í framkvæmdir.“ Liggur fyrir hvernig peningurinn eigi að nýtast? „Þessar tekjur mega bara fara í viðhald á þeirri þjónustu sem veitt er. Þessi gjöld fara í bílastæðin, salernin, viðveru landvarða og fræðslu og ýmislegt sem við kemur rekstri á svæðinu. Það er kominn tími á endurnýjun salernisaðstöðu og við erum stöðugt að vinna í því.“ Falleg mynd frá Vestri Fellsfjöru við Jökulsárlón.Vísir/Vilhelm Stuttur fyrirvari og röng aðferðarfræði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi aðferðafræði yfirvalda við gjaldtökuna í færslu á Facebook í dag. Þar sagði hann að þegar opinber gjaldtaka er sett á við ferðamannastaði séu tvenns konar sjónarmið sem ráði för, annars vegar álagsstýring og hins vegar tekjuöflun opinberra aðila. Þessu tvennu væri oft ruglað saman í umræðunni en gjaldtaka sé hvorki ávísun á stýringu, né öfugt. Jóhannes sagði einnig að það væri í góðu lagi að ferðamenn greiði gjald fyrir þjónustu sem þeir njóta á ferðamannastöðum. Hins vegar væru tvö lykilprinsipp brotin varðandi „skynsamlega gjaldtöku af ferðamönnum“. Annars vegar væri verið að rukka ferðamenn fyrir þjónustu sem væri ekki enn komin. Hins vegar væri fyrirvarinn alltof stuttur, aðeins þrír mánuðir. Peningar hafi náð yfirhöndinni í stað skynsemi Í samtali við Vísi sagði Jóhannes að þetta væri mál sem „stjórnvöld þurfa að horfa til í heild sinni og er hluti af því hvernig er ætlað að horfa til þess að skipuleggja og stýra ferðaþjónustu sem atvinnugrein inn í framtíðina.“ Ferðaþjónustan væri mjög sammála því að uppbygging við Jökulsárslón sé nauðsynleg en þá þurfi þeir sem komi á staðinn að vera að greiða fyrir þjónustu sem sé þegar á staðnum en ekki fyrir framtíðarþjónustu. Jóhannes Þór segir ríkið brjóta tvö lykilprinsipp við skynsama gjaldtöku af ferðamönnum.Vísir/Arnar „Þegar einkaaðilar byggja upp ferðajónustu þá leggja þeir í fjárfestingu. Þeir byggja upp það sem þeir ætla að selja ferðamanninum og svo selja þeir það. Við teljum að ríkið eigi að hegða sér á sama hátt,“ sagði Jóhannes. Jóhannes segir að þegar fyrirvarinn sé svo stuttur þá beinist gjaldið að röngum aðilum. Í stað þess að verða gjald fyrir ferðamenn sem koma til landsins verði þetta að skatti fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Ætli ríkið að ráðast í gjaldtöku verði að gera það með lengri fyrirvara og leggur hann til að minnsta kosti átján mánaða fyrirvara. „Það er ráðherrans að sjá til þess að fyrirvarinn sé í lagi. Ég held einfaldlega að sjónarmið um að það vantaði peninga náð yfirhöndinni yfir það sem fólkið veit í Umhverfis- og loftslagsráðuneytinu, að það sé ekki skynsamleg að gera þetta með stuttum fyrirvara.“
Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. 20. mars 2023 10:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. 20. mars 2023 10:26