„Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2023 12:36 Einar segir málið hafa tekið mikið á fjölskylduna. Skýrsla gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sé kærkomin til að ljúka málinu. Aðsend/Vísir/Arnar Faðir stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega síðasta sumar segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar. Málið hafi tekið mikið á fjölskylduna. Foreldrar stúlkunnar, sem greindi frá því á heimferðardegi úr Reykjadal síðasta sumar að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni með því að snerta einkastaði hennar, eru ánægðir með skýrslu gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) um málið. „Hún fer bara mjög vel og ítarlega yfir málið og sýnir svart á hvítu hvað fór úrskeiðis hjá starfsmönnum Reykjadals og starfsmönnum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra,“ segir Einar Örn Jónsson, faðir stúlkunnar. Skýrslan sýni að engar viðbragðsáætlanir hafi verið til staðar og því hafi starfsmenn ekki vitað hvernig bregðast ætti við frásögn stúlkunnar. „Og í raun gerðu þeir bara illt verra með því að spilla vettvangi, kalla ekki til lögreglu og komu meira að segja geranda undan,“ segir Einar og vísar þar til þess að meintur gerandi hafi verið keyrður heim af starfsmanni eftir að atvikið kom upp. Einar segir málið hafa tekið mikið á fjölskylduna. Skýrsla gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sé kærkomin til að ljúka málinu.Aðsend Skýrslan hjálpi til við að ljúka málinu Í skýrslunni er fjallað um að alvarlegur misbrestur hafi verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda sumarbúðanna þegar upp komst um atvikið. Viðbrögð hafi verið ámælisverð og ómarkviss. Einar tekur undir það og segir skipta miklu að fá skýrsluna fram, enda staðfesti hún það sem hann og Halla Ingibjörg Leonhardsdóttir, móðir stúlkunar, hafi sagt um málið. „Við viljum einhvern veginn ljúka þessu máli. Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan, sárindum og leiðindum. Það að fá þessa skýrslu það hjálpar til. Það hjálpar til við að ljúka þessu máli og komast yfir þetta.“ Í skýrslunni koma fram athugasemdir foreldra stúlkunnar við frumskýrslu GEV um málið. Þar segja þau ekki rétt að starfsmenn Reykjadals eða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF) hafi kallað til lögreglu, heldur hafi það verið móðir stúlkunnar. Einar segist við lestur frumskýrslunnar hafa fengið á tilfinninguna að upplýsinga hafi fyrst og fremst verið aflað hjá SLF, sem hafi reynt að fegra sinn hlut í málinu. „En í nýju skýrslunni þá hefur verið haft samband við lögreglu og okkar athugasemdir teknar inn, auk athugasemda frá embætti réttindagæslumanns fatlaðs fólks og fleiri. Þetta er bara mjög vel unnið plagg og við erum í meginatriðum mjög sátt við þetta,“ segir Einar. Vonast til að sjá breytingar Hann voni að skýrslan hafi áhrif til góðs, en veit til þess að þegar sé farið í að koma upp verkferlum og þjálfa starfsfólk Reykjadals til að bregðast við málum sem þessum. Fleira þurfi þó að breytast. „En við myndum gjarnan vilja sjá að það verði hnykkt á þessu í lögum og reglugerðum um starfsemi sumarbúða, og hvers kyns tómstundastarf í raun. Að það verði settar mjög skýrar reglur um öryggismál fyrir alla sem standa að slíkum rekstri eða slíkri starfsemi. Sérstaklega þegar kemur að ofbeldismálum, ég tala nú ekki um kynferðisofbeldi,“ segir Einar. Slíkar reglur ættu að vera skýrar og aðgengilegar, til að koma í veg fyrir að mál sem þetta komi upp. Einar segir að fjölskyldan hafi rætt hugmyndir um slíkt við félagsmálaráðherra og barnamálaráðherra og vel hafi verið tekið í þær. Hann er bjartsýnn á að skýrslan hafi jákvæð áhrif. „Ég held að það sé samfélagslegur vilji til að hafa þessi mál í lagi. Það er enginn sem vill hafa þetta í ólagi.“ Ekki hægt að stoppa lífið Einar segir að málið allt hafi tekið mikið á fjölskylduna sem hafi leitað aðstoðar hjá Stígamótum og sálfræðingum. „Sérstaklega þegar það kemur, eins og í gær þegar skýrslan kemur út, þá ýfir það upp sárin og veldur aukaálagi. En það er samt eitthvað sem við verðum að takast á við og gerir okkur gott á endanum. Þetta er bara hluti af ferlinu, að vinna úr þessu.“ Nú horfi fjölskyldan fram veginn. „Það er ekkert hægt að láta þetta stoppa lífið eða neitt svoleiðis. Við bara höldum áfram og gerum það besta úr stöðunni. Þó þetta sé hræðilegt mál og ég óski ekki mínum versta óvini að lenda í þessu þá verður maður bara að komast í gegnum þetta og halda áfram,“ segir Einar. Í samtali við Vísi staðfestir réttargæslumaður stúlkunnar, Sigurður Freyr Sigurðsson, að rannsókn málsins hjá lögreglu sé að mestu leyti lokið. Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01 Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Foreldrar stúlkunnar, sem greindi frá því á heimferðardegi úr Reykjadal síðasta sumar að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni með því að snerta einkastaði hennar, eru ánægðir með skýrslu gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) um málið. „Hún fer bara mjög vel og ítarlega yfir málið og sýnir svart á hvítu hvað fór úrskeiðis hjá starfsmönnum Reykjadals og starfsmönnum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra,“ segir Einar Örn Jónsson, faðir stúlkunnar. Skýrslan sýni að engar viðbragðsáætlanir hafi verið til staðar og því hafi starfsmenn ekki vitað hvernig bregðast ætti við frásögn stúlkunnar. „Og í raun gerðu þeir bara illt verra með því að spilla vettvangi, kalla ekki til lögreglu og komu meira að segja geranda undan,“ segir Einar og vísar þar til þess að meintur gerandi hafi verið keyrður heim af starfsmanni eftir að atvikið kom upp. Einar segir málið hafa tekið mikið á fjölskylduna. Skýrsla gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sé kærkomin til að ljúka málinu.Aðsend Skýrslan hjálpi til við að ljúka málinu Í skýrslunni er fjallað um að alvarlegur misbrestur hafi verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda sumarbúðanna þegar upp komst um atvikið. Viðbrögð hafi verið ámælisverð og ómarkviss. Einar tekur undir það og segir skipta miklu að fá skýrsluna fram, enda staðfesti hún það sem hann og Halla Ingibjörg Leonhardsdóttir, móðir stúlkunar, hafi sagt um málið. „Við viljum einhvern veginn ljúka þessu máli. Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan, sárindum og leiðindum. Það að fá þessa skýrslu það hjálpar til. Það hjálpar til við að ljúka þessu máli og komast yfir þetta.“ Í skýrslunni koma fram athugasemdir foreldra stúlkunnar við frumskýrslu GEV um málið. Þar segja þau ekki rétt að starfsmenn Reykjadals eða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF) hafi kallað til lögreglu, heldur hafi það verið móðir stúlkunnar. Einar segist við lestur frumskýrslunnar hafa fengið á tilfinninguna að upplýsinga hafi fyrst og fremst verið aflað hjá SLF, sem hafi reynt að fegra sinn hlut í málinu. „En í nýju skýrslunni þá hefur verið haft samband við lögreglu og okkar athugasemdir teknar inn, auk athugasemda frá embætti réttindagæslumanns fatlaðs fólks og fleiri. Þetta er bara mjög vel unnið plagg og við erum í meginatriðum mjög sátt við þetta,“ segir Einar. Vonast til að sjá breytingar Hann voni að skýrslan hafi áhrif til góðs, en veit til þess að þegar sé farið í að koma upp verkferlum og þjálfa starfsfólk Reykjadals til að bregðast við málum sem þessum. Fleira þurfi þó að breytast. „En við myndum gjarnan vilja sjá að það verði hnykkt á þessu í lögum og reglugerðum um starfsemi sumarbúða, og hvers kyns tómstundastarf í raun. Að það verði settar mjög skýrar reglur um öryggismál fyrir alla sem standa að slíkum rekstri eða slíkri starfsemi. Sérstaklega þegar kemur að ofbeldismálum, ég tala nú ekki um kynferðisofbeldi,“ segir Einar. Slíkar reglur ættu að vera skýrar og aðgengilegar, til að koma í veg fyrir að mál sem þetta komi upp. Einar segir að fjölskyldan hafi rætt hugmyndir um slíkt við félagsmálaráðherra og barnamálaráðherra og vel hafi verið tekið í þær. Hann er bjartsýnn á að skýrslan hafi jákvæð áhrif. „Ég held að það sé samfélagslegur vilji til að hafa þessi mál í lagi. Það er enginn sem vill hafa þetta í ólagi.“ Ekki hægt að stoppa lífið Einar segir að málið allt hafi tekið mikið á fjölskylduna sem hafi leitað aðstoðar hjá Stígamótum og sálfræðingum. „Sérstaklega þegar það kemur, eins og í gær þegar skýrslan kemur út, þá ýfir það upp sárin og veldur aukaálagi. En það er samt eitthvað sem við verðum að takast á við og gerir okkur gott á endanum. Þetta er bara hluti af ferlinu, að vinna úr þessu.“ Nú horfi fjölskyldan fram veginn. „Það er ekkert hægt að láta þetta stoppa lífið eða neitt svoleiðis. Við bara höldum áfram og gerum það besta úr stöðunni. Þó þetta sé hræðilegt mál og ég óski ekki mínum versta óvini að lenda í þessu þá verður maður bara að komast í gegnum þetta og halda áfram,“ segir Einar. Í samtali við Vísi staðfestir réttargæslumaður stúlkunnar, Sigurður Freyr Sigurðsson, að rannsókn málsins hjá lögreglu sé að mestu leyti lokið.
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01 Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01
Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33