Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. júní 2023 08:34 Heiða segir erfitt fyrir sveitarfélögin að vera í deilum við starfsfólk. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. Heiða Björg var gestur í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi stöðuna í vinnudeilu sveitarfélaganna og BSRB, þótt hún sé ekki beinn þátttakandi í viðræðunum. Kemur hún þó að því að skipa samninganefnd og setja markmið fyrir viðræðurnar. Sagði hún að sveitarfélögin séu í samfloti með hinu opinbera, það er ríkinu og Reykjavíkurborg sem semur sér. Allir þessir aðilar hafi sameiginleg markmið hvað varðar launamál. „Við getum ekki breytt þessu í samningagerð við eitt verkalýðsfélag,“ sagði Heiða. „Við þurfum þá að taka einhverja heildarákvörðun um launasetningu á Íslandi og hvaða hópa við viljum hækka.“ Réttur fólks að fara í verkfall Heiða sagði eðlilegt að fólk myndi takast á um kaup og kjör en það væri vitaskuld vonbrigði þegar vinnudeilur verða það harðar að það komi til verkfalls. Það þurfi þó að sýna þessu skilning og að það sé réttur fólks að nýta verkfallsrétt sinn. „Okkur finnst erfitt að vera í deilum við okkar starfsfólk því að við leggjum okkur fram um að vera góðir vinnustaðir og búa vel að okkar starfsfólki,“ sagði Heiða. Það hefði þó verið þannig lengi að sveitarfélögin greiddu lægstu launin. Bæði sveitarfélögin og BSRB væru hins vegar sammála um það að lægstu launin muni hækka í samningi, þegar hann loksins verður til. Hvorugur fari ánægður frá borði Hvenær það verður sé ekki gott að segja. Heiða sagðist bjartsýn á að verkfall yrði ekki langt fram á sumarið. Verið væri að vinna að árs samningi og svo verður farið strax að huga að næstu samningagerð. Ásteytingarsteinninn væri krafa BSRB um að fara með hækkanir inn í síðasta samningstímabil. Það væri ekki hægt og að sveitarfélögin hefðu farið yfir það með lögfræðingum sínum. Hún gerir hins vegar ráð fyrir að þegar samningur loks náist fari hvorugur aðili fyllilega ánægður frá borði, eins og venjan sé í kjaradeilum. „Staða sveitarfélaganna er eins og hún er. Við erum flest að reka okkur í járnum við að ná endum saman og reka samfélögin okkar vel. En ég held að heimilin séu mörg líka þar. Margt fólk í BSRB er ekki hálaunafólk og ég skil vel að þau vilji hærri laun,“ sagði Heiða. Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. Bítið Kjaramál Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Heiða Björg var gestur í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi stöðuna í vinnudeilu sveitarfélaganna og BSRB, þótt hún sé ekki beinn þátttakandi í viðræðunum. Kemur hún þó að því að skipa samninganefnd og setja markmið fyrir viðræðurnar. Sagði hún að sveitarfélögin séu í samfloti með hinu opinbera, það er ríkinu og Reykjavíkurborg sem semur sér. Allir þessir aðilar hafi sameiginleg markmið hvað varðar launamál. „Við getum ekki breytt þessu í samningagerð við eitt verkalýðsfélag,“ sagði Heiða. „Við þurfum þá að taka einhverja heildarákvörðun um launasetningu á Íslandi og hvaða hópa við viljum hækka.“ Réttur fólks að fara í verkfall Heiða sagði eðlilegt að fólk myndi takast á um kaup og kjör en það væri vitaskuld vonbrigði þegar vinnudeilur verða það harðar að það komi til verkfalls. Það þurfi þó að sýna þessu skilning og að það sé réttur fólks að nýta verkfallsrétt sinn. „Okkur finnst erfitt að vera í deilum við okkar starfsfólk því að við leggjum okkur fram um að vera góðir vinnustaðir og búa vel að okkar starfsfólki,“ sagði Heiða. Það hefði þó verið þannig lengi að sveitarfélögin greiddu lægstu launin. Bæði sveitarfélögin og BSRB væru hins vegar sammála um það að lægstu launin muni hækka í samningi, þegar hann loksins verður til. Hvorugur fari ánægður frá borði Hvenær það verður sé ekki gott að segja. Heiða sagðist bjartsýn á að verkfall yrði ekki langt fram á sumarið. Verið væri að vinna að árs samningi og svo verður farið strax að huga að næstu samningagerð. Ásteytingarsteinninn væri krafa BSRB um að fara með hækkanir inn í síðasta samningstímabil. Það væri ekki hægt og að sveitarfélögin hefðu farið yfir það með lögfræðingum sínum. Hún gerir hins vegar ráð fyrir að þegar samningur loks náist fari hvorugur aðili fyllilega ánægður frá borði, eins og venjan sé í kjaradeilum. „Staða sveitarfélaganna er eins og hún er. Við erum flest að reka okkur í járnum við að ná endum saman og reka samfélögin okkar vel. En ég held að heimilin séu mörg líka þar. Margt fólk í BSRB er ekki hálaunafólk og ég skil vel að þau vilji hærri laun,“ sagði Heiða. Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi.
Bítið Kjaramál Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira