Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. júní 2023 08:34 Heiða segir erfitt fyrir sveitarfélögin að vera í deilum við starfsfólk. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. Heiða Björg var gestur í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi stöðuna í vinnudeilu sveitarfélaganna og BSRB, þótt hún sé ekki beinn þátttakandi í viðræðunum. Kemur hún þó að því að skipa samninganefnd og setja markmið fyrir viðræðurnar. Sagði hún að sveitarfélögin séu í samfloti með hinu opinbera, það er ríkinu og Reykjavíkurborg sem semur sér. Allir þessir aðilar hafi sameiginleg markmið hvað varðar launamál. „Við getum ekki breytt þessu í samningagerð við eitt verkalýðsfélag,“ sagði Heiða. „Við þurfum þá að taka einhverja heildarákvörðun um launasetningu á Íslandi og hvaða hópa við viljum hækka.“ Réttur fólks að fara í verkfall Heiða sagði eðlilegt að fólk myndi takast á um kaup og kjör en það væri vitaskuld vonbrigði þegar vinnudeilur verða það harðar að það komi til verkfalls. Það þurfi þó að sýna þessu skilning og að það sé réttur fólks að nýta verkfallsrétt sinn. „Okkur finnst erfitt að vera í deilum við okkar starfsfólk því að við leggjum okkur fram um að vera góðir vinnustaðir og búa vel að okkar starfsfólki,“ sagði Heiða. Það hefði þó verið þannig lengi að sveitarfélögin greiddu lægstu launin. Bæði sveitarfélögin og BSRB væru hins vegar sammála um það að lægstu launin muni hækka í samningi, þegar hann loksins verður til. Hvorugur fari ánægður frá borði Hvenær það verður sé ekki gott að segja. Heiða sagðist bjartsýn á að verkfall yrði ekki langt fram á sumarið. Verið væri að vinna að árs samningi og svo verður farið strax að huga að næstu samningagerð. Ásteytingarsteinninn væri krafa BSRB um að fara með hækkanir inn í síðasta samningstímabil. Það væri ekki hægt og að sveitarfélögin hefðu farið yfir það með lögfræðingum sínum. Hún gerir hins vegar ráð fyrir að þegar samningur loks náist fari hvorugur aðili fyllilega ánægður frá borði, eins og venjan sé í kjaradeilum. „Staða sveitarfélaganna er eins og hún er. Við erum flest að reka okkur í járnum við að ná endum saman og reka samfélögin okkar vel. En ég held að heimilin séu mörg líka þar. Margt fólk í BSRB er ekki hálaunafólk og ég skil vel að þau vilji hærri laun,“ sagði Heiða. Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. Bítið Kjaramál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Heiða Björg var gestur í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi stöðuna í vinnudeilu sveitarfélaganna og BSRB, þótt hún sé ekki beinn þátttakandi í viðræðunum. Kemur hún þó að því að skipa samninganefnd og setja markmið fyrir viðræðurnar. Sagði hún að sveitarfélögin séu í samfloti með hinu opinbera, það er ríkinu og Reykjavíkurborg sem semur sér. Allir þessir aðilar hafi sameiginleg markmið hvað varðar launamál. „Við getum ekki breytt þessu í samningagerð við eitt verkalýðsfélag,“ sagði Heiða. „Við þurfum þá að taka einhverja heildarákvörðun um launasetningu á Íslandi og hvaða hópa við viljum hækka.“ Réttur fólks að fara í verkfall Heiða sagði eðlilegt að fólk myndi takast á um kaup og kjör en það væri vitaskuld vonbrigði þegar vinnudeilur verða það harðar að það komi til verkfalls. Það þurfi þó að sýna þessu skilning og að það sé réttur fólks að nýta verkfallsrétt sinn. „Okkur finnst erfitt að vera í deilum við okkar starfsfólk því að við leggjum okkur fram um að vera góðir vinnustaðir og búa vel að okkar starfsfólki,“ sagði Heiða. Það hefði þó verið þannig lengi að sveitarfélögin greiddu lægstu launin. Bæði sveitarfélögin og BSRB væru hins vegar sammála um það að lægstu launin muni hækka í samningi, þegar hann loksins verður til. Hvorugur fari ánægður frá borði Hvenær það verður sé ekki gott að segja. Heiða sagðist bjartsýn á að verkfall yrði ekki langt fram á sumarið. Verið væri að vinna að árs samningi og svo verður farið strax að huga að næstu samningagerð. Ásteytingarsteinninn væri krafa BSRB um að fara með hækkanir inn í síðasta samningstímabil. Það væri ekki hægt og að sveitarfélögin hefðu farið yfir það með lögfræðingum sínum. Hún gerir hins vegar ráð fyrir að þegar samningur loks náist fari hvorugur aðili fyllilega ánægður frá borði, eins og venjan sé í kjaradeilum. „Staða sveitarfélaganna er eins og hún er. Við erum flest að reka okkur í járnum við að ná endum saman og reka samfélögin okkar vel. En ég held að heimilin séu mörg líka þar. Margt fólk í BSRB er ekki hálaunafólk og ég skil vel að þau vilji hærri laun,“ sagði Heiða. Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi.
Bítið Kjaramál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira