Viðskipti innlent

Ný stjórn FKA Framtíðar kjörin

Máni Snær Þorláksson skrifar
Sigríður Inga Svarfdal, Sjöfn Arna Karlsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sólveig R Gunnarsdóttir, Árdís Hrafnsdóttir, Ester Sif Harðardóttir og Maríanna Finnbogadóttir skipa nýja stjórn FKA Framtíðar.
Sigríður Inga Svarfdal, Sjöfn Arna Karlsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sólveig R Gunnarsdóttir, Árdís Hrafnsdóttir, Ester Sif Harðardóttir og Maríanna Finnbogadóttir skipa nýja stjórn FKA Framtíðar. Silla Páls

Ný stjórn FKA framtíðar, sem er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, var kosin á aðalfundi deildarinnar á dögunum. Kosið er til tveggja ára í senn. Markmið deildarinnar er að vera stuðningsnet og stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun fyrir konur.

Að því fram kemur í tilkynningu leggur deildin áherslu á uppbyggingu tengslanets og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun, bæði fag- og persónulega. Deildin sé fyrir konur sem vilji halda áfram að læra, þróast, þiggja og gefa af sér til annarra kvenna.

„FKA Framtíð vill vera stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun og stuðningsnet fyrir konur svo þær geti fullnýtt hæfileika sína og möguleika. FKA Framtíð trúir því að saman séum við sterkari en umfram allt þá þurfi að vera gaman!“

Meðal verkefna deildarinnar er Mentorverkefni en í tilkynningu segir að það sé mjög eftirsótt. Í því sé komið upp samstarfi milli kvenna, til dæmis á milli reyndra leiðtoga og þeirra sem eru óreyndari. Hátt í hundrað konur í atvinnulífinu tóku þátt í verkefninu síðastliðinn vetur og setur nýkjörin stjórn sér markmið um að stækka það enn frekar.


Nýja stjórn FKA Framtíðar skipa:

Árdís Ethel Hrafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair.

Ester Sif Harðardóttir, forstöðumaður reikningshalds og uppgjöra.

Karlotta Halldórsdóttir, samskiptastjóri hjá HMS.

Maríanna Finnbogadóttir, mannauðsráðgjafi í Arion Banka.

Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá YAY ehf.

Sjöfn Arna Karlsdóttir, verkefnastjóri reikningshalds hjá HMS.

Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, óháður fyrirtækja- og fjármálaráðgjafi hjá Sólveig ehf. og fjármálastjóri GeoSilica.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×