Sackler-fjölskyldan kemst undan ábyrgð á ópíóíðafaraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2023 15:35 Spjöld í líki legsteina fórnarlamba ópíóíðafaraldursins við dómshús þar sem mál gegn Purdue Pharma var tekið fyrir árið 2021. Talið er að faraldurinn hafi dregið um hálfa milljón manna til bana í Bandaríkjunum einum saman. AP/Seth Wenig Niðurstaða bandarísks áfrýjunardómstóls þýðir að Sackler-fjölskyldan, eigandi framleiðanda lyfsins OxiContins, kemst hjá persónulegri ábyrgð á ópíóíðafaraldrinum. Fjölskyldan þarf þó að sleppa takinu á lyfjafyrirtækinu og greiða milljarða dollara til að gera sátt um lyktir málaferla gegn því. Purdue Pharma í eigu Sackler-fjölskyldunnar er þekktasti framleiðandi OxyContins, sterks verkjalyfs sem hefur valdið þúsundum dauðsfalla í faraldri sem hefur geisað um allan heim. Hópur bandarískra ríkja, sveitarstjórna og frumbyggjaættbálka stefndi fyrirtækinu vegna faraldursins en málinu lauk með sátt sem felur það í sér að Sackler-fjölskyldan láti frá sér fyrirtækið og greiði á bilinu 5,5 til 6 milljarða dollara til berjast gegn ópíóíðafaraldrinum. Fjölskyldan setti það ófrávíkjanlega skilyrði fyrir sáttinni að hún njóti friðhelgi gegn einkamálum sem kynnu ella að vera höfðuð gegn henni vegna persónulegrar ábyrgðar hennar á faraldrinum. Gæti endað fyrir hæstarétti Þessi sátt hefur velkst um fyrir bandarískum dómstólum undanfarin ár. Alríkisumdæmisdómstól hafnaði sáttinni á þeim forsendum að skiptarétti hefði ekki verið heimilt að veita Sackler-fjölskyldunni friðhelgi fyrir einkamálum þar sem hún hefði ekki sóst eftir gjaldþrotameðferð sjálf árið 2021. Alríkisáfrýjunardómstóll sneri þeim úrskurði við í dag og er leiðin nú greið til þess að ljúka sátinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Skiptaréttur þarf þó enn að leggja blessun sína yfir sáttina. Ekki er þó loku fyrir það skotið að sáttinni verði skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að öll ríkin sem höfðuðu upphaflega málið gegn Purdue hafi fallið frá efasemdum sínum um sáttina fyrr á þessu ári er gjaldþrotadeild bandaríska dómsmálaráðuneytisins andsnúin henni. Lögmaður hennar sagði áfrýjunardómstólnum í fyrra að það stæðist ekki að fólk ekki hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð og hefur ekki þurft að gefa eftir flestar eignir sínar fái vernd fyrir dómsmálum. Aðrir stórir lyfjaframleiðendur ópíóíðalyfja, dreifingarfyrirtækið og apótek hafa gert sambærilegar sáttir upp á um fimmtíu milljarða dollara vegna síns hluta í faraldrinum á undanförnum árum. Þeirra á meðal eru lyfjafyrirtækin Johnson & Johnson og Teva, sem keypti íslenska lyfjafyrirtækið Actavis. Bandaríkin Lyf Dómsmál Tengdar fréttir Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07 Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Purdue Pharma í eigu Sackler-fjölskyldunnar er þekktasti framleiðandi OxyContins, sterks verkjalyfs sem hefur valdið þúsundum dauðsfalla í faraldri sem hefur geisað um allan heim. Hópur bandarískra ríkja, sveitarstjórna og frumbyggjaættbálka stefndi fyrirtækinu vegna faraldursins en málinu lauk með sátt sem felur það í sér að Sackler-fjölskyldan láti frá sér fyrirtækið og greiði á bilinu 5,5 til 6 milljarða dollara til berjast gegn ópíóíðafaraldrinum. Fjölskyldan setti það ófrávíkjanlega skilyrði fyrir sáttinni að hún njóti friðhelgi gegn einkamálum sem kynnu ella að vera höfðuð gegn henni vegna persónulegrar ábyrgðar hennar á faraldrinum. Gæti endað fyrir hæstarétti Þessi sátt hefur velkst um fyrir bandarískum dómstólum undanfarin ár. Alríkisumdæmisdómstól hafnaði sáttinni á þeim forsendum að skiptarétti hefði ekki verið heimilt að veita Sackler-fjölskyldunni friðhelgi fyrir einkamálum þar sem hún hefði ekki sóst eftir gjaldþrotameðferð sjálf árið 2021. Alríkisáfrýjunardómstóll sneri þeim úrskurði við í dag og er leiðin nú greið til þess að ljúka sátinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Skiptaréttur þarf þó enn að leggja blessun sína yfir sáttina. Ekki er þó loku fyrir það skotið að sáttinni verði skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að öll ríkin sem höfðuðu upphaflega málið gegn Purdue hafi fallið frá efasemdum sínum um sáttina fyrr á þessu ári er gjaldþrotadeild bandaríska dómsmálaráðuneytisins andsnúin henni. Lögmaður hennar sagði áfrýjunardómstólnum í fyrra að það stæðist ekki að fólk ekki hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð og hefur ekki þurft að gefa eftir flestar eignir sínar fái vernd fyrir dómsmálum. Aðrir stórir lyfjaframleiðendur ópíóíðalyfja, dreifingarfyrirtækið og apótek hafa gert sambærilegar sáttir upp á um fimmtíu milljarða dollara vegna síns hluta í faraldrinum á undanförnum árum. Þeirra á meðal eru lyfjafyrirtækin Johnson & Johnson og Teva, sem keypti íslenska lyfjafyrirtækið Actavis.
Bandaríkin Lyf Dómsmál Tengdar fréttir Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07 Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09