Erlent

Dróna­á­rásir á Kænu­garð og Moskvu í nótt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregluþjónar aðstoða særðan mann við að yfirgefa heimili sitt eftir árásirnar í nótt.
Lögregluþjónar aðstoða særðan mann við að yfirgefa heimili sitt eftir árásirnar í nótt. AP/Alex Babenko

Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 

Borgarstjóri Moskvu sagði drónaárás hafa valdið minniháttar skemmdum á nokkrum bygginum. Viðbragðsaðilar væru á vettvang en engin alvarleg slys hefðu orðið á fólki.

Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði árásirnar þar hafa verið umfangsmiklar. Um er að ræða þriðju nóttina í röð þar sem Rússar ráðast á höfuðborg Úkraínu með drónum og eldflaugum.

Klitschko hvatti alla íbúa til að leita skjóls þegar árásirnar hófust en viðvörunum var aflétt þremur tímum síðar. 

Árásirnar í nótt voru þær sautjándu í maí en sérfræðingar segja Rússa nú freista þess að þreyta og vinna skaða á loftvörnum Úkraínu áður en þeir hefja fyrirhugaða gagnárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×