Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 23:24 Heimavistinni hafði verið læst innan frá þegar hún brann. Almannaupplýsingaráðuneyti Gvæjönu/AP Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Lögreglan í Gvæjönu telur að stúlkan hafi kveikt eld í heimavist stúlkna við Mahdia gagnfræðaskólanum, sem sér börnum úr þorpum frumbyggja landins fyrir menntun, til þess að ná sér niður á heimavistarverði sem hafði gert farsíma hennar upptækan. Í frétt Guardian um málið segir að ákveðið hafi verið að rétta yfir stúlkunni sem fullorðnum einstaklingi og því liggi allt að lífstíðarfangelsi við meintum brotum hennar. Stúlkan kom fyrir rétt í Georgetown, höfuðborg Gvæjönu, í gegnum fjarfundarbúnað í dag en henni var ekki gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hún mun koma aftur fyrir dóm þann 5. júlí, þegar ákveðið verður hvort efnisleg meðferð á máli hennar fari fram. Þangað til fær hún að dúsa í gæsluvarðhaldi. Vistarvörður hafði læst öllum dyrum Eldurinn kviknaði, eða var kveiktur, skömmu fyrir miðnætti sunnudaginn 21. maí síðastliðinn. Þá hafði vistarvörður heimavistarinnar læst öllum fimm dyrum vistarinnar innan frá. Gerald Gouveia, öryggisráðgjafi ríkisstjórnar Gvæjönu, hefur sagt að vörðurinn hafi læst stúlkurnar inni til þess að koma í veg fyrir að þær færu út á lífið. Þegar eldurinn geisaði hafi hann svo í óðagoti átt erfitt með að taka dyrnar úr lás. Sem áður segir brunnu átján stúlkur inni og fimm ára drengur. Þá slösuðust á þriðja tug nemenda, flestir lítillega en einn hefur verið fluttur í lífshættu á sjúkrahús í New York í Bandaríkjunum. Gvæjana Erlend sakamál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Lögreglan í Gvæjönu telur að stúlkan hafi kveikt eld í heimavist stúlkna við Mahdia gagnfræðaskólanum, sem sér börnum úr þorpum frumbyggja landins fyrir menntun, til þess að ná sér niður á heimavistarverði sem hafði gert farsíma hennar upptækan. Í frétt Guardian um málið segir að ákveðið hafi verið að rétta yfir stúlkunni sem fullorðnum einstaklingi og því liggi allt að lífstíðarfangelsi við meintum brotum hennar. Stúlkan kom fyrir rétt í Georgetown, höfuðborg Gvæjönu, í gegnum fjarfundarbúnað í dag en henni var ekki gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hún mun koma aftur fyrir dóm þann 5. júlí, þegar ákveðið verður hvort efnisleg meðferð á máli hennar fari fram. Þangað til fær hún að dúsa í gæsluvarðhaldi. Vistarvörður hafði læst öllum dyrum Eldurinn kviknaði, eða var kveiktur, skömmu fyrir miðnætti sunnudaginn 21. maí síðastliðinn. Þá hafði vistarvörður heimavistarinnar læst öllum fimm dyrum vistarinnar innan frá. Gerald Gouveia, öryggisráðgjafi ríkisstjórnar Gvæjönu, hefur sagt að vörðurinn hafi læst stúlkurnar inni til þess að koma í veg fyrir að þær færu út á lífið. Þegar eldurinn geisaði hafi hann svo í óðagoti átt erfitt með að taka dyrnar úr lás. Sem áður segir brunnu átján stúlkur inni og fimm ára drengur. Þá slösuðust á þriðja tug nemenda, flestir lítillega en einn hefur verið fluttur í lífshættu á sjúkrahús í New York í Bandaríkjunum.
Gvæjana Erlend sakamál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira