Arnar Grétarsson: Við setjum þetta aftur upp í mót Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2023 22:01 Arnar var sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, var létt í leikslok eftir sigur síns liðs gegn Víkingum. Valsmenn átt erfiða leiki undanfarið og tókst nú að vera fyrsta liðið til þess að stoppa sigurgöngu Víkinga. “Já auðvitað þegar við töpum gegn Grindavík, gerum jafntefli við Keflavík og töpum svo gegn Breiðabliki. Þetta er bara alltaf erfitt þegar þú vinnur ekki fótboltaleiki og ég tala nú ekki um í liði sem vill ná árangri. Við erum alveg meðavitaðir um það að við erum á réttri leið og erum að gera góða hluti. Bara hörku leikur tveggja góðra liða í dag. Maður sér að Víkingar eru með bullandi sjálfstraust og halda alltaf áfram. Þrátt fyrir að lenda undir í tvígang og koma til baka. En ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig, skorum þrjú góð mörk og áttum fín upphlaup. Maður sá það að menn voru stundum smá hræddir við að halda í tuðruna sem er skiljanlegt,” sagði Arnar. Hlynur Freyr Karlsson var einn besti maður vallarins í kvöld í áhugaverðu hlutverki. Honum var stillt upp á miðjunni en lék oftar en ekki í miðri varnarlínunni. “Við ætluðum að láta hann díla við Nikolaj. Þeir fara alltaf í þetta 3-2-5, overloada öðru hvoru megin og menn lenda í basli. Þá vildum við að hafsentarnir myndu stíga upp í miðjumennina þeirra og Hlynur myndi taka Nikolaj. Hann gerði það gríðarlega vel í dag og mér fannst bara varnarleikurinn heilt yfir hrikalega flottur og svo vorum við hættulegir fram á við. Hefði viljað sjá eitt mark í fyrri hálfleik. Auðvitað eru þeir alltaf hættulegir og það er drulluerfitt að verjast Víkingum,” sagði Arnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti sömuleiðis frábæran dag þar sem hann bæði skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt á Aron Jóhannsson. “Já og svo átti hann frábæra spretti í fyrri hálfleik og bara virkilega flottur. Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að einhverjir myndu stíga upp til að vinna svona leik. Við setjum þetta aftur upp í mót. Víkingar voru að hlaupa í burtu með þetta en nú er þetta aftur orðið mót,” sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
“Já auðvitað þegar við töpum gegn Grindavík, gerum jafntefli við Keflavík og töpum svo gegn Breiðabliki. Þetta er bara alltaf erfitt þegar þú vinnur ekki fótboltaleiki og ég tala nú ekki um í liði sem vill ná árangri. Við erum alveg meðavitaðir um það að við erum á réttri leið og erum að gera góða hluti. Bara hörku leikur tveggja góðra liða í dag. Maður sér að Víkingar eru með bullandi sjálfstraust og halda alltaf áfram. Þrátt fyrir að lenda undir í tvígang og koma til baka. En ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig, skorum þrjú góð mörk og áttum fín upphlaup. Maður sá það að menn voru stundum smá hræddir við að halda í tuðruna sem er skiljanlegt,” sagði Arnar. Hlynur Freyr Karlsson var einn besti maður vallarins í kvöld í áhugaverðu hlutverki. Honum var stillt upp á miðjunni en lék oftar en ekki í miðri varnarlínunni. “Við ætluðum að láta hann díla við Nikolaj. Þeir fara alltaf í þetta 3-2-5, overloada öðru hvoru megin og menn lenda í basli. Þá vildum við að hafsentarnir myndu stíga upp í miðjumennina þeirra og Hlynur myndi taka Nikolaj. Hann gerði það gríðarlega vel í dag og mér fannst bara varnarleikurinn heilt yfir hrikalega flottur og svo vorum við hættulegir fram á við. Hefði viljað sjá eitt mark í fyrri hálfleik. Auðvitað eru þeir alltaf hættulegir og það er drulluerfitt að verjast Víkingum,” sagði Arnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti sömuleiðis frábæran dag þar sem hann bæði skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt á Aron Jóhannsson. “Já og svo átti hann frábæra spretti í fyrri hálfleik og bara virkilega flottur. Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að einhverjir myndu stíga upp til að vinna svona leik. Við setjum þetta aftur upp í mót. Víkingar voru að hlaupa í burtu með þetta en nú er þetta aftur orðið mót,” sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira