Erlent

Bylgja drónaárása á Kænugarð

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ummerki eftir drónaárásir sjást víða í Kænugarði.
Ummerki eftir drónaárásir sjást víða í Kænugarði. Getty

Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 

Ekki hefur verið greint frá mannfalli en yfirvöld í Kænugarði segja að um 40 „flug-skotmörkum“ hafi verið grandað yfir höfuðborginni í nótt. Nokkuð er um tjón á byggingum og eldsvoða eftir nóttina.

Um er að ræða 15. loftárásina á borgina í þessum mánuði. Umfangsmesta drónaárásin frá upphafi innrásarinnar var gerð í gær þegar flugherinn grandaði 52 af 54 drónum Rússa sem flugu yfir höfuðborginni. Þá létust tveir í árásunum. 

Einnig var greint frá sprengingum í Lviv, Odesa, Vinnytsya og Khmelnytskyi. Oleksandr Scherba, talsmaður utanríkisráðuneytis Úkraínu segir síðust daga hafa verið sérstaklega erfiða fyrir íbúa Kænugarðs.

„Nánast hverja nótt lítur himininn út eins og þáttur úr Stjörnustríði, en við finnum ekki mikið fyrir flugskeytum þökk sé varnarkerfunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×