Erlent

Rússneskir uppreisnarmenn lofa frekari árásum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Landstjórinn í Belgorod Vyacheslav Gladkov, birti þessa mynd af hertrukk á samfélagsmiðlum sem skilinn var eftir af uppreisnarmönnunum. Átökin í Belgorod stóðu í tvo daga. 
Landstjórinn í Belgorod Vyacheslav Gladkov, birti þessa mynd af hertrukk á samfélagsmiðlum sem skilinn var eftir af uppreisnarmönnunum. Átökin í Belgorod stóðu í tvo daga.  Vyacheslav Gladkov/AP

Foringi rússnesks uppreisnarhóps sem réðst inn í rússneska bæinn Belgorod á dögunum segir að þeir muni láta til skarar skríða aftur innan tíðar.

Denis Kapustin, sem segist vera leiðtogi Rússnesku Sjálboðaliðasveitanna eins og þeir kalla sig, ræddi við fréttamenn Úkraínumegin landamæranna í gærkvöldi. Rússar segjast hafa hrundið árásinni á Belgorod og kenna úkraínskum stjórnvöldum um að hafa staðið á bak við árásina. Stjórnvöld í Kænugarði hafna því og segja um rússneska ríkisborgara að ræða, sem þó virðast starfa innan landamæra Úkraínu. Tveir slíkir hópar hafa lýst ábyrgð á árásunum á Belgorod og aðra bæi við landamærin.

Kapustin segist ekki vilja fara nánar út í hvað standi til, en hann varar Rússa við að slíkar árásir muni verða algengari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×