Innlent

Stefán Jóns­son nýr yfir­lög­reglu­þjónn í Vest­manna­eyjum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Stefán Jónsson (t.v.) tekur við af Jóhannesi Ólafssyni (t.h.) sem yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.
Stefán Jónsson (t.v.) tekur við af Jóhannesi Ólafssyni (t.h.) sem yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Eyjafréttir/Samsett

Stefán Jónsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn sem yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Hann tekur við að Jóhannesi Ólafssyni sem lætur af störfum vegna aldurs eftir fjóra áratugi í embættinu.

Lögreglan í Vestmannaeyjum greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Þar segir að ákveðið hafi verið að ráða Stefán Jónsson sem yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum frá 1. júní næstkomandi. 

Jóhannes Ólafsson hóf störf í lögreglunni 12. október 1982 og var skipaður yfirlögregluþjónn við embættið í Eyjum 1. ágúst 2002. Hann hefur því starfað hjá embættinu í rúmlega fjóra áratugi og er með lengsta starfsaldur lögreglumanns sem starfað hefur í Vestmannaeyjum.

Embættið þakkar Jóhannesi fyrir samstarfið og býður Stefán velkominn til starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×